Són - 01.01.2013, Page 13
Þorgeir Sigurðsson
Arinbjarnarkviða – varðveisla1
1. Inngangur
Arinbjarnarkviða er merkilegt kvæði af mörgum ástæðum. Meðal
annars er það samtíma heimild um ævintýralega för Egils Skalla grímssonar
til Jór víkur á fund Eiríks blóðaxar. Kvæðið er ort undir léttum og reglu-
legum hætti, kviðu hætti. Þótt margt í því sé fornlegt er það skiljan legra
en flest drótt kvæði og aðgengilegra nútímamönnum.
Arin bjarnar kviða er hvergi varð veitt nema í Möðru valla bók, AM
132 fol., á einni blað síðu, 99v, aftan við Egils sögu. Sú blað síða hefur
lengi verið tor lesin. Jón Helgason sagði:
Möðruvalla bók ber það með sér að hún hefur verið mikið lesin; sumar
blað síður eru svart flekkóttar og tor lesnar og einatt slitnar, einkum
þar sem kver mætast. Allra sár græti legast er að á blað síðunni aftan
við Egils sögu er skráð Arinbjarnar kviða Egils Skalla gríms sonar og
hefur einmitt lent aftast í kveri; hafa hendur síðan einatt leikið um
þessa blað síðu er bókin var lesin, og er kviðan sum þurrkuð út, en
hitt vand lesið sem eftir er. Arin bjarnar kviða er hvergi til annars staðar,
og hafa for vitnir menn því leitað bragða við, helzt með því að væta
blaðið; ekki hefur það bætt úr skák. En að hafa fyrir sér slitið blað,
sjá móta fyrir stöfum og fá ekki lesið, er í sjálfu sér meiri skap raun
en ef blaðið væri týnt; verður þá að bera sig að huggast við þá von að
óbornir töfra menn í meðferð ljósa kunni einhverju að fá áorkað síðar
meir.
Jón Helgason (1958, 59–61)
1 Höfundur þakkar öllum þeim sem aðstoðuðu hann við gerð þessarar greinar en
sérstaklega Guðvarði Má Gunnlaugssyni hjá Árnastofnun.