Són - 01.01.2013, Page 20
18 Þorgeir SigurðSSon
Í línu 27 í fremra dálki er texti sem hljóðar þannig í útgáfu Sigurðar
Nordal (1933, 261) á Egils sögu:
...
hoddfjǫndum
á hlið aðra
Orðið hoddfjǫndum er leið rétting á orðinu hodd finn ǫndum sem hefur of
mörg at kvæði. Stafr éttur texti sem Finnur Jónsson (1886, 348) las og gaf
út er þannig7 (hornklofar merkja ógreinilegan texta):
FJ 1886 ‹hoꝺ̇ [ın̄] enꝺum a hlıꝺ...›
Finnur gat ekki lesið orðið aðra. Guð brandur Vigfús son(1883, 273)
hafði hins vegar eyðu á undan og las aðeins: ... á hlið aðra.
Elstu uppskriftirnar, sem eru allar ættaðar frá sömu upp skrift úr
Möðru valla bók, hafa eftir farandi texta:8
ÍB 169 4to ‹hoꝺınꝺa men̄ a hlıꝺ aþᷓ›
AM acc 28 ‹hoꝺınꝺa men̄ a hlıꝺ aꝺra›
AM 146 fol. ‹hoþınꝺa m̄ a hlıþ aðra›
Hér eru orðin bundin og stafsett á mis jafnan hátt en með sam ræmdri
staf setningu yrði textinn hinn sami. Aug ljós galli á honum er að einu at-
kvæði er of aukið. Á mynd 5a, sem tekin er í út fjólu bláu ljósi og er í eigu
Árna stofn un ar, sést að a kemur líklega ekki á eftir d.
Mynd 5a Hér stendur líklega ‹ꝺz› fremur en ‹ꝺa›.
Útfólublá mynd (ljómun)
Mynd 5b ‹hoꝺı[ā]ꝺ[z] [ma]n̄ [a]hlıꝺ aþᷓ›. Innrauð mynd, andhverf.
7 Guðmundur Magnússon (1809, 660) hafði hodd finn endum á hlið aðra en skrif aði athuga-
semd um að hodd finn endum væri „konj ectur“. Í doktors ritgerð Finns (1884, 109) segir frá
þessari athugasemd. Þeir Guð mundur og Finnur voru sam mála um að textinn hodd finda
menn gengi ekki. Finnur þekkti þann texta úr AM 146 fol.
8 Hér hefur AM acc 28 ekki tilvísun í bundinn texta forrits síns.