Són - 01.01.2013, Page 23
ArinbjArnArkviðA – vArðveiSlA 21
5 Hástafir hjá Guðbrandi og í ÍB 169 4to
Á mynd 6 er sýndur neðri hluti aftari dálks á blaðsíðu 99v í Möðruvallabók.
Mynd 6: Línur 26–41 í hægra dálki. Vinstra megin er texti Guðbrands (1883, 380)
en hægra megin er innrauð mynd af handritinu (andhverf ). Dregnir hafa verið
hringir utan um há stafina sem sjást á báðum myndum en þeir marka erindaskil.
Guðbrandur merkti með ská letri þá stafi sem væru ógreinilegir.
Samkvæmt band réttri uppskrift Finns Jónssonar (1886, 347-349) er lítill
stafur í upphafi erinda númer 3, 4, 16, 17, 19, 20 og 23 en það er rangt.
Stórir stafir (hástafir) sjást á myndum af kvæðinu í öllum læsi legum
erindum þess (sjá stóra stafi í erindum 16, 17, og 20 á myndum númer
1, 3 og 4).
Það má telja nokkuð öruggt að stórir stafir sem sjást í neðri hluta
aftari dálks marki einnig upphaf erinda og þar með sjást allir upphafs-
stafir kvæðis ins nema í erindum 28 og 29.12 Síðast sést upp hafs stafur
erindis númer 30.
Í ÍB 169 4to er textanum skipt í erindi. Aðeins er skrif að ur helm ing ur
erind is númer 23 en skilið er eftir pláss fyrir hinn helm ing inn. Þar fyr ir
neð an eru upp hafs orð fjögurra næstu erinda. Þessi orð hafa ekki birst
áður opin ber lega.
12 Ef gert væri ráð fyrir að aðeins vantaði einn stóran staf yrðu tvö erindi óhóflega löng
(rúmlega 3,5 línur).