Són - 01.01.2013, Page 25
ArinbjArnArkviðA – vArðveiSlA 23
Mynd 8b Stafurinn Þ Sést með berum augum og á mynd í
útfjólubláu ljósi sést greinilega Þ fremur en N.
Vegna þess að Guð brandur gat lesið stöku orð í
neðri hluta aftari dálks hefði mátt ætla að á 17. öld
hefði mátt lesa þar tals vert af sam felldum texta,
en ÍB 169 4to sýnir að þá var neðri hluti dálks ins
einnig ólæsi legur.
Kvæði með 30 erind um getur vel verið hæfi lega
langt, sbr. að Sona torrek er 25 erindi. Höfuð-
lausn er 20 erindi með hálfu erindi til viðbótar í
lokin. Skáldin létu gjarna fjölda erinda standa á tug og kvæðin voru sögð
tvítug, þrítug, fer tug o.s.frv. Í Egils sögu (2001, 116) ráðlagði Arin björn
Agli að yrkja tví tuga drápu til að leysa höfuð sitt undan reiði konungs
að dæmi Braga skálds sem einnig hefði ort tví tuga drápu í sama til gangi.
Með því að taka eftir stað setningu upphafs stafa erinda má gera eftir-
farandi mynd sem sýnir línu fjölda erinda. Fyrir erindi 24, 25 og 26 er
þetta gert með stuðn ingi myndar 6. Fyrir erindi 27, 28 og 29 er birt
meðaltal (vegna þess að ekki sést hvar erindi 28 og 29 byrja). Fyrir erindi
30 eru sýndir þrír mögu leikar. Einn mögu leikinn er ef á síðunni eru 30
heil erindi, annar ef þau eru 31 og sá þriðji ef þau eru 30 og hálft. Síðast-
taldi mögu leikinn er lík legastur.
Mynd 9: Lengd erinda í Arinbjarnar kviðu. Meðal lengdin er 2,7 hand rits línur.
Síðustu erindin voru að öllum líkindum 2,4 línur að meðal tali. Sjá skýringar
framar.
Erindin eru að meðaltali 2,7 handritslínur að lengd. Fyrsta erindið tekur
mest pláss (nærri fjórar línur) vegna stórs upphafs stafs og þess að tvö
orð, hilmi at eru endurtekin vegna mistaka.