Són - 01.01.2013, Side 39
Son guðS einn eingetinn 37
Þríliðir að hætti Hallgríms
Fleiri dæmum má bæta við sömu gerðar. Hér er eitt:
» Lát mig, ó, Jesú kær,
aldrei svo vera þér fjær — 47:21
Hér fer mér sem fyrr að skynja alls enga stuðla. En höfuð stafurinn kallar
á sér hljóða sem geta ekki aðrir verið en ó og svo j-ið í Jesú. Nú er Hall-
grímur alls ekki vanur að stuðla j (eða é) á móti sérhljóða. Hann notar
að vísu tví myndirnar ég/eg eftir því sem stuðla setning krefst (og þá eg
em ef því er að skipta til að sýna að hér slettir hann forn máli). Annars
stuðlar j aðeins við j eða é, líka í nafninu Jesús – nema á örfáum stöðum
þar sem hann leyfir sér að ganga gegn eigin brag eyra og nota fyrir mynd
eldri skálda sem stuðluðu j á móti sér hljóðum.8 Um það er þetta dæmi
ótvírætt, a.m.k. eitt annað: Þá segir Jesús: Eg em hann / sem endurleysti
þann syndarann,9 og e.t.v. fleiri.10 Þau eru þó örfá miðað við hve al gengt
nafn frelsarans er í Passíu sálmunum, hitt miklu al gengara að það stuðli
við j. Þess vegna er freistandi að bæta við þremur dæmum:
» Jesús er einn sá mann
sem akurinn keypti þann — 17:7
» Jesús ei ansa hirti
áður þá logið var — 13:8
» Jesú, í umsjón þinni
óhætt er sálu minni — 17:22
Þó með þeim fyrirvara að hér er hugsanlegt að fyrri stuðullinn falli á
nafn Jesú.
Eitt dæmi er eftir með sama stuðlamynstri ótvíræðu:
8 Í Lilju (2007), sem Hallgrímur hefur örugglega þekkt og líklega kunnað, er t.d. tíu sinn-
um stuðlað á nafn Jesú, ævin lega á móti sérhljóði.
9 Hins vegar – í sama sálmi og sem úrvinnsla úr sama stefi – bæði:
- Eins segir Jesús: Eg em hann / sem afmá þína misgjörð vann
og
- ég veit þú segir: Ég er hann, / Jesús, sem lækna vill og kann.
Þarna er það hluti af tilbrigðalist Hallgríms að stuðla sömu orðin, bæði ég/eg og Jesús, á
ólíka vegu.
10 Svo sem: Jesús er kvalinn í minn stað, / of sjaldan hef eg minnst á það. Höfuð stafurinn
verður að vera o í of, seinni stuðull í en sá fyrri annað hvort J í Jesús – sem gefur einfalda og
nútíma lega hrynjandi – eða e í er – sem virðist hreint ekkert áherslu atkvæði en þó ámóta
sett og það er sem vissulega ber stuðul í línunni sá sem er einn í ráðum. Ég hallast að því
að hér sé stuðlað á er, ekki Jesús, en viður kenni að hitt er möguleiki.