Són - 01.01.2013, Síða 40
38 Helgi Skúli kjArtAnSSon
» Hvör sem eirorminn leit
af Ísraelsmanna sveit — 47:17
Hér er reyndar fullt eins nærtækt að greina eirorminn sem þrílið: Hvör
sem | eirorminn | leit fremur en Hvör sem eir|orminn | leit. Og þeirri
greiningu væri svosem hægt að beita á fyrri dæmin líka.
Hér þurfum við, enn sem oftar, að fara varlega í að heim færa nútíma-
brag á kveð skap fyrri alda. Við erum vön því, t.d. í rímna háttunum, að
yrkja með tví liðum aðal lega en breyta þeim af og til í þrí liði: Nú er |
horfið | Norður|land / nú á ég | hvergi | heima.11 Þá þannig að í staðinn
fyrir eitt létt atkvæði komi tvö. Það má segja að við tvö földum létta at-
kvæðið í tví liðnum, þannig verði hann að þrílið. En svo leiðis at kvæði
getum við ekki stuðlað á, sama hvort það er eitt eða tvö.
Við getum sem sagt tvö faldað létta at kvæðið, ekki það þunga. Hjá
okkur er það grund vallar atriði brag fræðinnar að í hverjum braglið sé
aðeins ein áhersla sem fellur á eitt at kvæði. En hvað ef Hall grímur gat
nú farið öðruvísi að og tvö faldað þunga at kvæðið? Tekið tví lið eins og
orminn og breytt honum í eirorminn með tvö at kvæði í þunga sætinu?
Þá verður a.m.k. hóti skiljan legra að bæði at kvæðin geti borið stuðla.
Og um leið skiljan legt af hverju ég hef ekki rekist á stuðla í sam lægum
atkvæðum í rímum Hallgríms. Hrynjandi rímna háttanna er svipuð12 hjá
honum og okkur. Hrynjandi sálma háttanna er hins vegar í ýmsum at-
riðum frá brugðin – enda orti Hall grímur sálma til söngs frekar en lestrar
og hefur sungið þá allt öðruvísi en hann kvað rímur.
Hingað til hef ég ein blínt á línur eins og son Guðs einn eingetinn þar
sem stuðlarnir eru í þriðja og fjórða atkvæði hend ingar innar. En þeir
geta líka verið aftar:
» Syndir mínar þér þrengdu,
þess nú eg iðrast vil. — 6:11
» fyrir stríðið, þig þjáði frekt.
Það er vort frelsi ævinlegt. — 3:18
11 Hér er einmitt dæmi um hvernig bragliða greining og ljóðstafa greining þurfa að haldast
í hendur. Hvort seinni hendingin byrjar á þrílið eða forlið, það myndi hvorki ég vita né
neinn annar ef höfuð stafurinn skæri ekki úr.
12 Ekki ná kvæmlega sú sama; hann á til fornleg afbrigði eins og þessi: Mér var aldrei
menntin föl / né mál snillin fríða – Frá Íslandi utan fór. / Aftur spurði hjálma Þór – hinn græn-
lendi Gunnar það / greitt afhenda mig hér bað (Hallgrímur Pétursson 1956:3, 114, 93). En
það er allt annað rann sóknar efni.