Són - 01.01.2013, Page 45
Son guðS einn eingetinn 43
tveimur stuðlum væri sú greining ekki útilokuð: því | það vill | ei eða
merk, | maður, | það. Og sé þá bara stuðlað á forliðinn.
Hendingar, sem hægt er að greina með forlið, skipta hundr uð um
í Passíu sálmunum. En ég vil fara varlega í þá grein ingu. Hafa jafnan í
huga hinn mögu leikann: að hendingin byrji á þrílið þar sem tvö atkvæði
skipta með sér áhersl unni, jafnvel þannig að hún sé þyngri á það síðara.
Sérstaklega ef fyrsta atkvæði línunnar ber ljóðstaf (oftast höfuð staf ): kjós
Jesúm þér að vera hjá – of sjaldan hef eg minnst á það. Þetta gætu svo sem
verið forliðir, en úr því þeir bera höfuð staf, þá er hin grein ing in nær-
tækari.
Ég segi ekki að það sé útilokað að Hall grímur stuðli á forlið, jafnvel í
sjálfum Passíu sálmunum:
» Opinberlega en ekki leynt
í musterinu kennda eg beint
» Þjón minn skal vera þar eg er,
því hefur þú, Jesú, lofað mér
» Guðs vegna að þér gáðu,
gef honum ei koss með vél
» Mun þessi mann, hún frétti,
með Jesú af Nasaret?
» í skýi mun einu vitja
aftur með dýrðarsið
» so fæstir hefðu að segja af því
og svik hans lægju svo hylming í
Hér er í fyrsta og síðasta dæminu mögulegt að draga saman: kennd’eg
– hefð’að, og verður þá atkvæða fjöldinn reglu legur, þ.e. eitt um fram tví-
liða taktinn. Í hinum, og kannski öllum, eru atkvæðin tvö umfram tví liði
og eðli legast að greina bæði þrí lið og for lið í sömu hendingunni. Og
fellur þá ljóð stafur, oftast höfuð stafur, óhjá kvæmilega á for liðinn.
Þetta held ég sé þó fremur undan tekningin en reglan, hitt al gengara
að ljóð línan hefjist á þrílið með nokkurri áherslu á tvö fyrri at kvæðin.
Sams konar liði þykist ég sjá fjöl víða inni í hend ingu, jafnvel í lok
hennar. En áþreifan leg rök fyrir þeirri greiningu hefði ég ekki16 nema
16 Ég hélt henni samt fram í fyrrnefndri grein (1997) en reyndi þar að alhæfa hana um of,
og lýsi ég greinina hér með úrelta að því leyti.