Són - 01.01.2013, Page 50
48 ÞÓrður HelgASon
Lítum því heldur til hennar
heimkynnis rétta,
og sem daggdropar á blómstrum
dagskóngi fagna
eigum með öruggu skapi
mót árgeislum horfa
á þeim Solveig! frá Sólu
þú sendir oss kveðju!
B. Th.
Nýr háttur
Þessi háttur hafði aldrei sést áður í íslenskri ljóðagerð og gæti því tal ist
fyrsti íslenski bragarhátturinn eftir að nýsmíðum í rímna háttum lauk.
Háttur Bjarna einkennist af þríliðum sem var talsverð nýjung í ís-
lensk um bragar háttum á þessum tíma.3 Hann er átta línur og órímaður
eins og forn yrðis lagið, en ólíkur því að því leyti að forn yrðis lagið ein-
kenn ist af tví liðum, þótt þrí liðir fái þar inni, auk þess sem ójöfnu
línurnar í hinum nýja hætti geyma þrjá brag liði (ris) og þar eru ævin lega
tveir stuðlar þar sem forn yrðis lagið lét sér nægja einn ef svo vildi verkast.
Í jöfnu línunum eru risin tvö. Bæði stöku og jöfnu línurnar í hættinum
hafa stundum forliði, stundum ekki. En Bjarni hefur ekki lokið gerð
þessa háttar.
Næsta ár, 1836, deyr móðursystir Bjarna, Þórunn Bjarnadóttir, og
hann minnist hennar í ljóðinu við gröf móðursystur minnar. Ljóðið
er þrjú erindi eins og ljóðið um Solveigu Bogadóttur en reglulegra í
formi; þríliðir ráða ferðinni án undantekninga, stöku línurnar eru án
forliða en forliðir alltaf í jöfnu línunum þannig að hrynjandin verður
jafnari. Þannig er fyrsta erindi ljóðsins:4
Ertu nú sofnuð, mín systir!
þeim svefninum langa!
Lágt niðrí húsinu hlýja –
heyrast ei stormar!
Vel hlífir þakið hið þykkva
þó þórdrunur öskri.
Ei skortir ylinn þar jafna
þó efra sé frostið.
3 Undir hreinum þríliðaætti yrkir Bjarni nokkur ljóð, þekktast þeirra Ísland (Þú
nafnkunna landið sem lífið oss veittir).
4 Bjarni Thorarensen (1935 fyrra bindi:170).