Són - 01.01.2013, Page 51
nýr Háttur verður til 49
Hér virðist hinn nýi háttur hafa fest sig í sessi sem erfiljóðaháttur en
næsta ár, 1837, birtist hátturinn hjá Bjarna með nýju yrkisefni, um ástir.
Ljóðið kysstu mig aptur! kom í 3. hefti Fjölnis og þar felur höfundur inn
sig með undirskriftinni Þ.5 Síðar sama ár gengst Bjarni við barni sínu í
bréfi til Gríms Jónssonar: „Þú skalt vita að eg er höfundur að kysstu mig
aptur í Fjölni...“6 og nokkrum árum síðar ritar hann Grími Thomsen
og stað hæfir að sér líki þetta ljóð best erótískra kvæða sinna.7 Ljóðið er
þriggja erinda eins og raunin varð um flest ljóð þessa háttar:8
Undrast þú ekki, mín Svava!
þó ei nema á stangli
orð fái eg eitt í senn flutt
andþrengslum megnum!
og að þig aptur eg nálgast,
þó áðan við kysstumst –
Ýttu mér ekki þó frá þér,
eg á nokkuð hjá þér!
Manstu’ ei að munir ossrir
þá mættust í dyrum?
Sála mín þá, mín Svava!
þér settist á varir!
Þóktist hún rík þar í rósa
þeim rauða beð lá hún,
enn þar hún dottar í dái
og dreymir þig, Svava!
Veiztu nú líf mitt, hin ljúfa!
þér liggur á vörum:
Leyfðu’ að það sofanda sjúgi’ eg
úr sólfagra beðnum!
Láttu ei bana mig bíða,
eg bið þig, mín Svava!
Gefðu mér önd mína aptur
og aptur mig kysstu!
5 Bjarni Thorarensen (1835 fyrra bindi:32).
6 Sjá Jón Helgason (1935:190).
7 Sjá Jón Helgason (1935:190).
8 Bjarni Thorarensen (1935 fyrra bindi:175).