Són - 01.01.2013, Page 55
nýr Háttur verður til 53
Ljóðin eptir catullus, til sigrúnar, suðurlönd og norðurlönd,
dauð inn, eptir barn og raunar fleiri ljóð undirstrika enn að nýr háttur
er í bí gerð. Næst hinum endanlega hætti kemst Bjarni í erfiljóðinu rann-
veig filippus dóttir frá árinu 1825 (eða ̕26). Þar má sjá að fyrsta erindið
er ekki ósvipað hættinum sem hér er til umræðu:16
Óttizt ekki elli
þér Íslands meyjar,
þó fagra hýðið hið hvíta
hrokkni og fölni,
og brúna- logið í -glampa
ljósunum daprist,
og verði rósir vanga
að visnuðum liljum.
Annað erindið leiðir í ljós að hátturinn er á þessu ári ekki fullgerður.
Jónas Hallgrímsson
Það er ekki neinum vafa undirorpið að hinn nýi háttur hefur vakið eftir-
tekt enda fulljóst að skáldin hungraði eftir nýjum háttum eftir fá breytni
síð ustu alda í þeim efnum. Þennan hátt tekur Jónas Hall gríms son upp
í ljóðinu bjarni thorarensen, erfi ljóði eftir Bjarna árið 1841, og fer vel
á því að minnast frum kvöðuls ins undir hans eigin smíð. Svo segir frá
tilurð kvæðisins í skýringum við það:17
Þegar Bjarni Thorarensen deyr er J. á leið norður og segir í bréfi til
Japetusar Steenstrups 5. nóv. 1842 ... að hann hafi fengið fréttina á
hest baki og þá ort kvæði sem sé ekki með hans lökustu og sendir
með 3. erindið ... Að líkindum hefur J. lesið kvæðið upp við jarðar för
Bjarna 4. september.
Það kemur og fram í skýringum Páls Valssonar að Matthías Þórðar son
hafi bent á að ekki sé ósennilegt að Jónas hafi tekið háttinn eftir kysstu
mig aptur! eftir Bjarna. Miklu líklegra er þó að Jónas hafi sótt hátt inn
til erfiljóða Bjarna.
16 Bjarni Thorarensen (1935 fyrra bindi:137).
17 Jónas Hallgrímsson (1989 IV:159).