Són - 01.01.2013, Síða 56
54 ÞÓrður HelgASon
Erfiljóð Jónasar eftir Bjarna er í fimm erindum. Hér eru birt fyrsta
og síðasta erindið:18
Skjótt hefir sól brugðið sumri
því séð hef ég fljúga
fannhvíta svaninn úr sveitum
til sóllanda fegri;
sofinn er nú söngurinn ljúfi
í svölum fjalldölum,
grátþögull harmafugl hnípir
á húsgafli hvurjum.
Kættir þú marga að mörgu
– svo minnst verður lengi –
þýðmennið, þrekmennið glaða
og þjóðskáldið góða!
Gleðji nú guð þig í hæðum
að góðfundum anda,
friði þig felsarinn lýða.
Far nú vel, Bjarni!
Tvennt er hér eftirtektarvert vegna þess sem síðar kemur. Annars vegar
er það inn rímið, aðal hendingar og skot hendingar, sem Jónas skreytir
hátt sinn með, t.d. sof:ljúf, svöl:döl, marg:mörg, þýð:glað, þjóð:góð,
Gleð:guð:hæð:góð:frið:lýð, Far:Bjar (sjá um Jónas og fleiri skáld um
notkun hendinga og annars ríms síðar í greininni) og hins vegar myndin
af fuglinum sem á eftir að svífa í fleiri ljóðum undir hættinum.
Háttur Jónasar er mjög reglu legur. Þrílíðir eru allsráðandi og for liðir
eru alltaf í jöfnu línunum nema á þremur stöðum.
Guðný frá Klömbrum
Guðný Jónsdóttir frá Klömbrum (f. 1804) er fyrsta íslenska konan sem
fékk prentað eftir sig ljóð, í Fjölni árið 1837.19 Ljóðið var endur minningin
er svo glögg. Sagan af píslargöngu Guðnýjar og dauða hennar árið 1836
18 Jónas Hallgrímsson (1989 I:134–135).
19 Fjölnir II. Fréttabálkurinn (1837:31-32). Ljóð Guðnýjar er látið fljóta með Í Fréttabálki
þar sem greint er frá láti hennar sem sönnun þess að hún hafi verið gott skáld. Í sama
hefti Fjölnis eru hins vegar birt ljóð þeirra höfuðskaldanna Bjarna Thorarensen og
Jónasar Hallgrímssonar, kjistu mig aptur og saknaðarljóð, undir titli og þeirra því
getið í yfirliti efnis sem sjálfstæðra framlaga í ritið.