Són - 01.01.2013, Page 58
56 ÞÓrður HelgASon
Leizt mig títt ljúfur í hjarta,
ég leit þig á móti.
Leiðstu mig illa, er áttir,
en eg leit þig kæran.
Lýttir mig sök fyrir litla,
því líða má harma.
Þú lítur mig loksins á hæðum,
en lýtir þá ekki.
Löngu síðar minnist skáldkonan Hulda stallsystur sinnar í ríki Braga
með ljóðinu guðný. Hulda vísar beint í ljóð Guðnýjar í fyrstu línu ljóðs-
ins og notar auk þess svanamyndina úr smiðju Jónasar. Hér birtast þrjú
af sex erindum ljóðs Huldu. Þannig hefst ljóðið:24
Sastu, og syrgðir þér horfinn
hinn sárþreyða vininn.
Þögul og göfug þín gættir,
með grátþungu hjarta.
Brostir sem áður við öllum,
er yl þurftu’ að finna;
helsárin inn á við uxu,
sem alúðin huldi.
Ei máttu ljóðvængir lyfta
þeim lamandi þunga.
Eins varstu’ og álftin í sárum,
er ísskarir lykja;
þá verður söngurinn sæti
að saknaðarkvaki,
þangað til vökin er þakin
og þögn yfir öllu.
Síðan lýkur ljóði Huldu í eins konar eftirmála:
Leiði þitt felt er að foldu,
þar finst enginn varði.
Þó vakir nafn þitt með nöfnum,
sem nefnd verða lengi.
Ómur af harmkvaki hinsta
þess hjarta, sem brestur,
ber þína minning sem blærinn,
er bergmálið hrífur.
24 Hulda (1926:86–87).