Són - 01.01.2013, Page 59
nýr Háttur verður til 57
Ekki er að efa að harmljóð Guðnýjar hefur hreyft við fleirum en Huldu
og enn fest háttinn í sessi. Ljóst er og að nokkur efni háttarins eru
bundin honum. Þar eru auðvitað fyrst á blaði erfiljóðin og líkast til eru
erfi ljóð og ýmiss konar persónuleg harmljóð langalgengustu yrkis efnin.
Verður nú litið til nokkurra þeirra.
Erfiljóð / harmljóð
Ljóst er að háttur Bjarna hefur þegar vakið mikla athygli sem enn
stað festir að skáld hefur hungrað í nýjungar í háttum. Árið 1851 deyr
Jó hanna Skúla dóttir, þriggja ára dóttir og einkabarn hjónanna Skúla
Berg þórs sonar og Elínar Jóns dóttur konu hans sem bjuggu á Mos felli
í Skaga firði. Skúli, sem var hagyrðingur góður, höfundur nokk urra
rímna, oftast kenndur við Meyjar land, orti eftir Jóhönnu harm ljóð í
níu erindum og velur sér hátt Bjarna. Það er einungis varðveitt í hand-
riti og ber yfirskriftina jóhanna skúladóttir. Hannes Pétursson birti
hluta þess í Skúla þætti Berg þórs sonar í ritinu Misskipt er manna láni III.
Þannig lýkur ljóði Skúla:25
Kveð ég þig, kærust Jóhanna,
sem kvaddi’ eg þig fyrri,
lífs ég og liðna þig kyssti
með lemstruðu hjarta.
Nú við þinn nábeð ég minnist,
unz nálgast þig aftur
og önd mín fær önd þína faðma
um eilífar tíðir.
Hér er af mörgu að taka enda ljóst að skáldum var í fersku minni upp haf
og rætur háttarins frá hendi Bjarna. Það er því engin til vilj un að þegar
Jón Bjarna son Thoraren sen, sonur Bjarna, lést minnist Bene dikt Grön-
dal hans í erfiljóði undir hætti föðurins og hættinum sem Jónas notaði
um hann. Til að undir strika það enn frekar vísar Bene dikt beint í ljóð
Jónasar og notar auk þess fugla mótífið á sama hátt. Ljóð Bene dikts er í
fjórum erindum og hér birtast hið fyrsta og síðasta:26
25 Hannes Pétursson (1987:145).
26 Benedikt Gröndal (1948:303). Benedikt minnist einnig Jóns Hjaltalín landlæknis undir
hætti Bjarna (Benedikt Gröndal (1948:280).