Són - 01.01.2013, Page 60
58 ÞÓrður HelgASon
„Skjótt hefur sól brugðið sumri“,
því sígur að hausti,
fuglarnir þagna og fljúga
til fjarlægra landa.
Þú ert í flokkinum fríða
og farinn á burtu,
farinn um eilífð og floginn
til foreldra þinna.
Sofðu nú fuglinn minn fagri
í friðarins reiti,
horfinn frá börnum og brúði;
blessun þér fylgi!
En endurminningar ómur
að eyrum mér líður,
fagur af fallegum lögum
úr fjarlægu skýi.
Árið 1898 minnist Guðmundur Friðjónsson móður sinnar í lengsta ljóði
sem ort hefur verið undir hætti Bjarna, í alls 23 erindum. Ljóðið, sem er
allt ávarp til móðurinnar, heitir á leiði móður minnar og er í þremur
þáttum. Fyrsti þátturinn, í tveimur erindum, er lofgjörð til náttúrunnar
sem umlykur gröfina:27
Hafrænan hugljúfa stefnir
á hádegisröðul,
runnin um rinda og kletta
af Ránarflöt votri,
handleikur haddinn og liðar
og hóglega strýkur
umhverfis mold þína, mamma,
sem mjög er nú blásin.
Í öðrum kafla ljóðsins greinir frá jarðarförinni að vetri og gröfinni frost-
köldu sem vorið þíðir brátt, grasið grænkar og blóm dafna á gröfinni og
svanir og þrestir koma að sunnan með söng sinn en harmur eftir lifenda
situr samt eftir:28
27 Guðmundur Friðjónsson (1955:31).
28 Guðmundur Friðjónsson (1955:32).