Són - 01.01.2013, Page 61
nýr Háttur verður til 59
Kvakandi svanir að sunnan
í sveitina flugu;
léttfleygir, ljúfróma þrestir
á leiði þitt settust.
Sunnan við sólbrennda vegginn
hjá svefnklefa þínum
hlýtt varð – en harmur og kuldi
í hreiðrinu rýmda.
Í síðasta erindi ljóðsins er staðfesting þess að móðirin er ekki farin heldur
vakir öllu yfir, sameinuð náttúrunni:29
Augnráð þitt sé ég í sólu,
en sorg þína í döggum,
bros þitt í glóandi geislum,
í golunni andann.
Rödd þín í árniðnum ymur;
en ást þína málar
kvöldroð á svefnhöfgum sævi –
Ég sé, að þú vakir.
Þor steinn Gíslason minnist Stein gríms Thorsteins sonar í ljóði með
glögg um vísunum í þekktasta ljóð Steingríms, vorhvöt. Ljóðinu, sem
er alls sjö erindi, lýkur svo:30
Guðs sól bið geislunum beina
til gróðuranga,
sem líta frá limi og grundu
og langar að gróa.
Bið þú himindís hendur
yfir hauðrið þitt leggja
hið sjúka, og læknirinn senda
úr suðrinu, vorið.
Að lokum skal hér tilfært sem dæmi erfiljóða undir hætti Bjarna ljóð-
ið jóhanna g. aradóttir eftir Bólu-Hjálmar sem var vissulega ekki
ósnort inn af því sem nýir straumar fluttu með sér í ríki skáldskaparins
og minnir okkur á að fyrr eða síðar þyrfti einhver að meta að nýju það
ólánshugtak sem hugtakið alþýðuskáld er.
29 Guðmundur Friðjónsson (1955:36–37).
30 Þorsteinn Gíslason (1920:41–42).