Són - 01.01.2013, Page 62
60 ÞÓrður HelgASon
Ljóð Hjálmars er langt, tíu erindi alls, og byrjar á tveimur erindum und-
ir forn yrðis lagi sem eftir sem áður var meginháttur erfiljóða og raunar
einnig síðan alla 19. öldina og fram á hina 20. Síðan koma átta erindi
undir hætti Bjarna. Í ljóðinu notar Hjálmar að mestu myndir af gróðri
jarðar innar og heldur þeim allt til loka ljóðsins:31
Hví er svo árdags í æsku
ungplantan fríða
þrifin úr þjóðernisakri
og þakin í moldu?
Hví var svo lífið hið ljúfa
og ljósskarið kveikta
slokkið og blásið til bana
af brjósthörðum dauða?
Elztu lög alþjóðar jarðar
eru svo stíluð,
að ungplantan allt eins má hníga
sem eikin sú rotna;
forlög að fæðast og deyja
þau fást ei til baka,
lífið að láni er þegið,
en lengd þess guð ræður.
Geymt er nú duft þitt í dimmum
dauðra sáðreitum,
senn birtir blessunartíðin,
að blómgast þú aftur;
senn mun sá eini, sem auðið
er þess að slíta,
dauðans bönd dýrðlega brjóta
og duftsins fangelsi.
Valdimar Briem setti sjálfa Biblíuna í ljóð í tveimur bindum, Biblíuljóðum
I og II. Hann setti sér það takmark að beita sama bragarhætti aldrei
tvisvar. Ljóst er að hann valdi hættina gjarna af kostgæfni eftir því
hvernig þeir þjónuðu efninu. Það kemur því ekki á óvart að hann lætur
hátt Bjarna lýsa dauða Elísa úr Gamla testamentinu. Konungurinn Jóas
situr við dánarbeðinn og syrgir:32
31 Hjálmar Jónsson frá Bólu (1949:361).
32 Valdimar Briem (1896:308).