Són - 01.01.2013, Page 69
nýr Háttur verður til 67
Ástin og yndið mitt bezta
og elskan mín góða!
Söng vil ég fremstri þér færa
af fríðustum meyjum;
mörg hefur meyjan í heimi
munnfríð og handhvít
blossað með blikandi ljóma,
bezt ertu allra.
Og þannig lýkur Benedikt útmálun elskunnar sinnar:
Þegjandi læt ég í ljóðum
ljóma þitt heiti;
Mynd þín í döfsælum draumi
dýrðlega leynist!
Oftar ég hugsaði um það
En ögn er á sandi;
gef mér nú koss fyrir kvæðið,
kossblíða meyja!
Tilbrigði, tilraunir
Línufjöldi
Brátt fór að bera á því að skáldin, sem við kyndlinum tóku, fóru að fara
frjáls lega með línufjölda í erindi. Gísli Eyjólfsson, sem einna fyrstur tók
upp hátt Bjarna á eftir þeim Bjarna, Jónasi og Guðnýju á Klömbrum, lét
sig hina kór réttu átta lína reglu lítt varða í ljóðum sínum. Árið 1853 yrkir
hann ljóðið harð indin 1853. Erindin eru fimm, hið fyrsta og fjórða átta
lína eftir reglunni, annað og þriðja tíu lína en fimmta og síðasta erindið
sex lína. Þannig ávarpar Gísli almættið í síðasta erindinu:44
Ávöxtur anda þíns faðir!
ástar og speki
erum þó ein-mana byggjum
eyjuna í hafi,
byggðu því með oss, og blessa
byggð vora og hagi!
44 Gísli Eyjólfsson (1883:26).