Són - 01.01.2013, Page 70
68 ÞÓrður HelgASon
Gísli minnist séra Hannesar Arnórssonar sem drukknaði í hafi árið 1851
við fjórða mann á heimleið frá Ísafjarðarkaupstað. Ljóð Gísla er í tveim ur
þátt um og er hinn fyrri undir hætti Bjarna, átján línur án erindaskila.45
Gísli lét ekki þar við sitja og minntist séra Lárusar Johnsen, sem hvarf
vetur inn 1859 og fannst um vorið við sjó á Dagverðarnesi. Nú skiptir
Gísli hættinum í fjögurra lína erindi eins og hér sést í tveimur fyrstu
erind unum:46
Nú ertu fallinn í friðar
faðminn guðsmjúka,
þreyttur af þungu dagsverki,
þjónninn guðs trúi.
Þú helgaðir hérveru þína
himnanna drottni,
og stóðst þó í sterkum dags hita
á stríðsvelli lífsins.
Gísli missti konu sína árið 1858 og minntist hennar í 32ja lína ljóði undir
hætti Bjarna án erindaskila.47
Ýmis fleiri skáld koma hér við sögu en ég læt nægja að geta Sig. Júl.
Jóhannes sonar sem orti ádeilu kvæðið harð stjórinn og Þjónninn sem
kom út í ljóðabókinni Kvistir árið 1910. Líkt og Gísli helmingar Sig. Júl.
hátt Bjarna og segir langa sögu í 21 erindi af ungum manni sem situr við
að svara stúlkunni sinni í bréfi:48
Nú byrjar hann bréfinu að svara,
og bros er á vörum;
ég sé það í svip hans og æði;
hann sæll þykist vera.
En ungi maðurinn, öreiginn, er þjónn annars sem ekki hugnast að sjá
þræl sinn sitja að skriftum:
Minn þræll ertu, það skaltu vita,
ég þig hefi leigðan;
þú situr og sjálfum þér vinnur,
en svíkur þinn herra!
45 Gísli Eyjólfsson (1883:147).
46 Gísli Eyjólfsson (1883:149).
47 Gísli Eyjólfsson (1883:168).
48 Sig. Júl. Jóhannesson (1910:67–71).