Són - 01.01.2013, Page 71
nýr Háttur verður til 69
Karlinn tekur nú skrifföng unga mannsins sem þó lætur ekki hugfallast:
[„] Á meðan að fugl hefir fjaðrir
og fæ ég hann veiddan,
og blóðið mér endist í æðum,
eg aldrei skal hætta!“
Lokaorð ljóðsins lýsa boðskap höfundar:
Það sjá má á sveininum unga,
Þótt sárt væri leikinn,
Að sterkur er stálharður vilji,
Já, sterkari flestu.
Elín Eiríksdóttir frá Ökrum byrjar ljóð sitt gekk ég á sex lína erindi en
síðan fylgja tvö fjögurra lína. Ljóðmælandi gengur um gamlar slóðir og
saknar þess sem eitt sinn var:49
Gekk ég um gamlar slóðir,
gáði að steinum,
gulum, rauðum og grænum
í gylltum mosa.
Laufblað frá liðnu sumri
liggur hér visið.
Hendingar og rím
Svo sem fram hefur komið „skreytti“ Jónas Hallgrímsson erfiljóð sitt eft-
ir Bjarna tölu verðu inn rími, skothendingum og aðal hend ingum. Þetta
var ekki ein ungis bundið við hátt Bjarna. Jónas beitir hend ing um víða í
ljóðum sínum, greini lega gjarna með mark vissum hætti, svo að vart er
rétt að tala um skreyti list.
Bæði Jón Ólafsson og Guðmundur Friðjónsson benda á það einkenni
í skáldskap Jónasar að velja hljóð og hendingar við hæfi. Jón Ólafsson
segir svo í „Brjefi frá Jóni Ólafssyni til ritstjóra Bjarka“ árið 1897:50
Hvað margir hafa t.d. tekið eftir, hve mjúklega fara í máli linstafirnir
í þessum vísuorðum hjá Jónasi Hallgrímssyni í „Skjaldbreiðar“-
kvæðinu hans:
„Glöðum fágar röðul-roða
Reiðar-slóðin dal og hól“.
49 Elín Eiríksdóttir frá Ökrum (1958:34).
50 Jón Ólafsson (1897:37).