Són - 01.01.2013, Page 73
nýr Háttur verður til 71
Árið 1843 yrkir Jónas ljóðið ásta og las upp á fundi þeirra Fjölnismanna.
Varla er að efa að þeirra ljóð hefur fest hátt Bjarna enn betur í sessi.
Lítum á fyrsta erindið:53
Ástkæra ylhýra málið
og allri rödd fegra!
blíð sem að barni kvað móðir
á brjósti svanhvítu;
móðurmálið mitt góða,
hið mjúka og ríka,
Orð áttu enn eins og forðum
mér yndið að veita.
Eins og hér kemur fram gengur Jónas hér enn lengra í notkun hendinga
en í ljóðinu um Bjarna, yl:mál, blíð:móð, móð:góð, mjúk:rík, orð:forð.
Þannig verður hið gamla góss nýtt í meðförum Jónasar. ásta birtist
síðan í Fjölni sama ár.54
Líklegt er að Hans Natansson hafi lært af Jónasi. Hann yrkir árið
1864 tvö erfiljóð, eftir þá Guðmund Guðmundsson og Hallgrím lækni
Jóns son. Hendingar ganga í gegnum bæði þessi ljóð. Þannig er fimmta
erindi ljóðsins eftir Hallgrím:55
Nú er þar skarð fyrir skildi
í skáldasveit vorri,
syngur ei Hanga-týs hegri
Hallgríms ins snjalla,
enn lengi mun lifa hjá mengi
lofstír hans kvæða,
og fjörugur hugmyndir hræra
hjörtu bragvina.
Ljóðið til hennar er eftir Jón Ólafsson og heyrir til flokki angurljóða.
Ljóðið er í fimm þáttum og eru tveir þeirra undir hætti Bjarna, III og IV
þáttur, hvor um sig eitt erindi. Hér birtist fyrri þátturinn:56
53 Jónas Hallgrímsson (1989 1:166).
54 Jónas Hallgrímsson (1843:15).
55 Hans Natansson (1981:23).
56 Jón Ólafsson (1877:14).