Són - 01.01.2013, Síða 74
72 ÞÓrður HelgASon
Ástin mér brennur í brjósti,
blíð sem þú, meyja,
harmsæla hefir í barmi
hjá mér upp tendrað.
Æ eg vil til eilífðar brenna,
sá eldur er ljúfur!
Heltu nú olíu á eldinn
af ástríkum vörum.
Svo sem fram hefur komið fjallaði Jón í löngu máli um notkun hendinga
í ljóðum Jónasar Hallgrímssonar, hver áhrif þær hefðu ef notkun hljóð-
anna væri markviss. Sjá má á þessu ljóði Jóns að hann leikur listina eftir
Jónasi; ást:brjóst, harm:barm, hel:el.
Í bréfi, sem Jóhann Sigurjónsson skrifar bróður sínum, er þetta erindi
að finna:57
Væri eigi, vinur minn kæri,
vængirnir þungir,
svifi ég samstundis yfir
svellaða hjalla.
Heim til þín huga minn dreymir,
er hríðarnar kveða
lög, er þær léku á þeim dögum,
sem löngu eru gengnir.
Svo sem sjá má myndar hrynjandin að öllu leyti hátt Bjarna. Síðan blasir
við að aðalhendingar og skothendingar skiptast á líkt og í drótt kvæðum
hætti eða hrynhendum svo að vant er að sjá hvort um er að ræða afbrigði
forn háttar eða háttar Bjarna. Enginn leikur þetta afbrigði eftir Jóhanni.
Eftir Kristján frá Djúpalæk er ljóðið segðu mér, vinur. Ljóð Kristjáns
er í fjórum erindum sem hvert um sig spyr fjögurra spurninga en fátt er
um svör. Sú breyting hefur nú orðið á hættinum að Kristján gæðir hann
enda rími, oaoabcbc:58
Segðu mér, vinur, er sælan
í sólgylltum lundi?
Er hún í ungmeyjar örmum
eða indælum blundi?
57 Jóhann Sigurjónsson (1940:237).
58 Kristján frá Djúpalæk (2007:33).