Són - 01.01.2013, Page 76
74 ÞÓrður HelgASon
Langlínur
Fyrir kemur að höfundar búa háttarinn þannig úr garði að ljóst er,
þótt hrynj andin sé kórrétt í anda Bjarnaháttarins, að ljóð stafa setn ingin
gerir ráð fyrir fjórum línum í stað hinna átta. Líkast til er þá orðið um
annan hátt að ræða. Ég tek dæmi af ljóðinu knatt spyrnan eftir Einar
M. Jónsson í ljóða bókinni Þallir frá árinu 1958, um þann ugg sem fylgdi
kalda stríðinu og birtist í hundruðum ljóða og sagna á þeim við sjár verðu
tímum. Táknræn myndin er augljós; knatt spyrnu menn heyja stríð um
knött inn á vellinum – en síðan kemur í ljós að knötturinn er ekki allur
sem hann er séður, sjálfur hnötturinn okkar. Þetta minni er þekkt, t.d.
í smá sögunni „Leik föngin“ eftir Elías Mar.63 Háttur Einars er rímaður,
oooaoooa (eða, ef litið er á að hátturinn sé fjögurra lína, oaoa).64
Og tæknina hafa þeir tekið
í þjónustu sína
taumlaust. Á völlinn hver einasti
á stálklossum gengur.
Ef knöttinn þeir sprengja af hatri
og hefndum í sundur,
þá hafa þeir ekki neinn hnött
til að rífast um lengur.
Háttablöndun
Það er ekki nýtt af nálinni að setja tvo hætti í eina sæng í sama erindi;
slíkt hefur þekkst í íslenskri ljóðagerð um aldir. Bjarna hátturinn fór
ekki var hluta af þessari blöndun og því er ekki að neita að á stundum ljær
hún hættinum óvæntan styrk.
Elín Sigurðardóttir mærir Guðrúnu Lárusdóttur á 45 ára af mæli
henn ar í þriggja erinda ljóði og lætur skeika að sköp uðu um hrynj andi
Bjarna háttarins í tveimur þeim fyrstu:65
Skylt væri, skáldkonan góða,
þér skála í ljóði.
En viljinn er annað en andinn
og annað en getan. –
Þótt leirinn sé löngu frægt efni
– því leir var hafður í manninn, –
þá hrýs mér hugur að láta’ hann
hrynja o’ná blaðið.
63 Elías Mar (1983:31–42).
64 Einar M. Jónsson (1958:106–107).
65 Elín Sigurðardóttir (1936:45).