Són - 01.01.2013, Page 77
nýr Háttur verður til 75
Sjötta línan brýtur háttinn upp og glæðir hann lífi. Í öðru erindinu brýt-
ur önnur lína hrynjandina:
Heilli þig hamingjudísir!
Hylli þig skáldanna jöfur!
Lýstu með list þinni og snilli
langt út í geiminn!
Lýstu með andlegum eldi
út fyrir dauðann!
Eg lít þig með lotning í hjarta
leidda af drottni.
Jóhann Sigurjónsson harmar lát bróður síns í ljóðinu æ, hvar er leiðið
Þitt lága? í fjórum erindum. Fjórar fyrstu línurnar hvers erindis brjóta
hvergi í bága við Bjarnaháttinn utan það að Jóhann bætir í hann rími en
síðan taka við fjórar línur sem svara til stöku línanna í honum. Þannig
er fyrsta erindið:66
Æ, hvar er leiðið þitt lága?
ljúfasti bróðir?
Þar sem þú tárvota vanga
á vinblíða móður
mjúklega lagðir, er lífið
lagði þig, bróðir minn kæri,
sárustu þyrnunum sínum,
þótt saklaus og góður þú værir.
Friðrik konungur VIII sótti Ísland heim sumarið 1907 ásamt fríðu föru-
neyti danskra þingmanna og var vel fagnað. Skáldin mærðu konung sinn
að vonum. Þorsteinn Gíslason hefur mikið við og semur kvæðaflokk
Í tveimur pörtum, alls sjö þáttum undir fjölda bragarhátta, nýjum og
gömlum. Hann byrjar flokkinn svo:67
Velkominn, hilmir, af hafi!
Hingað kom enginn
Kærari. Fólkið þér fagnar,
Friðrekur kongur!
66 Jóhann Sigurjónsson (1940:210–211).
67 Þorsteinn Gíslason (1920:8–9).