Són - 01.01.2013, Page 79
nýr Háttur verður til 77
Jóhann Gunnar Sigurðsson yrkir ljóðið spurningar og svör, þar sem
hann í tveimur erindum spyr spurninga og svarar jafnharðan. Að venju
er skáldið ekki bjartsýnt á tilveru mannsins. Lok seinna erindisins lýsa
fullkominni uppgjöf; hvergi glittir í neina von:69
Hvað er sárast að syrgja?
Sakleysið horfið.
Hvað er vissast að vona?
Að vegurinn endi.
Hverju er helst við að búast?
Hvers konar böli.
Hverju er hollast að treysta?
Hættu að spyrja.
Skáldkonan Erla, Guðfinna Þorsteinsdóttir, tekur gjarna trúar- og sið-
ferði lega afstöðu í ljóðum sínum. Svo er og í ljóðinu veistu? sem lýkur
þannig:70
Hugsanir þínar í heimi,
háar og lágar,
orð þín með athafnagrúa,
afkvæmi hugans,
ávöxt til böls og bóta
bera um síðir. –
Enginn fær umflúið mikla
uppskerudaginn.
Halla Eyjólfsdóttir frá Laugabóli syngur ástarsælunni óð í ljóðinu allir
Þurfa að vita Það. Ljóðið er tvö erindi og er hið síðara þannig:71
Ó syngdu um ástina, Svanur,
á sefinu græna,
og minnstu hennar lóan mín litla
í ljóðunum þínum,
og lækur sem liðast um engi
æ láttu hennar getið
uns sofandi sandkornin skilja
hve sælt er að unna.
69 Jóhann Gunnar Sigurðsson (1943:45).
70 Guðfinna Þorsteinsdóttir (2013:104).
71 Halla Eyjólfsdóttir frá Laugabóli (1940:6).