Són - 01.01.2013, Page 101
Guðmundur Sæmundsson og Sigurður Konráðsson
„Eins og feiminn skólastrákur í
fjórða leikhluta“
Skáldskapareinkenni í íþróttamálfari
Þegar hlustað er á íþróttafréttir og íþróttalýsingar vekur strax athygli í
hve miklum mæli íþrótta frétta menn gera sér far um að vanda mál sitt,
skjóta inn skáld legu orða fari eins og rími, stuðla setningu og skáld legum
mynd líkingum. Þá vekja oft at hygli þær miklu ýkjur sem þeir nota og
hversu mikla áherslu þeir leggja á að vera fyndnir og hressir. Þetta á
senni lega best við um munn legan texta þeirra, til dæmis í beinum lýs-
ing um knatt spyrnu leikja, en við nánari skoðun sést að skrifl egur texti
þeirra stendur hinum munn lega afar nærri hvað þetta varðar.
Þetta vakti sérstaka at hygli okkar sem þessa grein ritum og þegar við
höfðum ákveðið að hrinda úr vör ítarlegri athugun á málfari fjölmiðla
um íþróttir1 þótti okkur full ástæða til að kanna sérstaklega þessi tengsl
málsniðs þeirra við skáldskap. Því spyrjum við sér staklega eftir farandi
spurningar: Hvernig speglast stílbrögð og önnur skáld skapar einkenni í mál-
fari fjöl miðla um íþróttir? Með skáld skapar einkennum er hér átt við
þrennt:
1. Rím og stuðla setningu, auk tengdra orða leikja
2. Stíl brögð eins og ýkjur
3. Myndmál og líkingar.
Að sjálfsögðu einskorðast þessi atriði ekki við skáldskap, heldur má
finna þau í öllu máli.
1 Grein þessi er byggð á nýlegri rannsókn á málfari fjölmiðla um íþróttir (Guðmundur
Sæmunds son og Sigurður Konráðs son. Væntan leg). Rannsóknar aðferðin var einkum
orð ræðu- og texta greining. Unnið var úr efni úr prent miðlum og út varpi (hljóð varpi og
sjón varpi) frá árinu 2008, auk viðbótar gagna frá árinu 2012 úr vef miðlum. – Rit rýni
Sónar eru þakkaðar mjög upp byggjandi ábendingar og Ingibjörgu Jónsdóttur Kolka,
MA í íslensku, þakk aður yfir lestur og ábend ingar.