Són - 01.01.2013, Blaðsíða 117
Þórgunnur Snædal
Úr vísnasöfnum
Rósbergs G. Snædals
Faðir minn, Rósberg G. Snædal skáld og rithöfundur (1919–1983), var
kunnur hagyrðingur á sinni tíð, vísur hans flugu víða en smellnar vísur
hafa gjarnan flogið hraðar en fuglinn yfir landið.
Hann gaf út þrjár ljóðabækur: Á annarra grjóti 1949, Í Tjarnarskarði
1957 og Gagnvegir 1979. Einnig gaf hann út nokkur vísnasöfn í vasa-
bókar broti, m.a. 101 hringhenda 1964. Óteljandi vísur eftir hann hafa birst
í dag blöðum og tíma ritum um allt land og stundum hefur höfundar-
nafnið týnst í veraldar volkinu. Þau sýnis horn af vísum hans sem hér fara
á eftir eru sótt í tvö vísna söfn sem eru í eigu okkar sex barna hans, sumar
birtar, aðrar óbirtar, en sumar vísur hans munu víst aldrei þola dagsins
ljós af ýmsum ástæðum.
Faðir minn var fæddur í Kára hlíð á Laxárdal í Austur-Húnavatns-
sýslu 8. ágúst 1919. Þegar hann var 10 ára gamall fluttu foreldrar hans að
Vesturá í sama dal. Dalurinn var þá þétt byggður og ekki jafn einangraður
og hann varð þegar vegur var lagður gegnum Langa dal og ferðir yfir
skörðin milli dalanna lögðust niður, enda fór dalurinn þá í eyði á örfáum
ára tugum. Hefur faðir minn lýst dalnum, mann lífi, bæjum og ör nefnum
í nokkrum þáttum í bókum sínum: Fólk og fjöll (1958) og Sveinn frá Eli-
vogum og fleira fólk (1973).
Þar á dalnum hefur sjálf sagt daglega verið farið með vísur nýjar
og gamlar við öll tækifæri sam kvæmt gamalli hefð, enda var næsti ná-
granni for eldra hans í mörg ár Sveinn Hannes son frá Eli vogum, en
margir í Húna vatns- og Skaga fjarðar sýslum áttu um sárt að binda and-
lega eftir bein skeittar níð vísur hans.
Afi minn, Guðni Sveins son, var nokkuð hag mæltur og til eru nokkrar
vísur og kvæði eftir hann. Sjálfsagt hefur pabbi snemma farið að setja
saman vísur, en sú eina sem mér er kunnugt um að hann hafi ort á
barns aldri er svona: