Són - 01.01.2013, Blaðsíða 118
116 ÞÓrgunnur SnædAl
Oft er blað í bókunum,
brunnið tað í maskínum,
sullugt hlað í sveitunum
súkkulaði í veislunum.
Til er heill gaman bragur sem hann orti um nokkra sveit unga sína sem
unglingur. Sá bragur er enn varla birtingar hæfur en sýnir að hann hefur
snemma farið að yrkja kersknis vísur um þá og það sem honum féll miður
eða þótti skop legt. Nærri lá að honum yrði vikið úr Reykholts skóla, þar
sem hann stundaði nám veturinn 1939–1940, fyrir að yrkja níð vísu um
matráðs konuna og þann mat sem hún bar á borð fyrir nem endur. Hann
bjargaði skóla vistinni með því að yrkja nýja vísu þar sem hann sneri
skömm unum í há stemmt lof. Sjálf sagt hefur hann ort margt annað í
skól an um eins og skóla pilta var siður, en lítið af því hefur varð veist.
Eftir nokkurn tíma í Reykja vík settist hann að á Akur eyri 1942, en á
stríðs árunum var næga atvinnu að hafa þar á sumrin. Fyrstu árin stundaði
hann far kennslu á veturna, aðal lega í Húnavatns sýslum.
Mörg skáld settust að á Akur eyri á stríðs árunum, m.a. Kristján
Einars son frá Djúpa læk á Langa nesi, Einar Kristjáns son frá Hermundar-
felli í Þistil firði og Heið rekur Guðmunds son frá Sandi í Aðal dal. Þessir
þrír og Rós berg urðu miklir vinir og skiptust stöðugt á vísum og hafa
sjálfsagt þroskað skáld gáfu hver annars með harðri gagn rýni.
Pabbi keyrði yfir leitt á Skódum sem höfðu séð betri daga og voru í
mjög mis munandi öku færu ástandi. Af því tilefni baunaði Heið rekur á
hann þessari vísu:
Onaf brekku ók með glans,
öll voru dekk með götum.
Þótt öll sé flekkuð fortíð hans
fylgir hann ekki krötum.
Rósberg svaraði með þessari kunnu vísu:
Heiðrekur á sínum SAAB
seint um bæinn æddi
suma meiddi, suma drap
suma aðeins hræddi.
Þessar vísur sýna voru hvað þeir voru óvægnir hver við annan og faðir
minn sagði seinna að vegna þess hvað þeir þjálf uðu sig í að þola hvers
kyns óþvegnar kveðjur hvor frá öðrum hafi hann ekki alltaf gert sér grein
fyrir því að aðrir væru hörund sárari og tækju nærri sér að fá í haus inn