Són - 01.01.2013, Page 122
120 ÞÓrgunnur SnædAl
Brúnir lokkar, barmur þinn
best mér geðjast, Fríða.
Dragi okkur kinn að kinn
kærleiki og blíða.
Pabbi var mjög ástríkur faðir og skemmti okkur börnum sínum enda-
laust með sögum og vísum sem hann orti um okkur og leik félaga okkar
af ýmsum tilefnum.
Einu sinni höfðum við systurnar tvær, sem þá vorum um 10 ára, verið
gerðar aftur reka frá Amts bóka safninu á Akureyri þar sem við hugð umst
fá bækur lánaðar en for eldrar urðu að ábyrgast bókalán barna sinna.
Pabbi skrifaði undir eyðu blaðið og sendi okkur með það aftur á bóka-
safnið að þessari vísu viðbættri:
Skattþegn glaður skrifar á
skuldbindingu ljósa,
látið börn mín bækur fá
bara eins og þau kjósa.
Eitt sinn sendi pabbi systur mína í banka til að fram lengja víxil og sagði
henni að af henda banka stjóranum þessa vísu:
Pyngjan mín er löngum létt
leitt er til að vita.
Þó hafa ýmsir að mér rétt
ofurlítinn bita.
Víxillinn var undireins framlengdur.
Með tímanum varð hjónaband foreldra minna stirðara, fátækt og strit
eyddi smám saman ást þeirra og þau skildu að lokum 1971.
Síðustu ár hjóna bandsins voru föður mínum mjög erfið. Vísur hans
undir fyrirs ögninni „Hjónabands vísur frá ýmsum tímum“ sýna að honum
er ljóst að sökin er einnig hans megin, en greini legt er að hver ein asti
dagur er honum þungur og að honum líður hvað verst á heimili sínu,
en mamma átti erfitt með að sætta sig við drykkju skap hans, slark og
óreiðu í fjár málum:
Við fátækt og áhyggjur, sorgir og sút
og særandi níðþungar festar
í þrotlausri vinnu ég þræla mér út,
en þó eru helgarnar verstar.