Són - 01.01.2013, Page 135
Bjarki Karlsson og Kristján Eiríksson
Braganetið
Miklar breytingar hafa orðið á gagna grunninum Braga á síðustu árum,
jafnt umgjörð sem innihaldi. Hann er óðum að breytast úr kvæðasafni
og spjaldskrá ljóða með greiningu í bragarhætti (ásamt óbraggreindu
lausavísnasafni) í vísindalega unnið net sjálfstæðra kvæða- og vísnasafna
með nákvæmari braggreiningu. Hægt er að fletta upp og leita í söfnunum
á vefslóðinni bragi.info.
Samþætting sjálfstæðra safna
Söfnin sem mynda Braganetið eru nú fjórtán:
» „Bragi – óðfræðivefur“ – safn Stofnunar Árna Magnússonar í
íslenskum fræðum.
» Átta kvæða- og vísnasöfn héraðsskjalasafna; í Kópavogi,
Mosfellsbæ, Borgarfirði, Skagafirði, Dalvíkurbyggð,
Þingeyjarsýslum, Árnessýslu og Vestmannaeyjum.
» Tvö söfn rannsóknarverkefna doktorsnema, um íslenska
dægurlagatexta og um þulur síðari alda.
» „Greinir skáldskapar“ – markaður gagnagrunnur um forn-
íslenskan kveðskap sem unnið var að í verkefninu „Sam spil
bragkerfis, hljóðkerfis og setningagerðar“ (2009–2011).
» Tvö söfn á erlendum málum; „Metrika retejo“ á esperanto og
„Skalde-Brage“ á norsku.
Hvert þessara safna lýtur sjálfstæðri ritstjórn en þau samnýta eigi að
síður ljóðasafn, lausavísnasafn, höfundatal og heimildaskrá og eru hýst
í sama gagnagrunni. Þau nota sameiginlegan hugbúnað og njóta því öll
góðs af frekari þróun hans. Hvert og eitt safn getur sparað sér skráningu
og birt kveðskap úr öðrum söfnum og eins nýtt sér það sem önnur söfn
hafa skráð í höfundatal og heimildasafn. Sérstöðu sinnar vegna samnýta
söfn á erlendum málum ekki gögn með söfnum á íslensku (öðruvísi en
með millivísunum) en nota eftir sem áður sama hugbúnað og eru hýst í
sama gagnagrunni.
Ritstjórnarstefna safnanna er nokkuð ólík. Í Braga – óðfræði vef er lögð
áhersla á fræðilega nákvæmni við skráningu og heimilda vinnu þannig
að unnt sé að vísa í hann sem áreiðanlega heimild. Reynt að draga fram
fjöl breytni í bragarháttum og yrkisefnum og að birta í safninu efni sem