Són - 01.01.2013, Qupperneq 142
140 ritStjÓrnArefni
skapur fram til 1600 greinar mun á orð myndum með fornu r og fornu ur. Jón
Helga son lagði til að skáldin hefðu hér stuðst við mis munandi tón kvæði og hefði
þá íslenska fyrir siða skipti átt sér fram burðarþátt hlið stæðan við norsk-sænska
orðtóna og danska radd glufu lokun. Hér er frekari stoðum rennt undir kenningu
Jóns, meðal annars með athugun á orðmyndum með við skeyttan greini.
Stíll og bragur
Bókin Stíll og bragur eftir Kristján Árnason fjallar um þau marg slungnu og oft
flóknu lögmál sem ein kenna form íslenskra bók mennta, bæði hvað varðar bundið
mál og óbundið. Kristján ræðir um mælsku fræði, skáld skapar fræði og stíl fræði
sem að fornu, auk heim spekinnar, lögðu grunninn að bæði bókmennta- og mál-
vísindum nútímans. Sagt er frá mælsku fræði Grikkja og Rómverja og íslenskri
skáld skapar fræði Snorra Sturlu sonar og Ólafs hvíta skálds og gerð skil grunn-
lögmálum frásagna, samtala og ljóð rænu í ljósi nútíma kenninga. Kristján fjallar
um eddu kvæði og drótt kvæði og rekur ein kenni kveð skaparins síðan allt til
dægurlaga texta nútímans.
Bókin segir frá mál legum for sendum sundur gerðar í bundnu máli. Skýrt er frá
reglum sem gilt hafa um stuðla setningu, hendingar og rím og um hrynjandi máls
og kveð skapar fyrr og síðar. Fjallað er um stíl gildi ólíkra bragar hátta og flutning
ljóða, meðal annars Passíu sálma Hall gríms Péturs sonar. Einnig er rætt um form-
þætti óbundins kveð skapar á 20. öld og tengsl eða tengsla leysi við eldri hefð.
Kristján veltir upp ýmsum spurningum í tengslum við við fangs efni sitt. Hvað
er góður stíll? Hvað er við hæfi hverju sinni í ræðu og riti og hvers vegna hentar
eitt betur en annað? Hvað er brag eyra? Hvernig verða stíl venjur og brag reglur til?
Þessar spurningar og margar fleiri eru ræddar í bókinni. Hér veltir mál fræðingur
fyrir sér form þáttum bók mennta texta og varpar sú at hugun á margan hátt nýju
ljósi á þróun og gerð íslenskra bók mennta forma. Bókin er ætluð öllum þeim sem
hafa áhuga á íslenskri bók menningu og bók mennta formum, jafnt fræði mönnum
sem áhuga sömum almenningi.
Íslensk bragfræði
Bókin Íslensk bragfræði eftir Ragnar Inga Aðalsteins son er í sjö köflum. Í fyrsta
kaflanum fjallar höfundur almennt um hina fornu braglist, sögu hennar, reglur,
frávik (leir burð) og marg umtalað brageyra sem Einar Benedikts son gerði fyrstur
manna að umtals efni og kallaði gimstein í vörslu Ís lendinga.
Kaflarnir Stuðlun, Rím og Hrynjandi bragsins eru megin uppi staða þessa
verks og þeir sem skipta mestu máli fyrir alla þá sem leggja sig eftir hefðbundnum
brag, ekki síst þá sem hafa löngun til að yrkja sjálfir. Í þessum köflum lýsir
höfundur náið helstu reglum, sem fara ber eftir – eða ekki, og öllum þeim aragrúa
hugtaka sem þeim tilheyra, hug tökum sem eru ekki á hvers manns borði en hafa