Són - 01.01.2013, Page 143
ritStjÓrnArefni 141
orðið til á löngum tíma eftir því sem fræði greinin þróaðist. Þar má nefna sem
dæmi gný stuðla, sníkju hljóða stuðlun, flat rím, sam sett rím, snið rím, þver setis rím
og rím fall. Öll þessi hugtök og fjöl mörg fleiri eru vand lega útskýrð með lýsandi
dæmum.
Í kaflanum Bragarhættir lýsir höfundur og sýnir dæmi um algengustu
bragar hætti forna og nýja, íslenska sem erlenda. Þar er að vonum fáu bætt við það
sem áður hefur verið ritað enda er þetta sú grein brag fræðinnar sem mest hefur
verið rann sökuð. Við það bætist auðvitað að bragar hættirnir skipta þúsundum.
Ragnar Ingi vekur athygli á því að lang flestir bragar hættir okkar eru nafnlausir og
mögu leikarnir á nýsköpun þar eru óendanlegir.
Kaflarnir Háttalyklar og Breytingar á skáldskaparhefðinni snúast að
mestu um sögu brag fræðinnar og upplýsa raunar mjög margt um þróunina í
aldanna rás.
Tveir viðaukar loka verki Ragnars Inga. Sá fyrri, Lærið að yrkja. Moðbása-
vísur, snýr fyrst og fremst að kennurum og byrjendum í list grein inni, ungum
sem öldnum. Moðbása vísur eru gerðar í þeim tilgangi einum að æfa vísna gerðina.
Seinni við aukinn sýnir okkur meðal annars ýmsar gerðir vísna, svo sem beina-
kerlingar vísur, draum vísur, öfug mælavísur og margt fleira. Þarna er einnig fjallað
um sitthvað sem tengist brag fræði en hefur ekki alltaf rúmast innan fræði bókanna.
Hug taka skrá fylgir í lokin með til vísunum í við komandi kafla bókarinnar.