Són - 01.01.2013, Síða 145
ritStjÓrnArefni 143
hendur skýrar reglur um upp setningu, letur og heimilda skráningu og að slíkt
verði svo samræmt í ritinu öllu.
Þá er að þessu sinni gerð tilraun til að birta rit fregnir þar sem sjónum er beint
að fræði ritum sem snerta fræða svið ljóðsins á einhvern hátt. Ástæða er fyrir því
að þessi liður var tekinn upp nú. Á tímabilinu frá því í október 2013 fram til jóla
hafa komið út þrjú fræðirit um brag fræði, þar af ein doktors ritgerð. Þessi þróun
bendir til þess að bragfræði rann sóknum vaxi nú fiskur um hrygg sem aldrei fyrr
og ritnefnd Sónar rann þá blóðið til skyldunnar að koma upplýsingum um þessi
rit til lesenda sinna.
Óðfræðifélagið Boðn
Föstudaginn 3. maí 2013 var efnt til stofnfundar félags sem hlaut nafnið
Óðfræðifélagið Boðn. Markmiðið með stofnun félagsins er að:
» efla fræðilegar rannsóknir á kveðskap og hvetja til þeirra,
» gefa út Són, ritrýnt tímarit um óðfræði,
» vera faglegur bakhjarl Braga – óðfræðivefs Stofnunar Árna
Magnússonar í íslenskum fræðum og
» halda a.m.k. árlega málþing um rannsóknir á kveðskap.
Með stofnun félagsins hefur skapast vettvangur fyrir fræðimenn, sem rannsaka
kveðskap, til þess að efla fræði sín og koma þeim á framfæri. Viðfangsefni félagsins
tekur ekki einvörðungu til bragfræði, heldur einnig hvers kyns greiningar á
kveðskap, bókmenntafræðilegrar, málfræðilegrar, þjóðfræðilegrar, sagnfræðilegrar
og svo mætti enn telja.
Fyrstu stjórn félagsins skipa þau Bjarki Karlsson, formaður; Katelin Parsons,
gjaldkeri; Haukur Þorgeirsson, ritari; Ragnar Ingi Aðalsteinsson, ritstjóri Sónar
og Kristján Eiríksson, ritstjóri Braga – óðfræðivefs.
Samhliða aðalfundinum var efnt til málþings um óðfræði og var dagskráin
sem hér segir:
Þórhallur Eyþórsson: Bylting á vinstra vængnum; bragfræði og brottfall
norrænna sagnarforskeyta.
Þorgeir Sigurðsson: Erindaskipting í dróttkvæðum og í kviðuhætti.
Y. Sesselja Helgadóttir: Áttaviti fyrir þulur.
Sveinn Yngvi Egilsson: Formleg þjóðernisbarátta? Um hlutverk
bókmenntaforma fyrir evrópskar smáþjóðir 19. aldar.
Anna Sigríður Þráinsdóttir og Ragnar Ingi Aðalsteinsson: Fjögur h í stuðla.
Kristján Jóhann Jónsson: Grátittlingur og trúarlegt stökk.
Þórður Helgason: Nýr háttur.