Nesfréttir - 01.03.2015, Blaðsíða 2
Guðmundur Ásgeirsson sem
gjarnan er kenndur við Nesskip
segir að mikil hætta kunni að
steðja að Gróttu. Lítið megi út af
bera um verðurfar til þess að eiðið
eða garðurinn sem tengir Gróttu
við Seltjarnarnes hverfi með öllu.
Hann sé að grafast niður í sandinn
og engin fyrirstaða lengur af
honum nema næst meginlandinu.
Haföldur eigi því greiða leið á
milli lands og eyjar.
Guðmundur sem er gjör-
kunnugur landslagi og sjólagi á og
við Seltjarnarens kvaðst í samtali
við Nesfréttir nýlega hafa farið
út í Gróttu. Hann segir fjöruna í
kringum eyjuna á mikilli hreyfingu.
Nú sé farið að grafast undan neðstu
röst stórgrýtisins og hleðslunnar
í kringum Albertshús og landið sé
að láta undan. Nú sé svo komið
að stóru haföldurar sem koma
úr suðvestri og einnig skörpu
öldurnar að austan fari nú óhindrað
í gegnum sundið á milli Gróttu og
fasta landsins og hrifsi efni úr eynni
hvort sem þær komi úr austri eða
vestri. Guðmundur bendir á að
þessar áttir hafi verið allsráðandi
hér við land að unanförnu og
nánast aldrei verið kyrrt veður.
Hann segir sjóinn einnig hafa verið
að skeina sandinn undan stein-
bryggjunni einkum undan grjóth-
leðslunni við efra horn hennar að
vestan og einnig undan grjóthleðsl-
unni á efstu metrunum sem ekki
geta verið góð tíðindi. Ekki þurfi
mikið til þess að steinar falli úr
hleðslunni sem erfitt geti orðið að
gera við. Guðmundur segir að fljótt
verið að bregðast við ef ekki eigi
illa að fara og í versta tilfelli gæti
Grótta – tákn Seltjarness horfið í
sjóinn í nokkrum illum eða aftaka
verðrum. Minna þurfi til að valda
þeim skaða en menn geri sér grein
fyrir. Hann minir á áralanga baráttu
Rotarymanna um að setja grjót
í garðinn á milli lands og Gróttu
en ekkert hafi enn verið gert í þá
veru. Hann segir að grjóti úr Lýsis-
lóðinni sem Seltjarnarnesbær hafi
fengið ókeypis hafi verið staflað í
bæjarlandinu ofan við Snoppu og
berndir á að nýta megi þessar grjót-
byrgðir til þess að styrkja garðinn
og hugsanlega að bjarga Gróttu
frá algerri eyðileggingu. Það verk
ætti hvorki að taka langan tíma
eða kosta mikla fjármuni. Aðeins
þurfi að taka ákvörðun um að fara
í verkið áður en það verði of seint.
ÚT GEF ANDI:Borgarblö›,Eiðistorgi13-15,170Seltjarnarnes,Pósthólf172.S: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298
RITSTJÓRI:KristjánJóhannsson•ÁBYRG‹ AR MA‹ UR:KristjánJóhannsson•BLAÐAMAÐUR: ÞórðurIngimarsson
UM BROT:ValurKristjánsson•NETFANG:borgarblod@simnet.is•HEIMASÍ‹A:borgarblod.is
Nesfréttir koma út mána›arlega og er dreift frítt í hvert hús á Seltjarnarnesi
2 Nes frétt ir
www.borgarblod.is
Bjarga verður Gróttu
Leið ari
Verður þá enginn
Gróttuviti á Nesinu?
Nesbúinn
Í síðasta tölublaði Nesfrétta var fjallað nokkuð um hið mikla landbrot sem á sér stað við strendur Seltjarnarness. Á loftmynd var sýnt hversu mikið af landi hefur tapast af völdum sjógangs á liðnum árum
og áratugum. Í þessu tölublaði segir Guðmundur Ásgeirsson oftast
kenndur við Nesskip berum orðum að fari svo sem horfir sé mikil hætta á
að hafið nái að rjúfa grjótgarðinn frá fastalandinu út í Gróttu. Ef það gerist
muni skapast hætta á að eyjan hverfi í hafið með tíð og tíma.
Guðmundur verður síst manna vændur um þekkingarleysi á sjólagi og
sjávarföllum við Setjarnarnes. Hann hefur fylgst með því lengi og lagt sig
eftir að varðveita minjar sem tengjast sjó og sjómennsku á Nesinu. Má
þar nefna leiðarmerkið á Suðurnesi og steinbryggjuna að norðanverðu.
Guðmundur bendir sjálfur á ódýra lausn. Hún er að nota grjótið sem
Seltjarnarbæ áskotnaðist við uppgröft úr Lýsislóðinni út á Granda og
geymt er á túninu fyrir ofan Snoppu. Grjótið er mikils virði ef það verður
notað til þess að styrkja sjóvarnir á Seltjarnarnesi sem engin vanþörf er á
við Gróttu sem annarsstaðar. Hann segir að nota megi þetta grjót til þess
að styrkja garðinn út í Gróttu og varna haföldunum að brjóta hann niður.
Að undanförnu höfum við verið minnt hvað eftir annað á að Seltirnin-
gar allir sem einn vilji vernda Gróttu – aðalsmerki og tákn Seltjarnarness
fyrir þeim eyðingaröflum sem í hafinu búa. Því er skorað á bæjaryfirvöld
að taka viðvaranir Guðmundar alvarlega og bregðast við í tíma.
Íþróttir og útivist
Meistaraflokkur Gróttukvenna í handbolta urðu bikarmeistarar í handbolta á dögunum. Þetta er fyrsti bikarmeistartitill Gróttu í í boltagrein í meistaraflokki og ber því að fagna. Kröftugt starf í hand-
boltanum er að skila sér. En hvert sem litið er – hvort það er til fimleika,
lyftinga, handbolta eða fótbolta hafa bæði öflugar liðsheildir og öflugir eins-
taklingar verið að koma fram og í golfinu láta menn líka til sín taka.
Og það eru ekki eingöngu keppnisíþróttirnar sem skara fram úr. Seltirn-
ingar eru einnig duglegir við að taka þátt í almenningsíþróttum – hreyfingu
og útiveru. Aðstæður til slíks eru um margt góðar þótt húsnæðisskortur sé
tekin að há fimleikunum og vallarpláss golfíþróttinni. Hvort tveggja verða
Seltirningar að taka til athugunar í framtíðinni auk þess að huga að aðstöðu
fyrir heldri borgara til hreyfingar og útiveru. Þeir mega ekki glutra því
orðspori sem bærinn þeirra hefur þegar íþróttir, útivera og almenn hreysti
er annars vegar.
Geri við allar tegundir startara, alternatora, beinar
innspýtingar, rafmagn í bílum og bátum.
Sævar
Bíla- og bátarafmagn
Sími 561-1466 - Kirkjubraut 13, Seltjarnarnesi
ra
fm
ag
n@
m
i.i
s
Hætta á að
Grótta hverfi