Nesfréttir - 01.03.2015, Side 13
Nes frétt ir 13
slóðir en það skilaði sér og maður
sér að í dag eru að koma upp
öflugar stelpur og strákar í hand-
boltanum sem hafa farið í gegnum
þjálfun hjá félaginu frá upphafi.
Sem betur fer er haldið vel utan
um þjálfunina núna og afraksturinn
er að koma í ljós. Vandinn er hins
vegar sá að allt of margir meiðast
við íþróttaiðkun. Flest þessara
meiðsla verða vegna of mikil álags á
líkamann. Fólk er með keppnisskap
en þekkir takmörkin ekki nægilega
vel. Við getum minnkað þessi
meiðsli með því að auka menntun
þjálfara og bæta þjálfunina.“
Besta aðstaðan á Nesinu
Gauti veltir fyrir sér aðstöðunni
til uppeldis og íþróttaiðkana á Sel-
tjarnarnesi. „Það sem Seltjarnarnes
hefur fram yfir flest ef ekki öll önnur
bæjarfélög er samfellan sem er á
svæðinu. Leikskólinn, grunnskólinn,
tónlistarskólinn, íþróttahúsið og
sundlaugin eru öll á sama svæðinu.
Krakkarnir geta farið beint í íþróttir-
nar eða annað eftir skóla án þess
að þurfa að fara um lengri leið.
Þetta er mikill kostur fyrir íbúana
að þurfa ekki að keyra krakkana
út og suður eftir skólatíma ef þau
stunda íþróttir, eru í tónlistarnámi
eða sinna öðru menntunar- eða
félagsstarfi. Bæjaryfirvöldum á
Seltjarnarnesi hefur auðnast að
byggja þessa samfelldu og góðu
aðstöðu upp í gegnum tíðina. Ég hef
farið víða í þeim tilgangi að skoða
íþróttaaðstöðu og fá samanburð
og ég held að ég geti sagt með
sanni að hún er vandfundnari
betri en hér á landi og þó víða
væri skoðað erlendis. Vandinn hjá
okkur er sá að við erum að leggja
allt of mikla áherslu á aðstöðu
og afreksíþróttir í stað þess að
leggja áherslu á íþróttir fyrir alla.
Það er alltof mikil áhersla lögð á
afreksíþróttirnar miðað við að það
fer aðeins lítið brot af krökkum í
þá átt. Þess vegna verður að bjóða
meiri þjálfun fyrir fjöldann. Það er
verið að eyða miklum fjármunum
í afreksþjálfun í stað þess að bæta
starfið. Stundum er búið að eyða
svo miklum fjármunum í að byggja
upp glæsilega íþróttaaðstöðu.
Ég er ekkert að lasta það en við
verðum líka að geta haldið uppi
starfi í þessum mannvirkjum sem
snýr að öllum – ekki bara þeim sem
leitast við að verða afreksmenn í
íþróttum.“
Noregur og Sjúkraþjálfun
Íslands
Gauti fór til Noregs og þjálfaði
norskt lið 1986 til 1988. Hann segir
mjög svipað að þjálfa Norðmenn
og mikill áhugi og metnaður hafi
verið á meðal liðsmanna. „Eftir
heimkomuna fór ég að vinna að því
að koma þessari sjúkraþjálfunar-
stöð Sjúkraþjálfun Reykjavíkur á
fót og byggja hana upp. Hún átti
26 ára afmæli á liðnu vori. Hér fara
nú í gegn um tvö þúsund manns á
hverju ári og á síðasta ári fóru fram
um 23 þúsund meðferðir.“ Gauti
segir stöðina í miklu samstarfi
við íþróttahreyfinguna og íþrót-
tasamböndin varðandi mælingar
og ráðgjöf. En það megi alltaf gera
meira af slíku vegna þess að við
erum búnir að festa kaup á góðum
tækjum til þess að geta mælt getu.
„Við höfum bæði verið með kraft-
mælingar og fleiri mælingar til þess
að skoða íþróttafólk og almenning
til þess að koma í veg fyrir kvilla.
Við höfum tekið að okkur að veita
ráðgjöf í fyrirtækjum. Þá tökum
við fyrir hvernig fólk beitir sér í
vinnunni og framkvæmum einnig
heilsufarsmælingar.“
Hrörnunin hefst upp úr
þrítugu
„Hrörnunin hefst upp úr
þrítugu,“ segir Gauti Grétarsson
sjúkraþjálfari þegar hann var
ynntur eftir hvernig halda beri
betri heilsu og lifa betra lífi þegar
æviárum fjölgar. „Upp úr þrítugu
fer að verða skerðing á jafnvægi
og vöðvakrafti. Það gerist meðal
annars vegna þess að þá fer
framleiðsla á vaxtarhormónum að
minnka. En við getum viðhaldið
framleiðslu þeirra með því að
hreyfa okkur. Við getum sagt að það
verði til einn skammtur af vaxtar-
hormónum þegar við framkvæmum
hreyfingu sem síðan hefur áhrif á
vöxt vöðva og eykur fitubrennslu.
Þess vegna þarf að hvetja fólk til
þess að hreyfa sig oftar. Það þarf
ekki að hreyfa sig í langan tíma í
einu heldur er betra að gera það
jafnt og þétt yfir daginn – jafnvel í
stuttan tíma í hvert skipti því það
er vaxtarhormónin sem hafa þessi
jákvæðu áhrif á alla skapaða hluti
og með jákvæðri hreyfingu og
æfingum aukum við vöðvakraftinn
og bætum jafnvægið.“
Margir standa sig mjög vel
Gauti segir að sú líkamsrækt
sem margir stunda í dag byggist á
of einhæfri þjálfun og miklu álagi.
„Við vitum ekki nóg um hvort slík
þjálfun skilar sér til baka í bættri
heilsu vegna þess að fólk þróar
með sér meiri álagseinkenni.
Markmiðið með hreyfingu á að
vera að bæta góðum árum við
lífið en ekki bara árum. Því skiptir
miklu máli þegar fólk er komið
yfir fimmtugt og jafnvel sextugt að
passa vel upp á gæðin. Með því að
bæta gæði þjálfunar þá aukast líkur
á því að fólki geti lifað lengur því
sem kalla má eðlilegu daglegu lífi,
sinnt sjálfu sér og fjölskyldu sinni
og síðast en ekki síst búið lengur
heima hjá sér þegar heldri árunum
fjölgar í stað þess að þurfa að vera
upp á aðra komin. Ég þekki fólk á
öllum aldri alveg upp fyrir áttrætt
og jafnvel um nírætt sem stendur
sig mjög vel í þeirri baráttu að
standa á eigin fótum. Ég held
að mikilvægt sé að leggja þunga
áherslu á þessa þætti þegar kemur
að málefnum eldri borgara.“
Gera eitthvað sem er
gaman
Árið 2008 voru um 11%
þjóðar-innar yfir 65 ára en eftir
15 ár eða árið 2030 er gert ráð
fyrir að þetta hlutfall hafi nær
tvöfaldast eða um 20% þjóðarin-
nar hafi náð þeim aldri. Þetta
þýðir að það verða um 65 til 70
þúsund einstakingar orðnir 65
ára og eldri. Talið berst að hjúk-
runarheimilum sem mikið er rætt
um þessa dagana. Kostnaði við
rekstur þeirra og spurninguna
um hvort og hvenær fólk eigi að
fara inn á slíkar stofnanir. „Þörfin
til þess að bregðast við þessu og
vinna að úrræðum fyrir framtíðina
eru orðin brýn. Stjórnvöld og ekki
síður sveitarfélög þurfa að fara að
sinna þessum þætti meira í ljósi
þessara mannfjöldaupplýsinga.
Vissulega munum við alltaf þurfa á
hjúkrunarheimilum að halda fyrir
fólk sem glatar heilsu sinni með
einum eða öðrum hætti en ég er
þess fullviss að með markvissri
þjálfun og hreyfingu getur margt
fólk dregið að fara á hjúkrunar-
heimili og jafnvel losnað alveg við
það. Þá skiptir miklu máli hvernig
unnið er og að gera hlutina rétt. Í
endurhæfingunni er ekki nóg að
vera inni í lokaðri stöð heldur er
ekki síður nauðsynlegt og jafnvel
nauðsynlegra að hreyfa sig utan
dyra. Hjúkrunarheimilin eru dýr í
reksri. Hvert pláss kostar umtals-
verða fjármuni og það er því ekki
aðeins ávinningur fyrir einstakling-
ana heldur fyrir samfélagið sem
heild að gera fólki kleyft að halda
heilsu sinni eins lengi og unnt
er. Þetta getur haldist í hendur.
Hvatning til fólks að huga að
heilsu sinni með meiri hreyfingu
og hvatinn til þess að geta búið
lengur heima hjá sér. Heldra fólkið
þarf að finna sér hreyfingu sem því
finnst gaman að framkvæma. Gera
eitthvað sem því finnst gaman.
Það er mjög gott að synda og gera
æfingar í vatni með vatnið sem
mótstöðu. Á Nesinu er frábær
golfvöllur þar sem gott er að ganga
og slá golfkúlur og svo er það bara
þessi almenna útivera – að ganga
og hjóla og spóka sig.“
Gauti Grétarsson ásamt samstarfsfólki í Sjúkraþjálfun Reykjavíkur.
Hlutfall heldri borgara af íbúafjölda og spá um fjölgun til ársins 2030.