Fréttablaðið - 04.03.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.03.2016, Blaðsíða 2
Þarna er um að ræða stóran samning til tíu ára sem varðar eina af okkar lykilatvinnugreinum. Svandís Svavarsdóttir alþingismaður Öryggi „Hversu miklu erum við tilbúin að fórna af friðhelgi okkar og fyrir hvað eða handa hverjum?“ spyr Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Fæstir notendur internetsins átta sig á því umfangi upplýsinga sem samfélagsmiðlar og snjallsímaöpp safna um þá og selja jafnvel til þriðja aðila. Á þriðjudag greindi Fréttablaðið frá því að hægt væri að fylgjast með nákvæmri staðsetningu fólks með einfaldri tækni. Sé fólk með kveikt á staðsetningar-stillingum í símanum sínum eru upplýsingarnar nánast undantekningalaust aðgengilegar, með einhverjum hætti. Helga segir að vandinn sé umfangsmeiri en svo að hægt sé að fylgjast með ferðum fólks. „Snjalltækin opna fyrir þann möguleika að kortleggja fólk alveg frá A til Ö. Margir hugsa sem svo að þeir hafi ekkert að fela en þegar ein- staklingar eru kortlagðir yfir langan tíma þá verður til rýni um hvaða einstaklingur þú ert. Ferðu til dæmis alltaf að skokka á morgnana, eltirðu hagstæð tilboð í netverslunum eða endarðu kvöldið ósjaldan á barn- um? Fólk er ekki meðvitað um að þessar upplýsingar ganga kaupum og sölum.“ Helga segir að þetta sé ekki ólög- legt því notendur samþykki eftir- litið sjálfir við upphaf notkunar. „Þessi öpp biðja um samþykki fyrir niðurhali, svo fylgir þessi langi texti sem fólk kannski les ekki. Þar koma fram allar þessar upplýsingar að þú sért að leyfa þessum aðilum sem framleiða öppin að fylgjast með ansi mörgu sem þú gerir. Ef þú hakar í „I agree“ þá er komin heimild sam- kvæmt persónuverndarlögum.“ Hún segir að stundum sé beðið um að geta staðsett símann við notkun appsins, aðrir hafi aðgang að internetsögu, sms-skilaboðum, tengiliðaskrá og símtalaskrá. „Eitt fyrirtæki kemst inn í símtöl og nokkur inn í myndavél. Þetta á allt að vera í þessu smáa letri.“ Vilji fólk ekkert eftirlit sé það nærri nauðbeygt til að sleppa því að nota snjalltæknina. „Segjum sem svo að þú sért ánægð með að deila upplýsingum með framleiðand- anum, en oft á tíðum er neytandinn alls ekki viljugur til að deila neinu með þriðja aðila. Þriðji aðili getur verið tryggingafélag eða annar einkaaðili. Persónuupplýsingar eru orðnar mikilvæg söluvara,“ segir Helga. Helga segir að von sé á nýjum persónuverndarlögum í Evrópu sem verði innleidd árið 2018. Vilji sé til þess að taka lögin upp hér á landi samtímis Evrópu. „Nýja lög- gjöfin er að taka miklu betur á þessu og tryggja rétt einstaklinga. Hér á landi eru allir mjög meðvitaðir um þetta. Það á að styrkja réttindi ein- staklinga.“ snaeros@frettabladid.is Persónuupplýsingar seldar fyrirtækjum Með snjalltækni geta fyrirtæki kortlagt hegðun fólks og rýnt í persónuleika. Ný persónuverndarlög í Evrópu verði innleidd 2018 til að auka einstaklingsrétt. Elísabet Jökulsdóttir og Guðbergur Bergsson eru tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Tilnefningarnar voru kynntar opinberlega í gær. Elísabet er tilnefnd fyrir bókina Ástin er ein taugahrúga. Enginn dans við Ufsaklett, en Guðbergur Bergsson er tilnefndur fyrir skáldsöguna Þrír sneru aftur. Fréttablaðið/Ernir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir von á nýjum lögum varðandi pers- ónuvernd í Evrópu. réttur einstaklinga verði betur tryggður. Fréttablaðið/VilHElm Burt með bólurnar! Náttúrulegar húðvörur Fæst í apótekum og heilsubúðum TILBOÐ FY RI R2 1 Vestlæg átt, 3-8 og víða él í dag, en bjartviðri á Norðausturlandi. Hiti kringum frostmark suðvestanlands, en annars fremur kalt. sjá síðu 24 Veður Hvaða upplýsingar geymir Facebook l Allt sem þú deilir á síðunni l Hvaða fólki þú tengist l Upplýsingar um tölvuna og símann sem þú notar l Upplýsingar frá þriðja aðila, svo sem auglýsendum l Kaupsögu þína í gegnum Facebook-síður Tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Alþingi Svandís Svavarsdóttir þing- maður hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til landbúnaðarráðherra um hvort nýir búvörusamningar samræmist loftslagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins frá 2015. Hún vill vita í hverju umhverfis- áhrif samninganna felast. Svandís segist ekki hafa ástæðu til að ætla að samningarnir standist ekki sam- komulagið. „Þarna er um að ræða stóran samning til tíu ára sem varðar eina af okkar lykilatvinnu- greinum. Það skiptir máli að þar liggi fyrir hvernig plönin ríma við loftslagsmarkmiðin.“ Svandís var umhverfisráðherra á síðasta kjörtímabili en segist ekki geta svarað því í fljótu bragði hversu mikið eða lítið íslenskur landbúnaður er umhverfisvænn. Hún segir sóknarfæri í landbúnaði þegar kemur að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Það er mjög áhugavert að sjá hver staðan er akkúrat núna. Eigum við ekki að leyfa núverandi umhverfisráðherra að svara því?“ – snæ Spyr um áhrif samninganna Svandís Svavarsdóttir þingmaður vill vita hvaða gögn liggja til grundvallar um sjálfbæra landnýtingu. Fréttablaðið/Ernir ByggðAmál Borgarráð samþykkti samhljóða á fundi í gærdag að aug- lýsa í forvali eftir aðilum til að koma á fót og reka hjólaleigu í Reykja- vík. Slíkar hjólaleigur hafa fest sig í sessi víða um heim, meðal annars á Norðurlöndunum, og er tilgangur þeirra að veita fólki aðgang að hjóli fyrir ferðir innan borgarmarkanna. Mögulegar staðsetningar, sem nefndar hafa verið,  fyrir slíkar hjólaleigur eru til dæmis í Kvosinni, við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og við Hlemm. Í september 2014 var skipaður starfshópur um hjólaleigu í Reykja- vík og var í minnisblaði hópsins lagt til að aðkoma borgaryfirvalda yrði fyrst og fremst fólgin í að skapa aðstöðu fyrir slíkar leigur, en að aðrir aðilar sjái um uppsetningu og rekstur leiganna. Í forvalinu þarf meðal annars að kanna fjölda hjóla og leigustöðva, tæknilegar lausnir og staðsetningu. – þv Hjólaleigur í Reykjavík 4 . m A r s 2 0 1 6 F Ö s T u D A g u r2 F r é T T i r ∙ F r é T T A B l A ð i ð 0 4 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :1 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 A 9 -C 5 3 0 1 8 A 9 -C 3 F 4 1 8 A 9 -C 2 B 8 1 8 A 9 -C 1 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 3 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.