Fréttablaðið - 04.03.2016, Side 4
flugmál „Það er ekki samkvæmt
íslenskum lögum að það sé hægt að
hlusta á upptökur á talstöðvarvið-
skiptum á netinu,“ segir Steinþór
Páll Ólafsson, fráfarandi formaður
Öryggisnefndar Félags íslenskra
atvinnuflugmanna, um endurvarp
og upptökur á flugfjarskiptum hér-
lendis á síðunni liveatc.net.
Hægt var um skeið að hlusta á
talstöðvarsamskipti flugmanna og
flugumferðarstjórnar hérlendis á
bandarísku vefsíðunni liveatc.net.
Vefsíðan sérhæfir sig í að endur-
varpa og gera upptökur af slíkum
flugfjarskiptum víða um heim. Segir
á síðunni að þetta sé gert til fróð-
leiks og gamans. Starfsemin byggir
á framlagi sjálfboðaliða sem nota
einfalda skannera til að nema fjar-
skiptin og veita þeim inn á netið.
Í apríl í fyrra sneri Öryggisnefnd
Félags íslenskra atvinnuflugmanna
(ÖFÍA) sér til Póst- og fjarskipta-
stofnunar og vakti athygli á starf-
semi liveatc.net hér á landi. P&S
vísaði málinu til Samgöngustofu
í maí. ÖFÍA sendi Samgöngustofu
ítrekunarbréf viku fyrir síðustu
jól. „Leynd flugfjarskipta“ var yfir-
skriftin.
„Þrátt fyrir að um afar við-
kvæmar upplýsingar sé að ræða er
varða flugöryggi hérlendis hefur
SGS [Samgöngustofa] ekki gripið
til aðgerða til að koma í veg fyrir
hlustun, upptöku, dreifingu og
vistun umræddra gagna sem eru án
nokkurra takmarkana og aðgengileg
hverjum þeim er fletta upp fram-
greindri vefsíðu,“ sagði í bréfinu
sem undirritað var af Steinþóri, for-
manni öryggisnefndarinnar.
Aðspurður vill Steinþór ekki
svara því hvernig endurvörpunin
á liveatc.net varði flugöryggi. „Allir
sem eitthvað vita um flug, þeir nátt-
úrulega skilja þetta mjög vel. Það
er ekkert eðlilegt að upptökur af
Endurvarp fjarskipta stöðvað
að kröfu atvinnuflugmanna
Félag íslenskra atvinnuflugmanna fékk því framgengt að lokað var fyrir netsíðu þar sem flugfjarskiptum
hérlendis var endurvarpað og þau vistuð. Stjórnendur síðunnar skora á íslensk yfirvöld að breyta lögunum.
Þetta svar frá þeim
um að þessi síða hafi
eitthvert gildi fyrir flugmenn
og flugumferðarstjóra stenst
engan veginn.
Steinþór Páll Ólafsson, fráfarandi
formaður Öryggisnefndar Félags
íslenskra atvinnuflugmanna
Flugumferðarstjórar í flugturninum í Reykjavík eiga mikil samskipti við flugmenn á talstöðvartíðni sem hægt er að hlusta á
með einföldum tækjum. FRéttablaðið/ERniR
samtölum séu bara aðgengilegar á
netinu,“ segir hann.
Í janúar á þessu ári varð úr að
Póst- og fjarskiptastofnun fékk
málið aftur til meðferðar. Stofn-
unin sendi liveatc.net bréf þann
26. janúar og benti á að fyrrgreind
starfsemi síðunnar stangaðist á við
íslensk lög líkt og eigi við um Bret-
land. Talsmaður liveatc.net sagðist
mundu hlíta því en sagði hins vegar
ákvörðun P&S misráðna því efnið á
vefsíðunni hefði fræðslugildi fyrir
bæði flugmenn og flugumferðar-
stjóra. Sagði hann enga hættu stafa
af starfseminni.
„Þetta svar frá þeim um að þessi
síða hafi eitthvert gildi fyrir flug-
menn og flugumferðarstjóra stenst
engan veginn,“ svaraði Steinþór
þegar P&S bar undir hann tilsvör
talsmanns liveatc.net.
Þótt liveatc.net sendi ekki lengur
út flugfjarskipti hérlendis þá geta
þeir sem eiga réttu tækin áfram
hlustað á samskiptin. Livatc.net
starfar í fjölmörgum öðrum löndum
í öllum heimsálfum, meðal annars á
öllum Norðurlöndunum, Rússlandi
og Frakklandi. gar@frettabladid.is
Liveatc.net í Evrópu
Noregur, Svíþjóð, Danmörk,
Belgía, Frakkland, Pólland, Hol
land, Finnland, Rússland, Úkraína,
Slóvakía, Makedónía, Moldóva,
Tyrkland, Sviss, Rúmenía, Port
úgal, Malta, Tékkland, Ungverja
land, Grikkland, Búlgaría, Litháen,
Lettland, Írland.
Verðið vel
Verið velkomin á bás
B1
StjórnSýSla Mennta- og menn-
ingarmálaráðherra hefur skipað
Ingva Hrafn Óskarsson formann
fjölmiðlanefndar í stað Karls Axels-
sonar sem óskað hefur lausnar.
Skipunartímabil er til ágústloka
2019.
Ingvi Hrafn er starfandi héraðs-
lögmaður. Hann sagði af sér sem
stjórnarformaður RÚV í nóvember
síðastliðnum.
Fjölmiðlanefnd annast eftir-
lit með íslenskum fjölmiðlum og
meðal annars með öllum leyfis- og
skráningarskyldum þeirra. – bá
Ingvi Hrafn yfir
fjölmiðlanefnd
ViðSkipti Íbúðalánasjóður hefur
samið við dótturfélag Seðlabankans,
ESÍ ehf., um kaup á skuldabréfum
fyrir 13 milljarða króna.
Um er að ræða sértryggð skulda-
bréf með veði í húsnæðislánum
útgefin af Arion banka hf. Samn-
ingurinn er gerður með fyrirvara
um endanlegt samþykki stjórnar
Íbúðalánasjóðs.
Sjóðurinn keypti í lok síðasta
árs sams konar skuldabréf fyrir 70
milljarða og því er alls um að ræða
83 milljarða króna viðskipti milli
sjóðsins og ESÍ á nokkrum mán-
uðum. – jhh
Kaupa bréf fyrir
13 milljarða
orkumál Fyrirhugaðar fjárfestingar
Landsnets í flutningskerfinu nema
hátt í 35 milljörðum króna næstu
þrjú árin. Þarf að fara allt aftur til
ársins 2007 til að finna sambæri-
legar fjárfestingar í flutningskerfi
félagsins.
Alls eru um ellefu milljarðar króna
áætlaðir í fjárfestingar í flutningskerfi
Landsnets á þessu ári, tæpir fjórtán
milljarðar áætlaðir á næsta ári og
tæpir tíu milljarðar árið 2018.
Verkefnið Krafla – Þeistareykir
- Bakki felur í sér byggingu tveggja
háspennulína, samtals rúmlega 61
kílómetri að lengd, og þriggja tengi-
virkja til að tengja iðnaðarsvæðið
á Bakka við Þeistareykjavirkjun og
virkjunina við meginflutningskerfið.
Áætlanir gera ráð fyrir að verkinu ljúki
í september árið 2017.
Á Norðausturlandi er lagning
háspennulínu milli Kröflu og Fljóts-
dals í undirbúningi. Línan verður
122 kílómetrar að lengd og er mat á
umhverfisáhrifum hennar á lokastigi.
Reiknað er með að framkvæmdum
ljúki árin 2017-18.
Undirbúningur framkvæmda er í
gangi vegna Sandskeiðslínu 1, sem er
27 kílómetra löng loftlína frá Sand-
skeiði að Hafnarfirði, sem þarf að
reisa svo hægt sé að fjarlægja Hamra-
neslínur 1 og 2 eins og samkomulag er
um við Hafnarfjarðarbæ. Áætlað er að
línan verði lögð árin 2017-2018.
Á Reykjanesi er meðal annars
vinna að hefjast við Suðurnesjalínu 2,
32 kílómetra langa háspennulínu frá
Hafnarfirði að Rauðamel, en unnið er
að undirbúningi Fitjalínu 3, níu kíló-
metra langs jarðstrengs frá tengivirki
á Fitjum að tengivirki Landsnets í
Helguvík. – shá
Fjárfestir fyrir 35 milljarða á þremur árum
línurnar sem verða lagðar eru 484 kíló-
metrar. FRéttablaðið/vilhElm
Eignasafn Seðlabankans er dótturfélag
bankans. FRéttablaðið/aRnþóR
4 . m a r S 2 0 1 6 f Ö S t u D a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
0
4
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:1
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
A
9
-D
8
F
0
1
8
A
9
-D
7
B
4
1
8
A
9
-D
6
7
8
1
8
A
9
-D
5
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
5
6
s
_
3
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K