Fréttablaðið - 04.03.2016, Blaðsíða 8
Romney sakar Trump
um hafa bandarísku þjóðina
að fífli og segir hann vera
svikahrapp og loddara.
menning Borgarráð hefur falið
skrifstofu eigna og atvinnuþróun-
ar hjá Reykjavíkurborg að ganga til
samninga við félagið Perlu norðurs-
ins um leigu á Perlunni en fyrirtæk-
ið hyggst setja upp veglega náttúru-
sýningu. Eigendur Perlu norðursins
eru félög sem hafa sterkan fjárhags-
legan og faglegan bakgrunn í ferða-
þjónustu og náttúrufræðum.
Reykjavíkurborg óskaði í byrjun
janúar eftir umsóknum áhuga-
samra aðila um rekstur á sýningu
í Perlunni sem fjalla skyldi á metn-
aðarfullan hátt um náttúru Íslands.
Gert er ráð fyrir því að náttúrusýn-
ing skapi nýjan og áhugaverðan
áfangastað í Öskjuhlíð sem dragi
til sín fjölda innlendra og erlendra
gesta. Perla norðursins var eini
aðilinn sem skilaði inn tillögu.
Félagið var stofnað í fyrra um
verkefnið af þremur sjálfstæðum
félögum sem öll höfðu á stefnuskrá
sinni að leggja fram tillögu að sýn-
ingu, en ákváðu að sameinast um
tillöguna sem borgarráð fjallaði um
í gær. Þau eru Landsbréf – Icelandic
Tourism Fund I, framtakssjóður
í eigu Landsbankans, Icelandair
Group og íslenskir lífeyrissjóðir,
sem hefur fjárfestingagetu upp á
rúma fjóra milljarða, Perluvinir –
80 manna hópur sem hvatt hefur
til uppbyggingar náttúrusýningar
í Perlunni, og Salta ehf. & Lapp-
land ehf. – fjárfestingafélög sem
hafa það að markmiði að fjárfesta í
ferðaþjónustu á sviði afþreyingar,
hótela og safna.
Helga Viðarsdóttir, stjórnarfor-
maður Perlu norðursins, segir það
hafa verið skynsamlegt að félögin
ynnu öll saman að verkefninu og
ráðið því að svo fór – sameinuð
væru þau fjárhagslega sterkari
og með faglegri og breiðari bak-
grunn en annars hefði verið. Helga
telur, vægast sagt, löngu tímabært
að sýning sem þessi verði í boði
hér á landi, enda litið til Íslands
vegna náttúrunnar fyrst og síðast.
Staðsetning landsins geri það að
verkum að breytingar í náttúrunni
eru ekki víða jafn greinilegar á
byggðu bóli, sem gefur fjölþætta
möguleika. „Við getum verið mið-
stöð áhugafólks um náttúru og
vísindi og sérfræðinga á þessum
sviðum. Það er ekki síst það sem
okkur langar til að gera. Þetta er
spennandi fyrir alla landsmenn,“
segir Helga.
Áætlað er að stofnkostnaður
sýningarinnar verði rúmlega 1,5
milljarðar króna, en þá hefur ekki
verið gert ráð fyrir virðisaukaskatti.
Eigendur hafa skuldbundið sig til
að leggja fram 900 milljónir króna í
hlutafé og hefur lánsfjármögnun að
upphæð 650 milljónir króna verið
tryggð. Gangi allt að óskum munu
framkvæmdir við uppbyggingu
sýningarinnar skiptast í tvo áfanga
sem mun báðum ljúka fyrir árslok
2017 en fyrstu sýningarrýmin verði
opnuð á fyrri hluta sama árs.
svavar@frettabladid.is
Náttúrusýning loks sett upp í Perlunni
Reykjavíkurborg gengur til samninga við félagið Perlu norðursins um náttúrusýningu í Perlunni, sem fyrirhugað er að opna á næsta ári.
Félagið er faglega og fjárhagslega sterkt. Stofnkostnaður er áætlaður rúmlega 1,5 milljarðar og 650 milljóna lánsfjármögnun tryggð.
Sýningin mun beita nýjustu tækni í vísindamiðlun í bland við hefðbundna sýningartækni.
mynd/Xibitz, bowen technovation og Lord cuLturaL reSourceS
Setja upp íshelli og stjörnuver
l Sýning Perlu norðursins mun leggja megináherslu á
norðurljós, jarðvarma, eldvirkni, ferskvatn, hafið, jökla,
loftslagsbreytingar og síðast en ekki síst lífríki Íslands.
l Sýningin mun beita nýjustu tækni í vísindamiðlun í
bland við hefðbundna sýningartækni. Gestum verður
auðveldað að skilja flókin fyrirbæri á einfaldan hátt svo
þeir uppgötvi nýja þekkingu.
l Sýningin mun hafa mikið fræðslugildi og nýtast skólum
vel til að fræða nemendur um íslenska náttúru.
l Sýningin mun verða mikið aðdráttarafl fyrir erlenda
ferðamenn.
l Perla norðursins mun nýta tækni sem ekki hefur sést á
Íslandi – hægt verður að skoða himinhvolfið í sérstöku
stjörnuveri (Planetarium) og settur verður upp íshellir
þar sem gestir geta kynnst því hvernig er að vera á jökli.
Þetta er spennandi
fyrir alla lands-
menn.
Helga Viðarsdóttir,
stjórnarformaður
Perlu norðursins
óperan sem þú mátt ekki missa af!
Sýningar kl. 19 í Hörpu 5. mars, 11. mars og 13. mars
Miðasala á harpa.is og tix.is
#islenskaoperan
W.A.
Mozart
„Afrek“ … „Sterk heildræn uppfærsla“ – HJ Kastljós
Tilkynning frá True Westfjords
Bolungarvík 3. mars 2016
True Westfjords ehf hefur, í samráði við Matvælastofnun, ákveðið að
stöðva dreifingu og innkalla eina tiltekna framleiðslulotu af Dropa
þorskalýsi í fljótandi formi, í 220 ml flöskum. Þessi lota er merkt
BF090117.
Ástæða innköllunar er að í ljós hefur komið að eitt gildi af þremur fyrir
þrávirk efni, samanlagt magn díoxín, fúran og díoxínlíkra PCB efna
mældist yfir leyfilegu hámarksgildi. Með öryggi neytenda í forgangi
er því ákveðið að innkalla lotuna.
Upplýsingar um vöruna;
Vöruheiti: Dropi – Pure Icelandic cod liver oil
Strikamerki: 5694110051608
Nettómagn: 220 ml
Best fyrir: 090117
Neytendum sem keypt hafa vöruna með þessum lotunúmeri er bent
á að þeir geta skilað vörunni í þá verslun þar sem hún var keypt. True
Westfjords ehf biður neytendur velvirðingar á þeim óþægindum sem
þetta hefur getað valdið.
Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri True Westfjords ehf í netfangið
anna@truewest.is
Bandaríkin Fyrrverandi for-
setaframbjóðandi Repúblikan-
aflokksins, Mitt Romney, hefur
hvatt flokksbræður sína til að hafna
framboði Donalds Trump.
Eins og er alkunna er Trump í bar-
áttu um að verða forsetaefni Repú-
blikanaflokksins og miklar líkur eru
á því að hann tryggi sér tilnefningu
flokksins, ef fram heldur sem horfir.
Romney sakar Trump um hafa
bandarísku þjóðina að fífli og segir
hann vera svikahrapp og loddara.
Þetta kom fram í ræðu Romney á
fundi í Utah-ríki í gær. Í ræðu sinni
hvetur Romney samlanda sína til að
taka réttar ákvarðanir og styðja ekki
við bakið á Trump.
Trump hefur svarað Romney á
samfélagsmiðlinum Twitter og sagði
meðal annars að Romney ætti ekki
að veita öðrum ráðleggingar varð-
andi forsetaframboð í ljósi þess að
hann hafi tapað kosningunum árið
2012 fyrir Barack Obama.
Trump brást einnig við orðum
Romneys í ræðu sem hann hélt í
Maine. „Ég studdi Mitt Romney,“
sagði Trump í ræðunni. „Nú sjáið
þið hversu trygglyndur hann er.
Hann var að grátbiðja um stuðning
minn.“
Romney telur að ef Trump hljóti
tilnefningu flokksins muni það
greiða veginn að forsetaembættinu
fyrir Hillary Clinton. Þá segir hann
einnig að Trump hafi hvorki rétta
skapgerð né dómgreind til að gegna
embætti forseta Bandaríkjanna.
M i k i l l u g g u r e r i n n a n
Repúblikanaflokksins vegna fram-
gangs Trumps í forvali flokksins og
hafa leiðtogar hans keppst við að
reyna að hægja á Trump auk þess
sem fjölmargir flokksfélagar hafa
talað gegn stefnu Trumps að undan-
förnu.
Trump varð hlutskarpastur repú-
blikana á Ofurþriðjudeginum svo-
kallaða en þar hafði hann sigur í
sjö ríkjum Bandaríkjanna í forvali
flokksins. – þv
Romney segir Trump vera loddara
mitt romney hvetur félaga í repú
blikanaflokknum til að hafna framboði
donalds trump. nordicphotoS/aFp
4 . m a r s 2 0 1 6 F Ö s T U d a g U r8 F r é T T i r ∙ F r é T T a B L a ð i ð
0
4
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:1
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
A
A
-0
0
7
0
1
8
A
9
-F
F
3
4
1
8
A
9
-F
D
F
8
1
8
A
9
-F
C
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
5
6
s
_
3
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K