Fréttablaðið - 04.03.2016, Side 11
Sölusýning á morgun
frá kl. 10 til 16.
Á morgun, laugardag, efnum við til sölusýningar
í báðum verslunum okkar, í Nóatúni 4 og í
Hlíðasmára 3.
Þar gefst tækifæri til að skoða allt það nýjasta
sem við bjóðum. Meðal annars þvottavélar,
sem skammta þvottaefni sjálfkrafa (i-DOS),
uppþvottavélar sem fengu hæstu einkunn
hjá danska neytendablaðinu, nýjustu ofnana
frá Siemens og Bosch með byltingakenndum
nýjungum, þar á meðal 4D heitum blæstri
og fleira og fleira.
Fjöldi tilboða í tilefni dagsins.
Veittur verður afsláttur af öllum vörum
sem ekki eru á Tækifærisverði.
Látið sjá ykkur og njótið dagsins með okkur!
Hlíðasmára 3 . Sími 520 3090
www.bosch.is
Sölusýning
s ý n i n g
Sölu
↣
Gerist ekki allt á minni skrif-
stofu
Halldór Halldórsson, oddviti sjálf-
stæðismanna í borginni, hefur sagt
að mikið hafi fjölgað í yfirstjórn
og nefndum hjá borginni eftir að
núverandi meirihluti tók við. Er það
þá ekki rétt?
„Nei, hann hefur aðallega verið
að tala um að það hafi fjölgað mikið
starfsfólki á skóla- og frístunda-
sviði. Það tengist á hverjum tíma
nem enda þróuninni. Ég hef sagt
við hann að mér finnist sjálfsagt
að skoða alla þróun og sjálfsagt að
spyrja gagnrýninna spurninga. Mér
finnst að ekkert í fjárhag borgarinn-
ar eigi að vera leyndarmál. Þetta á
bara að vera skýrt, gott og gegnsætt.
Við eigum að treysta okkur til að
svara hverju sem er. Ef það er eitt-
hvað sem við verðum sammála um
að megi þróast betur þá breytum
við því.“
Hver er sársaukafyllsta ákvörð-
unin í þessum niðurskurði? „Ég held
að öll starfsemi borgarinnar eða
mjög mikið af henni sé viðkvæm.
Okkur finnst minnst viðkvæmt að
spara í ráðhúsinu, í yfirstjórninni.
Þegar kemur að skólamálunum
erum við að reyna að hlífa skóla-
stofunni og spara í hinu. Betri inn-
kaup, betri nýting húsnæðis o.s.frv.
Þetta er stóra verkefnið og það
skiptir máli að virkja þekkingu og
reynslu starfsfólksins. Þetta gerist
ekki í borgarstjórnarsalnum eða á
minni skrifstofu.“
Ekkert miðað við eftir hrun
Þannig að það er of mikið af fólki
í yfirstjórn borgarinnar? „Nei, við
höfum bara ekki efni á að hafa
svona mikið af fólki. Alltaf þegar
einhver hættir reynum við að
endurskipuleggja þannig að ekki
þurfi að ráða í staðinn. Við höfum
sagt að við viljum sem mest af þessu
í gegnum starfsmannaveltu þann-
ig að uppsagnir heyri til undan-
tekninga og verði fyrst og fremst í
tengslum við skipulagsbreytingar.
Við megum ekki vera of dramatísk
með þetta eins og umræðan vill
verða. Þetta er heldur ekki nándar
nærri eins og þegar við vorum að ná
endum saman eftir hrun. Þegar við
tókum við með Besta flokknum þá
þurftum við að loka 5 milljarða gati.
Þetta eru 1,8 milljarðar.“
101 borgarstjórn?
Stundum hefur núverandi meiri-
hluti borgarstjórnar verið gagn-
rýndur fyrir að einbeita sér bara
að miðbænum og minna að öðrum
hverfum borgarinnar.
„Ég er úr Árbænum, þannig að
kannski er verið að ruglast á einu
núlli. Ég er úr 110 og er stoltur af
því. Umræðan um 101 og önnur
hverfi á sér miklu lengri rætur, held
ég. Ég held að það hafi verið tilfinn-
ing okkar sem ólumst upp í úthverf-
um að þau hverfi sætu eftir. Það tók
30-35 ár að fá almennilegt íþrótta-
hús í hverfið. Ég tók þátt í því ásamt
öðrum unglingum að sækja fyrsta
sementspokann í íþróttahúsið upp
á Akranes og hlaupa með hann í
bæinn til þess að reyna að skapa
þrýsting á borgarstjórn að hugsa
um Árbæjarhverfið. Breiðholtið
var vanrækt alveg gríðarlega lengi,
eiginlega bara skilið eftir þegar það
hafði byggst upp. Það gleymdist að
gera ráð fyrir sundlaug í Grafarvogi
þegar það var skipulagt og byggt.
Ég held að ef betur er að gáð, því
ég veit að þetta er umræðan oft, þá
hafi verið meiri athygli á þessum
hverfum heldur en oftast áður í
sögu borgarstjórnar. Fyrir utan
kannski þann tíma þegar þessi
hverfi voru að byggjast upp,“ segir
hann og nefnir Breiðholtið sem
dæmi.
„Eitt stærsta verkefni sem mér
finnst við standa frammi fyrir er að
búa til umhverfi fyrir næstu kyn-
slóðir. Búa til borgarumhverfi sem
getur keppt við aðrar borgir sem
soga til sín unga fólkið. Ef við eigum
ekki borg sem er skemmtileg, áhuga-
verð, með húsnæði á viðráðanlegu
verði, áhugaverð atvinnutækifæri,
og er í þróun sem borg þá held ég að
við töpum í þessari samkeppni.“
Grafarvog
Við erum með stórt verkefni í
pípunum – erum að semja við RVK
Studios að gera kvikmyndaver í
Grafarvogi. Nánar tiltekið í Gufunesi
þar sem gamla áburðarverksmiðjan
er. Sumir höfðu talið rétt að fara
með kúluna á þessi stóru og gömlu
hús en okkur finnst þetta rosalega
sjarmerandi. Ég get vel séð fyrir mér
að í Gufunesinu, í kringum þetta
kvikmyndaver, verði nokkurs konar
nýtt þorp skapandi greina.
Breiðholt
Ég hef kallað Breiðholtið stærsta
listasafn landsins eftir að við feng-
um myndlistarmenn til að skreyta
gafla á húsunum þar. Ég vil halda
þessu áfram. Og huga að kjörnunum
í þessum hverfum. Hvar eru hverfis-
kjarnar sem eru bókstaflega að
grotna niður? Einn var í Eddufellinu,
en við endurlífguðum hann. Það eru
fleiri kjarnar sem hugsanlega mætti
endurnýja á svipaðan hátt með því
að leyfa uppbyggingu og endur-
hugsa svæðið.
Granda
Sum svæði eiga hvorki að vera
íbúðir né hótel. Grandinn er fyrir
hafnsækna starfsemi og eitthvað
skapandi. Í Köben er þetta kallað
creative districts, þá lækkar leigan
aðeins og þetta verða aðsetur
listamanna, lítilla og meðalstórra
fyrirtækja sem eru að gera eitt-
hvað nýsköpunartengt. Þannig er
Grandinn að þróast á ótrúlega líf-
rænan og skemmtilega hátt. Það er
ekki tilviljun heldur m.a. vegna þess
að við höfum ekki leyft íbúða- né
hóteluppbyggingu þar.
D
ag
ur
u
m Við megum ekki vera of
dramatísk með þetta
eins og umræðan vill
verða. Þetta er
heldur ekki nándar
nærri eins og þegar
við vorum að ná
endum saman eftir
hrun.
f r é t t i r ∙ f r é t t A B L A ð i ð 11f Ö S t U D A G U r 4 . m A r S 2 0 1 6
0
4
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:1
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
A
9
-E
C
B
0
1
8
A
9
-E
B
7
4
1
8
A
9
-E
A
3
8
1
8
A
9
-E
8
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
3
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K