Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.03.2016, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 04.03.2016, Qupperneq 16
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is Á síðasta ári leitaði rúm milljón flóttamanna skjóls í Evrópu. Langflestir þeirra koma frá stríðshrjáðum ríkjum á borð við Sýrland, Afganistan, Írak og Sómalíu. En eru milljón flótta­ menn margir flóttamenn? Til að svara því er ef til vill rétt að setja hlutina í samhengi. Samhengið skiptir máli. Þegar haft er í huga að í heiminum eru alls um 60 milljónir flóttamanna er milljón ekki svo mikið. Og heldur ekki þegar haft er í huga að Evrópa er auðug heimsálfa þar sem eru yfir 700 milljónir íbúa. En hvað með fjölda flóttamanna á Íslandi? Eru 355 hælisleitendur sem óskuðu hælis hérlendis á síðasta ári há tala eða talan 700 sem er líklegur fjöldi hælis­ leitenda á þessu ári? Þegar haft er í huga að yfir milljón ferðamenn komu til Íslands á síðasta ári eru 700 hælis­ leitendur ekki ýkja há tala. Og kannski ekki heldur þegar haft er í huga að á síðasta ári komu fleiri ferða­ menn til Íslands heldur en leituðu hælis í allri álfunni. Flestir flóttamenn í eigin landi Það er vert að undirstrika að flóttafólk er einungis venjulegt fólk sem hefur lent í óvenjulegum aðstæð­ um og að langflestir flóttamenn eru flóttamenn í eigin landi. Á eftir þeim má nefna þann hóp flóttamanna leitar skjóls í nágrannaríkjum þar sem aðstæður geta verið bágbornar. Þar gæti jafnvel verið óstöðugt ástand í kjölfar vopnaðra átaka sem takmarka getu til að veita aðstoð. Sem dæmi má nefna að um þessar mundir búa tæpar tvær milljónir flóttamanna í smáríkinu Líbanon sem telur venjulega tæpar sex milljónir íbúa. Af þessum tveimur milljónum er rúm ein milljón Sýrlendinga. Það er flóttamannavandi í Evrópu. Vandi sem er til kominn vegna þess að fólk hefur flúið vopnuð átök í heimalöndum sínum. En áttum okkur á því að það eru ekki Evrópubúar sem þurfa að finna fyrir þessum vanda að neinu teljandi marki. Og hvað þá Íslendingar. Fólkið sem neyddist til að yfirgefa heimili sín, lífsviður­ væri, fjölskyldu og ástvini. Það finnur fyrir vandanum. Raunverulegir þolendur flóttamannavandans Fram kemur í samantekt Fréttablaðsins í gær að laun forstjóra í Kauphöll Íslands hafi á síðasta ári hækkað umfram launa­vísitölu í landinu. Meðalhækkun launa forstjóranna nam 13,3 prósentum, en meðalhækkun launavísitölu Hagstofunn­ ar var 7,2 prósent. Meðal þeirra sem eru fyrir ofan kúrfu eru formaður Samtaka atvinnulífsins, sem einnig er forstjóri Ice­ landair Group. Svo eru dæmi um aðra sem hækkuðu miklu meira. Laun stjórnarmanna skráðra félaga hækka líka samkvæmt aðalfundartillögum, eða að meðaltali um 8,6 prósent. Hækkanir þessara hópa, sem teljast verða með þeim best settu í þjóðfélaginu, virðast þannig yfir því sem samið hefur verið um á vinnu­ markaði almennt. Í blaðinu er haft eftir Þorsteini Víglundssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að mikil­ vægt sé að stjórnendur sýni gott fordæmi þegar komi að launahækkunum. Og það hafi þeir gert sé horft til launaþróunar undangenginna ára. „Þeir hafa hækkað hlutfallslega minna en aðrir launahópar í samfélag­ inu,“ segir hann. En er það í raun svo að gangi upp að horfa á hlut­ fallshækkun launa og dæma launaþróunina út frá því? Prósentuhækkunin vegur nefnilega misþungt eftir því hvaðan er reiknað. Ef launamaður með 300 þúsund krónur í laun fær 6,5 prósenta hækkun fara laun hans í 319.500. Kallar slík hækkun á að laun stjórnanda með 1,8 milljónir króna taki sömu hlutfallhækkun? Hærri launin færu þá í ríflega 1,9 milljónir króna, hækkuðu um 117 þúsund krónur á meðan launamaðurinn hækkar um rúmar 19 þúsund krónur. Við rúmlega sex prósenta hækkun á hvorum tveggja vígstöðvum eykst launamunurinn í þessu dæmi um 97.500 krónur, eða um fimmfalda þá hækkun sem launamaðurinn með þrjúhundruð­ þúsundkallinn fékk í sinn hlut. Ætlar einhver í alvörunni að halda því fram að þarna sé um að ræða þróun sem ekki stefnir í óefni? (Og þó er dæmið sem hér er upp teiknað langt frá því að vera það versta sem hægt væri að draga upp.) Væri galið að stinga upp á því að stjórnandinn og launamaðurinn skiptu hækkununum á milli sín? Ef þeir væru bara tveir myndi hvor um sig fá 68.250 krónur, en úr því hóparnir á lægri laununum eru heldur fjölmennari er dæmið aðeins flóknara en svo. Með tækni nútímans ætti að vera hægt að reikna sig í átt að meira réttlæti. Kannski er leiðin sú að ákveða að hækka hvergi laun meira en nemur hækkun lægstu launa. Í það minnsta virðist ótækt að halda endalaust úti kerfi sem byggt virðist upp til að næra græðgi þeirra sem best eru staddir. Endanlegar upphæðir skipta þá ekki miklu sem best hafa, en þá sem verst eru staddir munar um hvern þúsundkall. Gallað kerfi Væri galið að stinga upp á því að stjórnandinn og launamað- urinn skiptu hækkun- unum á milli sín? Það er flótta- mannavandi í Evrópu. Vandi sem er til kominn vegna þess að fólk hefur flúið vopnuð átök í heimalöndum sínum. Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi Nýsköpunarsjóður tónlistar – Musica Nova Styrkir vegna starfsársins 2016 Sjóðurinn auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til nýsköpunar í tónlist. Flytjendur og tónleikahaldarar geta sótt um styrk til að panta tónverk og skal styrkfjárhæðin aðeins notuð til þess. Umsækjendur ábyrgjast frumflutning verksins. Í umsókn skal taka fram: - höfund tónverks - tímalengd verks - flytjendur - hljóðfæraskipan - áætlaða tímasetningu frumflutnings - upphæð sem sótt er um Þá skal fylgja fjárhagsáætlun verkefnisins sem og ferilskrá umsækjanda (flytjanda/tónleikahaldara) Óskað er eftir því að umsóknir berist rafrænt á netfangið musicanova.iceland@gmail.com Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti, mánudaginn 21. mars 2016 www.musicanova.is Nýsköpunarsjóður tónlistar er styrktur af             Katrín vænlegur kostur Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, er að íhuga forsetafram- boð. Katrín hefur um árabil mælst sá stjórnmálamaður sem almenningur ber mest traust til en þrátt fyrir að njóta mikils persónufylgis tekst henni ekki að hífa fylgi VG upp. Andstaðan við framboð kom á óvart í gær en það var margt vinstrafólk, sem lýsti sig andvígt framboði hennar. Því finnst hún nefni- lega ómissandi af þingi. Þetta er svo týpískt fyrir hugsjónafólk vinstra megin. Það er aldrei ánægt með neitt og vill frekar hafa valdalausa konu á þingi en forseta sem getur vísað til þjóðarinnar stórum spurn- ingum um náttúruvernd og alþjóðamál. Hvar er pláss fyrir öfugsnúna á hinum pólitíska ás? Velkominn, skoðanabróðir Það var á þessum vettvangi á miðvikudag sem stungið var upp á að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gengi til liðs við nýjan flokk, Íslensku þjóðfylkinguna, því skoðanir hans á útlendingamál- um samræmast ekki frjálslyndri stefnu Sjálfstæðisflokksins. Það var sem við manninn mælt, nú hefur Íslenska þjóðfylkingin boðið Ásmund velkominn með hliðsjón af fordæmingu félaga Ásmundar á ummælum hans. Það skal áréttað hér að hug- myndin var sett fram í gríni. snaeros@frettabladid.is 4 . m a r s 2 0 1 6 F Ö s T U D a G U r16 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð SKOÐUN 0 4 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :1 9 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 A 9 -C F 1 0 1 8 A 9 -C D D 4 1 8 A 9 -C C 9 8 1 8 A 9 -C B 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 3 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.