Fréttablaðið - 04.03.2016, Side 50
Þetta snýst nú
meira um að láta
gamla drauma rætast.
Skammdegið Síðustu viku hef ég
eytt lárétt, haltrandi og töluvert örg
eftir að hið margumrædda brunasár
var dæmt skurðtækt og í kjölfarið fjar-
lægt. Nú blasir við bjartari tíð og ég
get bráðum farið að tala um eitthvað
annað, vinum og vandamönnum til
mikillar gleði, geri ég ráð fyrir. Svo var
líka að koma mars og bara orðið bjart
á morgnana og svona.
Ég kippi mér reyndar ekkert
sérstaklega mikið upp við skamm-
degið. Mér líður nefnilega alltaf eins
og gullverðlaunahafa í þessu sem í
daglegu tali er kallað lífið þegar ég
vakna á morgnana og það er enn
dimmt úti. Það að ég sé í flestum
tilfellum að vakna sirka korteri of
seint má bara liggja á milli hluta. Það
er nefnilega svo geggjað að rífa upp
augun og finnast maður vera algjör
helvítis hetja.
Þegar það er orðið bjart þegar
ég vakna upplifi ég bara ekki sömu
sætu sigurtilfinningu og mér líður
bara eins og ég hefði átt að vakna
á slaginu sex, henda í nokkrar
jógapósur í stofunni, hella upp á
Bulletproof-kaffi og hræra í einhvern
meinhollan, óætan en samfélags-
miðlavænan chia-graut. Fjarlægur
draumur sem mun sjálfsagt
aldrei verða að veruleika.
Skammdegið fer því
ekkert sérstaklega
mikið í taugarnar
á mér, mér finnst
það bara frekar
notalegt og kósí.
Plús það að
maður þarf
minna að
þurrka af
þegar það er dimmt, rykið sést
miklu síður. Pottaplönturnar mínar
eru ekki sammála mér. Ég safna
nefnilega líka svoleiðis, með sér-
stakri áherslu á þykkblöðunga
og kaktusa.
Plönturnar hafa
verið heldur framlágar
síðustu mánuði og tvær
hafa sagt skilið við
sitt jarðneska líf.
Það er auðvitað
alveg ferlegt, dregur
smá úr eigand-
anum og fær
hann til þess
að efast um
fullorðinstitilinn
sem fylgir hækk-
andi aldri. Ég
er samt búin
að vera dugleg
við að stappa í
þær stálinu og
beita öllum mínum
sannfæringarkrafti
til þess að fullvissa
þær um að von sé á
betri tíð.
lll
Hlaðvörp Ég skil ekki hvernig ég
kom hinum ýmsu heimilisstörfum í
verk áður en hlaðvörp urðu hluti af
lífi mínu. Ég á líka erfitt með að muna
hvernig ég festi svefn áður en ég byrj-
aði að hlusta á þau. Fullkomlega þess
virði þó ég ranki stundum við mér
í óþægilega ákafri andnauð sökum
hvítu heyrnartólasnúr-
unnar sem hefur
vafið sig hring
eftir hring í
kringum hálsinn á
mér á meðan ég lét
ómþýða rödd Ira
Glass svæfa mig.
Eða kannski var það
snúran sem svæfði mig.
lll
Netverslun Í upphafi nýs mánaðar
hef ég alls konar ótrúlegar hug-
myndir um alls konar eitthvað sem
ég ætla að nýta nýlega jákvæða
stöðuna á heimabankanum í.
Ég svoleiðis fletti alls konar upp
á netinu og verð uppveðruð og
dáldið æst.
Svo ætla ég auðvitað líka að eyða
í upplifanir enda á ég þann sam-
nefnara með sjálfsagt flestum að
mér finnst gaman að upplifa. Sér-
staklega skemmtilega hluti.
Það verður hins vegar sjaldan úr
þessum draumórafjárfestingum
mínum en flestar snúa þær að
viðskiptum við netverslanir. Ég
hef nefnilega aldrei keypt neitt á
netinu. Ég veit alveg að það er ekk-
ert ótrúlega erfitt að láta þennan
draum rætast og mjög margir gera
það mjög oft. Ég bara guggna ein-
hvern veginn alltaf á endanum.
Þess vegna var það áramóta-
heitið mitt að fjárfesta í einhverju
á netinu, auk þess að drekka meira
vatn. Núna er þetta líka orðið þann-
ig að mér líður eins og mín fyrsta
fjárfesting á netinu þurfi að vera
eitthvað alveg ótrúlegt, stórkost-
legt og einstakt þannig að ég er
komin í algjöra dílemmu
með þetta.
Svo ofpeppast ég
stundum dáldið –
var til dæmis orðin
talsvert æst um
daginn þegar
ég ætlaði að
fara að fjárfesta
í einhverj-
um fimm
hundruð
stykkjum af
eðalsteinum
sem ferja
átti frá Kína
í 101 Reykjavík
og ég hafði
ekki nokkra ein-
ustu hugmynd
um hvað ég ætlaði
að gera við. Þeir
voru bara svo
fallegir á litinn.
Fimm hundruð
eðalsteinar
og þunglyndir
þykkblöðungar
@gydaloa
gydaloa@frettabladid.is
Hljómsveitin Retro Stefson og tón-
listarmaðurinn Júníus Meyvant eru
á meðal þeirra sem koma fram á
Þjóðahátíð 2016. „Þetta er í þriðja
sinn sem við spilum þarna og við
hlökkum mikið til,“ segir Unn-
steinn Manuel Stefánsson, söngvari
og einn gítarleikara Retro Stefson.
Hann segir að Þjóðhátíð hafi
komið honum á óvart þegar hann
fór þangað fyrst árið 2013 til þess
að spila. „Það er ekkert svo algengt
að fólk úr hverfinu fari og spili á
Þjóðhátíð, því hverfið er einhvern
veginn frekar svona Innipúka-mið-
að en það kom okkur bara skemmti-
lega á óvart hvað þetta var flott festi-
val og mikil svona fjölskylduhátíð,“
segir Unnsteinn Manuel spurður út
í sín fyrstu kynni af hátíðinni.
Hann er ekki mikill útilegumaður
þó hann kunni vel við sig í Dalnum.
„Ó nei, ég er ekki mikill útilegumað-
ur, ég er ofnæmisbarn og rétt kíki í
hvítu tjöldin til að hitta einhverja
vini mína en svo er ég farinn,“ segir
Unnsteinn Manuel og hlær.
Um þessar mundir fagnar Retro
Stefson tíu ára afmæli sínu og segir
Unnsteinn Manuel að sveitin komi
til með að leika talsvert af nýju efni
í Herjólfsdalnum. „Við erum að
fara að spila fullt af nýjum lögum,“
retro stefson og Júníus meyvant spila á Þjóðhátíð
Retro Stefson er á leið til Eyja. fRéttablaðið/ERniR
Ó nei, ég er ekki
mikill útilegu-
maður, ég er oFnæmisbarn
og rétt kíki í hvítu tJöldin
til að hitta einhverJa vini
mína en svo er ég Farinn
bætir hann við. Síðasta ár var ákaf-
lega annasamt hjá Júníusi Meyvant
og hefur hann komið víða við í Evr-
ópu á undanförnum mánuðum.
Júníus, sem er einmitt Vestmanna-
eyingur, stimplaði sig rækilega inn
þegar hann gaf út smáskífuna „Color
Decay“ vorið 2014. „Þetta verður
í fimmta sinn sem ég fer á Þjóðhá-
tíð. Ég var meira að segja einu sinni
bílastæðavörður á Þjóðhátíð, líklega
„Ég fór bara inn á heimasíðuna þeirra
af rælni. Þar var svona linkur til þess
að hafa samband og ég hugsaði bara
með mér að það kostaði nú aldrei
neitt að spyrja þannig að ég sendi inn
fyrirspurn og þannig rúllaði boltinn
af stað,“ útskýrir hásetinn Níels
Alvin Níelsson um tildrög þess að
hann hefur nú bókað sal í Háskóla-
bíói undir tónleika með uppáhalds-
hljómsveitinni sinni, Fairport Con-
vention, þann 20. maí árið 2017.
„Ég er aðeins að hoppa út í djúpu
laugina, ég hef enga reynslu af tón-
leikahaldi en ég er með góða menn
í kringum mig sem eru búnir að gefa
mér ókeypis ráð. Þannig að ég ákvað
að stökkva af stað.“ Níels hefur hlust-
að á hljómsveitina frá 16 ára aldri eða
í rúm 30 ár. „Þeir standa fyrir tón-
listarhátíð þar sem mæta um 20.000
manns og ég hef farið þrisvar sinnum
og var alltaf með það í huganum að
það væri gaman að fá þá hingað.
Maður bara þekkir ekki markaðinn
þannig að maður er að renna svolítið
blint í sjóinn með þetta.“
„Ég tilkynnti þetta á Facebook
fyrir vini og vandamenn. Manni
finnst nú oft ekkert að marka
Facebook. Það eru kannski 100
manns sem skrá sig á einhvern við-
burð en svo mæta 20. En viðtökurnar
hafa verið góðar það sem af er og fólk
hefur verið í óðaönn að senda mér
skilaboð og biðja mig um að taka frá
miða.“
Níels segir textasmíð sveitarinnar
kostar aldrei
neitt að spyrja
Hásetinn Níels Alvin Níelsson reri á dögunum á ný mið og skipuleggur
nú sína fyrstu tónleika. Salur í Háskólabíói hefur verið pantaður en tón-
leikarnir eru með uppáhaldshljómsveitinni hans, Fairport Convention.
níels alvin er að vonum alsæll yfir því hversu vel uppáhaldshljómsveit hans tók í það að koma og spila hér á landi. Hann hefur nú
bókað sal í Háskólabíói fyrir fyrirhugaða tónleika. fRéttablaðið/StEfán
4 . m a r S 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r34 L í F i ð ∙ F r É T T a B L a ð i ð
Lífið
0
4
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:1
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
A
9
-F
B
8
0
1
8
A
9
-F
A
4
4
1
8
A
9
-F
9
0
8
1
8
A
9
-F
7
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
5
6
s
_
3
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K