Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2007, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2007, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 A . .. fc/ FRÉTTIR Deilan leyst Deilan sem kom upp innan álvers Norðuráls á Grundar- tanga í vikunni er leyst, að sögn Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness. Málið hófst þegar starfsmað- ur í kerskála setti á fót vefsíð- una stufur.is, þar sem hann bar verkstjóra í kerskála álversins þeim sökum að hann hefði við- haft bæði andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn starfsmönnum fé- lagsins, sérstaklega konum. Mál- ið hefur nú verið leyst og munu ekki verða frekari eftirmál af því. - ~tr ■"1 ! - -am Inn um glugga til að djamma Tvær ungar stúlkur brutu rúðu á skemmtistaðnum Próf- astinum í Vestmannaeyjum um síðustu helgi. Stúlkurnar höfðu reynt að komast inn á skemmti- staðinn en þær höfðu farið upp á þak og brotið þar rúðu. Upp komst þó um fyrirætlun þeirra en ekki liggur fyrir kæra vegna eignaspjalla. Þá var líkamsárás tilkynnt til lögreglunnar en hún átti sér einnig stað á Prófastinum. Þar höfðu orðið átök milli tveggja manna sem endaði með því að annar lá sár eftir. Reyndi að stinga lögguna af Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu hafði í fyrrinótt afskipti af tveimur ökumönnum sem grunaðir eru um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Annar þeirra er einnig grunaður um að hafa ekið undir áhrifum eitur- lyfla. Þegar lögregla gaf honum merki um að stöðva bifreið sína freistaðist hann til að stinga lög- regluna af. Hann virti ekki merki lögreglunnar og ók tvisvar gegn rauðu ljósi, auk þess að fara yfir á öfugan vegarhelming. Hann stöðvaði þó bifreið sína að lokum og var látinn gista fangageymsl- ur. f bflnum fundust einnig raf- tæki sem grunur leikur á að séu þýfi. Fjórtán stungu af Sjötíu og þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar um helgina og má rekja minnst fjögur þeirra til aksturs undir áhrifum áfengis eða eiturlyfja. Nokkrir voru fluttir á slysadeild en enginn slasaðist alvarlega. Flest óhöpp sem tilkynnt voru til lögreglunnar voru minniháttar en í fjórtán tilfellum stungu öku- menn brott af vettvangi áður lög- regla náði að koma á vettvang. Fréttir DV flmmm pmmmWw: flj M 1 Páll segir að aðstoðin sem Breiðavíkursamtökin hafi fengið sé skammarleg. Þeir sem voru annars staðar en á Breiðavík hafa ekki fengið næga aðstoð. Páll Rúnar Elíson, formaður Breiðavíkursamtak- anna, gagnrýnir það hversu litla aðstoð fyrrverandi vistmenn á upptökuheimilum hafa fengið. Þeir sem voru á öðrum upptökuheimilum en Breiðavík hafa verið skildir eftir úti i kuldanum. Nefnd um málið var skipuð í vor og er hún enn starf- andi. Kolbrún Halldórsdóttir gagnrýnir einnig þau úrlausnar- efni sem eru til staðar fyrir ungt fólk í vímuefnavanda. ’ DV 2. febrúar DV hóf umfjöllun um Breiðavík og önnur vistheimili 2. febrúar AÐSTOÐIN SKAMMARLEG EINAR ÞÓR SIGURÐSSON blaðamaður skiifai einaitudv.is „Þeir hafa alls ekki staðið sig vel og í raun alveg skammarlega," segir Páll Rúnar Eh'son, formaður Breiðavíkur- samtakanna. Páll segir að í vor hafi komist á samstarf milli geðdeildar Landspítalans og Breiðavíkursam- takanna um sálfræðiaðstoð fyrir fyrr- verandi vistmenn. „Þeir sem voru á Breiðavík fengu þessa aðstoð og margir þeirra eru enn þann dag í dag hjá sálfræðingi. Það gengur ágæt- lega. Framhaldið hefur svo að mínu mati ekki gengið jafnvel og þeir sem voru á öðrum heimilum standa illa þessa stundina." Páll segir að fortíðin hafi rifjast upp fyrir mörgum einstaklingum á undanförnum mánuðum og segist hann hafa fengið mörg símtöl vegna þess. „Það hefur gengið illa að ná sambandi við geðdeild Landspítal- ans. Sú sem átti að vera beinn teng- iliður á milli okkar og Landspítalans hætti störfum án þess að við vær- um látin vita. Það er að mínu mati skammarlegt." Krefst svara Kolbrún Halldórsdóttir, alþingis- maður vinstri grænna, sendi á dög- unum fyrirspurn til heilbrigðisráð- herra, þar sem hún krefst svara um' þá aðstoð sem heitið var fyrrverandi vistmönnum, aðstandendum þeirra og starfsfólki Breiðavíkurheimilisins og annarra sambærilegra vistheim- ila. „Mig langar að vita hvaða vist- heimilum þessir einstaklingar hafa tengst og hversu marga er um að ræða. Ég vil einnig vita hversu marg- ir hafa þegið þessa aðstoð," segir Kol- brún. Um þessar mundir er starfandi nefnd sem skipuð var í mars á þessu ári en hlutverk hennar er að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn. Nefndinni var í fyrstu ætí- að að kanna starfsemi vistheimilisins Breiðavíkur á árunum 1950 til 1980. Áætíað er að nefndin skili skýrslu um málið fyrir 1. janúar á næsta ári. Geðheilbrigðisþjónusta tryggð „Það sem ég er helst að vekja at- hygli á er að málefni annarra heimila sem rekin hafa verið þurfa að komast upp á yfirborðið. Meðal þeirra heim- ila má nefna Silungapoll og Kumb- aravog," segir Kolbrún. Kolbrún segir að tilgangur fyr- irspumarinnar sé ekki að fara ofan í störf nefndarinnar. Þó segist hún „Mig langar að vita það í gegnum heilbrigðis- ráðherra hversu marg- ir einstaklingar hafa þegið aðstoð og hvaða heimilum þeir hafa tengst." bíða spennt eftir niðurstöðu henn- ar í janúar. „Mig langar að vita það í gegnum heilbrigðisráðherra hversu margir einstaklingar hafi þegið að- stoð og hvaða heimilum þeir hafa tengst." Á meðan Siv 'Friðleifsdótt- ir var heilbrigðisráðherra fól hún Landækni að tryggja að geðheil- brigðisþjónusta sem boðin hefði ver- ið fyrrverandi vistmönnum Breiða- víkurheimilisins stæði einnig þeim til boða sem dvalið hefðu á öðrum vistheimilum sem rekin voru á veg- um ríkis eða sveitarfélaga á síðustu öld. Kveikjan að fyrirspurninni er því þessi fyrirætlan sem kynnt var í vor." Vantar úrlausnir Spurð um stöðuna í úrlausnum handa ungu fólki í vímuefnavanda segir Kolbrún nauðsynlegt að tryggja að heilbrigðis- og félagskerfið virki. Síðan Byrginu var lokað í byrjun aprfl á þessu ári hafa engin úrlausn- arefni fyrir ungt fólk komið í stað- inn. Á þeim tíma sem Byrginu var lokað voru hátt í áttatíu vistmenn á meðferðarheimilinu. „Að mínu mati verður að finna rót vandans og byrgja brunninn áður en verulegt heil- brigðistjón verður. Við í vinstri græn- um höfum talað fyrir því að sérstakt átak verði gert í heilbrigðisþjónustu í grunnskólum. Einnig hjá til dæmis Mæðravernd og Ungbarnaeftirlitinu þar sem vandamálin koma alla jafna fyrst upp. Þetta er angi af viðamikilli umræðu sem nauðsynlegt er að for- gangsraða." Slæm forgangsröðun Kolbrún gagnrýnir kollega sína á Alþingi og segir það vera ömurlega forgangsröðun þeirra þingmanna sem flytja ffumvarp um lausasölu á léttvíni. „Það er alveg klárt mál að það eru önnur mál sem eru miklu meira aðkallandi. Við eigum að sam- eina krafta okkar og ég trúi ekki að það sé mikill málefnalegur ágrein- ingur um betra heilbrigðiskerfi. Ef við sameinum krafta okkar í að ná lausn á þessum vanda getum við far- ið að tala um einhvern Iúxus eins og hvar eigi að kaupa brennivín." SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON, formaður menntamálanefndar Háskóli sem hluti aföðrumháskólum „Ég vil leggja því lið að efla og styrkja mennt- un í öllu landinu. Ég tel að það sé skynsamlegra að gera það með samstarfi við þá háskóla sem fyrir eru í landinu, frekar en að byggja tiltölulega lítinn háskóla frá grunni. Það er skynsamlegra fyrir kennara og nem- endur þarna vestur á fiörðum að starfa í útibúi frá öðrum háskólum. Eðli málsins samkvœmtyrði sá háskóli hluti af stœrri menntastofnun sem byggði á sterkum oggömlum merg. Það útibú sœkti þá sýna yfirstjórn og kjarnann í sinni starfsemi til háskóla sem þegar er til staðar. Kennsla og rannsóknir gætu þófarið fram á svœðinu. Það eru hérna gildandi lög um háskóla og þeir þurfa að uppfylla ákveðnar skyldur til að öðlast viðurkenningu.“ KRISTINN H. GUNNARSSON, þingmaður Frjálslynda flokksins „Ég er eindregið á þvíað þetta sé mikið gcefuspor fyrir land Tk ogþjóð efþetta nœrfram cið ganga. Það eru ífyrsta lagi ' þjóðhagsleg rök sem liggja að baki þvíþað liggur i lilutarins eðli að þetta mun leiða til aukinnar menntunar meðal TEB^ þjóðctrinnar. Þetta mttn koma til meö að aiika lands- KMimt J'rctmleiðsluna og velmegttnina íþjóðfélaginu. Þetta ent ( hin ctlmennu áltrif í öðru lagi eru þctð sértcek áhrifsem rruela með þessu og mct þar nefna landsvceðið þarsem skólinn er. Það mun styrkja svceðið mik- ið.fyrst ogfremsl með því að cí svceðinu myndi fieirafólk btia sem hefði góða þekkingu ifióknu þjóðfélagi. Það er meira aflausnum og verkefn- um sem menn geta iinniö. Þjóðfélagiö mun því styrkjast hvort sem það verður íformifiölbreytt- ara atvinnulífs eða fjölbreyttari atvinnulœki- fcerct. Ég nefni lláskólann á Akureyri sem clcemi þarsein þetta Itefur gefist mjög vel." Á AÐ vSTOFNA HÁSKOLA Á ÍSAFIRÐI? MEÐOGÁMÓTI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.