Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2007, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2007, Blaðsíða 32
 m. Ráðherraráönd- verðri skoðun Umhverfisráðherra og forsætis- ráðherra eru á öndverðri skoðun um hvort sækjast eigi eftir undanþágu frá Kyoto-samkomulaginu. „Mín skoðun er sú að við eigum að freista þess að fá aftur samþykkt íslenskt ákvæði að lokinni næstu samningalotu um takmarkanir við losun gróðurhúsalofttegunda, á grundvelli okkar sérstöðu sem við- urkennd var árið 2001," sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í svari við fyrirspurn Valgerðar Sverrisdótt- ur, þingmanns Framsóknarflokks, á Alþingi í gær. Þórunn Sveinbjarnardóttir um- hverflsráðherra hefur áður sagt að ekki ætti að sækja um slíka undan- þágu. Mislukkuð sameining Draga má í efa að sameining St. Jósefsspítala og Sólvangs hafi átt rétt á sér, segir í nýrri stjórn- sýsluúttekt Ríkisendurskoðun- ar á rekstri stofnunarinnar. Þar segir jafnframt að ekki hafi verið staðið nógu vel að undirbúningi og framkvæmdinni á sameiningu stofnananna. Starfsemi St. Jósefsspítala - Sólvangs er sögð einkennast af faglegum metnaði og góðum starfsanda. Brotalamirnar koma hins vegar í ljós þegar litið er til sameiningarinnar. Ekki hafl verið gerðar formlegar áætlanir um kostnað og tímamörk né held- ur hafi verið sett markmið um hverju sameiningin ætti að skila. Fréttablaðið tapar lesendum Fréttablaðið hefur tapað nálægt tíunda hverjum lesanda á einu ári. í nýrri mælingu Capacent kom á dag- inn að meðallestur á Fréttablaðinu var rúm sextíu prósent á tímabilinu •5m',st til október í haust, en var tæp sjötíu prósent um svipað leyti í fýrra. Meðallest- ur á Morgunblað- inu og 24 stundum mælist nánast sá sami, 43 og 42 prósent. Fyrir rúmu ári lásu 49 prósent Morgunblaðið og 46 pró- sent 24 stundir, sem þá hét Blaðið. Fréttablaðið er prentað í um 103 þúsund eintökum á degi hverjum og má því áætla að um 39 þúsund ein- tök af Fréttablaðinu fari forgörðum á degi hverjum samkvæmt útreikning- um þeirra sem til þekkja. Erþettaþá svört rjúpa? FRÉTTASKOT 51 2 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðist 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðist allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónurfýrir besta fréttaskot hvers mánaðar. FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 ■ DAGBLAÐIÐ VlSIR STOFNAÐ 1910 / / / AF RJUPNASKYTTUNUMj Landeigendur innheimtu hálfa milljón króna í veiöigjöld á umdeildu landsvæði: HEIMTUÐU VEIÐIGJ0LD TRAUSTI HAFSTEINSSON bladamadurskrifar: Landeigendumir Pétur Gíslason og Sigfús Illugason sitja fyrir rjúpnaveiði- mönnum og innheimta veiðigjald fyrir veiði í Reykj ahlíðarlandi í Mývamssveit. Þetta gera þeir þrátt fyrir ágreining um réttmæti þeirra til innheimtunnar við Dalfjall og Búrfellshraun. Veiðitímabilið hófst 1. nóvember og má veiða frá fimmtudegi til sunnu- dags um hverja helgi til loka mánaðar- ins. Um síðustu helgi greiddu ríflega 70 veiðimenn veiðigjöld hjá Pétri og Sig- fúsi. Þeir sátu fyrir veiðimönnum niðri við þjóðveg og innheimtu 7.000 krónur á mann fyrir daginn. Þessa fyrstu helgi veiðitímabilsins fengu þeir því tæpa hálfa milljón fyrir veiðigjöldin. Margir kvartað Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags íslands, segir marga ósátta veiðimenn hafa leitað til fé- lagsins síðustu ár vegna málsins. Hann segir veiðimenn telja að um almenning sé að ræða og því hafi fé- lagarnir ekki heimild tíl gjaldtöku. „Ef landeigandi getur sannanlega sýnt fram á eign sína á hann auðvitað all- an veiðirétt. Það er alveg skýrt. Ef svo er ekki, getur landeigandi ekki rukk- að veiðigjöld. f þessu tilviki fær mað- ur tilfinningu fyrir því að viðkomandi hafi séð óvænt tækifæri til tekjuöfl- unar," segir Sigmar. Pétur er ánægður með ásókn veiði- manna þessa fyrstu helgi tímabilsins. Hann viðurkennir að sumir hafi snú- ið við ósáttir þar sem þeir vildu ekki greiða gjöldin. „Ég er umsjónarmað- ur landsins sem leigutaki og á ákveð- Greiða fyrir veiðina Hluti landeigenda Reykjahlíðarlandsins í Mývatnssveit rukkar veiðigjöld í óþökk rjúpnaskyttna. inn hlut í því. Veiðirétturinn liggur hjá mér og Sigfúsi, þegar menn mæta á svæðið þurfa þeir að greiða gjöld hjá okkur" segir Pétur. Hann segir landið alls ekki almenning. Láta kæra sig Aðspurður segir Pétur flesta sætta sig við gjaldtökuna. „Við erurn niðri við þjóðveginn og gerum mönnum grein fyrir því að þeir þurfi að borga. Við tökum aðeins við aurum og helst ekki kortum. Yfirleitt borga menn bara en það eru ekki alltaf alfir sáttir. Einhverjir hurfu frá." Sigmar segir Skotveiðifélag íslands lítið geta aðhafst annað en að lið- sinna félagsmönnum við að leita rétt- ar síns. Hann telur mjög athugandi fyrir skattayfirvöld að skoða hvort tví- menningarnir gefi upp þessar tekjur. „Þetta er náttúrlega „svart" allt saman og ég veit að þeir gefa engar kvittanir. f rauninni er fátt annað í stöðunni en að veiðimenn hreinlega veiði á svæð- inu án þess að greiða veiðigjöld og láti kæra sig fyrir athæfið. Þeir sem rukka þurfa þannig að fara í mál við viðkom- andi veiðimenn og sanna rétt sinn fyrir dómi. Líkurnar á því að veiðimaðurinn vinni málið eru gríðarlega miklar" seg- ir Sigmar. Fjör á Alþingi Alþingismönnum virtist skemmt í gær þótt umræðuefnið væri alvarlegt, verðbólga og stjórn efnahagsmála. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði ríkisstjórnina ráðþrota en Geir H. Haarde forsætisráðherra gaf lítið fyrir málflutn- ing hans. Sjá bls. 2. DVmyndStefán Hafnarvörður brýtur tollalög í annað sinn: Faldi smyglið í áhaldahúsi Tómas Sigurðsson, hafnarvörð- ur á Raufarhöfn, var í gær dæmdur til að greiða 150.000 krónur í sekt fýrir tollalagabrot. Tómas keypti þrjátíu og tvo lítra af smygluðu áfengi og faldi það í læstri geymslu í áhaldahúsi sveitarfélagsins. Sjálf- ur segist hann ekki hafa keypt vínið fýrir sig heldur vin sinn sem treysti sér ekki til að sjá um kaupin sjálf- ur, þar sem sá var ekki viss um að skilja útlendingana sem áfengið var keypt af. Viðskiptin fóru fram í október í fyrra en lögreglumenn lágu í leyni og horfðu á kaupin fara fram. Sáu þeir hvar félagarnir óku að skips- hlið á flutningaskipinu Altmair sem lá við höfn á Raufarhöfn, tóku við þremur svörtum ruslapokum og óku síðan á brott. Lögreglan tók skýrslu af Smára Guðmundssyni, vini Tómasar, síðar um kvöldið, hann játaði skilyrðislaust að hafa farið með Tómasi að kaupa vínið, þeir svo farið með það í áhaldahús- ið og gengið vel frá því. Vísaði hann þeim svo á vínið. Tómas krafðist sýknu en hann telur sig ekki hafa framið brot held- ur aðeins átt hlutdeild að þessu máli. Hann ber hins vegar ábyrgð á áhaldahúsinu auk þess sem hann gegnir trúnaðarstarfi fyrir hrepp- inn. Kemur þá fram að þeir hafi ekki verið þeir einu sem keyptu áfengi, og tóbak að auki, af skip- verjum. Ahöfnin hafi sjálf séð um að vakta skipið umrætt kvöld og því ekki hægt að segja að hann hafi verið á vakt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Tómas gerist sekur um tollalaga- brot. Hann hafði áður gengist und- ir sektargjörð vegna smygls. Tvær bílveltur á skömmum tíma Lögreglan á Hvolsvelli fékk í gær tilkynningu um tvær bílvelt- ur á Mýrdalssandi með stuttu millibili. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni urðu velturnar milli klukkan ijögur og fimm síðdeg- is en báðar má rekja til þæfings- færðar og hálku. Ekki bætti úr að bílarnir voru ekki undir það búnir að aka um í hálku og snjó en báð- ir voru á sumardekkjum. Fólkið sem var í bílunum slasaðist ekki en bílarnir voru fluttir burt með dráttarbíl. Borgaði með korti annars manns Reynir Tómas Gunnarsson var í gær dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að nota greiðslukort annars manns til að borga fyrir veitingar á skemmti- staðnum Pravda fyrr á þessu ári. Hann sveik út tuttugu og fimm þús- und krónur auk þess sem hann gerði tilraun til að svíkja út tvö þúsund og tvö hundruð til viðbótar. Þetta er í annað sinn sem Reynir er dæmdur en með þessu afbroti rauf hann fyrra skilorð. Hann hefur greitt eiganda greiðslukortsins upp- hæðina til baka auk vaxta. / Litlur samlokur 399 kr. + lítid gosglas 100 kr. = 499

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.