Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2007, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2007, Side 17
DV Sport FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 17 Manchester United átti ekki í neinum vandræöum meö að vinna Dynamo Kyiv á Old Trafford í gær. Lokatölur uröu 4-0 og Manchester United er komið i 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar. Fyrsta markið Gerard Pique skoraði sitt fyrsta mark fyrir Manchester United ígærog kom liðinu á bragðið. ORUGGT HJÁ MAN.UNITED lm Mikiivæg mörk Brasilíumaðurinn Liedson skoraði bæði mörk Sporting í 2-2 jafntefli liðsins við Roma. eftir rúmlega klukkutíma leik, en fór illa að ráði sínu. Það voru hins vegar heimamenn sem skoruðu þriðja markið í leiknum. Þar var að verki Wayne Rooney sem af- reiddi fyrirgjöf frá Portúgalanum Nani í markið, með skoti frá markteigslínu. Manchester United hafði ekki sagt sitt síðasta því Cristiano Ronaldo rak smiðshöggið á 4-0 sigur liðsins og tryggði öruggan sigur. Sir AlexFerguson, stjóriManchester United, var ánægður með ungu strák- ana sem komu inn í liðið fyrir reyndari leikmenn. „Þetta voru fullkomin úrslit og tryggja okkur áfram í næstu umferð, þannig að við erum mjög ánægðir með það," sagði Ferguson. Wayne Rooney, leikmaður Manchester United, var að vonum ánægður með sigurinn en hann var ekki eins ánægður með leikaðferð Dynamo-liðsins. „Þeir sýndu engan áhuga á að spila fótbolta en við unnum okkar vinnu. Við spiluðum góðan fótbolta á köfl- um og ég er hæstánægður með 4-0 sig- ur. Nokkrir ungir strákar voru í liðinu í kvöld og þetta er góð reynsla fyrir þá," sagði hinn 22 ára gamli Rooney eftir leikinn. Roma slapp með skrekkinn Sporting frá Lissabon og ítalska lið- ið Roma skildu jöfn, 2-2, í hinum leik F-riðilsins. Þau úrslit þýða að Roma er komið með annan fótínn í 16 liða úr- slit. Roma fékk óskabyrjun í leiknum þegar Marco Cassettí kom Roma yfir á 4. mínútu. Á 22. mínútu gaf Philippe Mexes, varnarmaður Roma, Sporting mark á silfurfati þegar hann lagði bolt- ann fyrir fætur Liedsons sem skoraði af smttu færi. Liedson var aftur á ferðinni á 64. mínútu þegar hann kastaði sér ff am og skallaði boltann laglega í markið. Mín- útu fyrir leikslok varð varnarmaðurinn Anderson Polga fyrir því óláni að skora sjálfsmark og jafna metin fyrir Roma. Þar við sat, 2-2 lokatölur. Sport- ing var miklu betri aðilinn í leilöium og með réttu hefði liðið átt að vinna þennan leik. Rómverjar eru hins vegar lítíð að velta sér upp úr því, enda í góðri stöðu eftír jafhteflið. DAGUR SVEINN DAGBJARTSSON blaðamadur skrifar: dagur(g>dv.is Manchester United tryggði sér sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evr- ópu með 4-0 sigri á úkraínska liðinu Dynamo Kyiv. Roma er í vænlegri stöðu eftír 2-2 jafntefli við Sporting í Portúgal, þar sem Sporting var mun betri aðilinn. Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, ákvað að hvíla nokkra leikmenn í leiknum í gær. Þar á meðal Owen Hargreaves, Ryan Giggs og Rio Ferdinand. í stað þeirra léku meðal annars Danny Simpson og Gerard Pique. Það var einmitt Pique sem skor- aði fyrsta markið á 31. mínútu. Eftir skalla að marki Dynamo Kyiv hafn- aði boltinn í Carlos Tevez og það- an hrökk hann til Pique sem skor- aði. Tevez var hins vegar rangstæður þegar hann fékk boltann í sig og því hefði markið aldrei átt að standa. Sex mínútum síðar bætti Tevez við marki fyrir Manchester United. Tevez fékk boltann á miðju vallarins og eftír laglegt þríhymingaspil við Wayne Rooney skoraði Tevez. 2-0 var staðan í hálfleik fyrir Manchester United. Tomasz Kuszczak kom inn á sem varamaður fyrir Ed- win van der Sar markvörð. Ekki er vit- að hvort van der Sar er meiddur eða hvort Ferguson hafi aðeins viljað gefa Kuszczak tækifæri. Þrátt fyrir að vera 2-0 undir neit- aði Dynamo Kyiv að gefast upp. Liðið sóttí í sig veðrið og Diogo Rincon fékk úrvals tækifæri til að minnka muninn Arsenal bauð ekki upp á sömu flugeldasýningu og síðast gegn Slavia Prag: ARSENAL ÁFRAM Arsene Wenger stýrði sínum 100. leik í Meistaradeildinni þegar Arsen- al gerði 0-0 jafntefli við Slavia Prag. Arsenal réð lögum og lofum allan leikinn, var mun meira með boltann en skapaði sér ekki nein frábær færi. Fabregas, Toure, Rosicky og Hleb voru hvíldir og minnti byrjunarlið Arsenal á deildarbikarleik og fjöl- margir spiluðu sinn fyrsta Meistara- deildarleik. Arsenal réð ferðinni en Slavia fékk fyrsta færið í leiknum. Almunia bjargaði svo vel eftír hálf- tíma leik þegar Senkerik slapp í gegn en Almunia stóð vaktína vel og varði. Síðari hálfleikurinn hófst með lát- um, þó ekki frá leikmönnum held- ur ffá veðrinu. Það byrjaði að rigna eins og hellt væri úr fötu og þvð var það eina skemmtilega við leildnn. 0- 0 og ekkert nema stórslys getur kom- ið í veg fyrir að Arsenal komist áfram. Þeir þurfa aðeins eitt stíg í viðbót tíl að komast í 16 liða úrslitin. í hinum leik riðilsins mættust Staua frá Búkarest og Sevilla. Leik- urinn var í raun eign Spánverjanna frá upphafi til enda og lauk með sigri þeirra 2-0. Renato skoraði fyrsta mark leiksins eftír að Robinson Zap- ata gat ekki haldið skalla Christians Poulsen. Síðara mark leiksins var gull af marki. Snöggspil leikmanna Sevilla kom heimamönnum algjör- lega í opna skjöldu og þeir gátu lítið annað gert en að fylgjast með bolt- anum, misstu hreinlega af mönnun- um. Aftur var það Renato sem skor- aði eftir að Jesus Navas hafði þrumað boltanum í hausinn á honum og í netíð. benni@dv.is Ekki eins og síðast Arsenal náði stigi með varaliði sinu gegn Slavia Prag. ÍÞRÓTTAM0LAR ALVES EKKIA FÖRUM? Gertjan Verbeek, þjálfari Heerenveen, vísaröllum sögusögnum á bug um aðfélagið hafi þegarselt Brasilíumanninn Afonso Alves í ensku úrvalsdeild- ina. Hann er nú um stundirtalinn meðal bestu framherja í Evrópu og hefur skorað 44 mörk í 35 leikjum með Heerenveen. Middlesbrough og Manchester City eru meðal þeirra liða sem eru á eftir honum og í síðustu viku bárustfregniraf því aðjafnvel væri búið að ganga frá kaupum á kappanum en svo ku ekki vera. BERBSIPLÖNUM TOTTENHAM Gus Poyet sem nýlega var ráðinn í þjálfarateymiTottenham neitar því að Dimitar Berbatov sé á förum frá liðinu.Búlgarinná enneftiraðfinna sitt besta form á leiktímabilinu og orðrómurum að hannséáleiðfrá félaginu hefur magnastað - * undanfömu eftir að Juande Ramos var fenginn sem framkvæmdastjóri Tottenham.„Allir eru að tala því það styttist í að félagsskipta- glugginn opnist að nýju. En frá okkar bæjardyrum séð er Berba hér, og við stólum á hann líkt og aðra framherja okkar. Þú getur ekki stöðvað sögusagn- ir, þær eru bara hluti af þessum heimi sem við knattspyrnumenn lifum í, en það er ekkert til í því að hann sé að fara," segir Poyet. JEWELL ÚTILOKAR EKKIAÐ STJÓRNA WIGAN Paul Jewell, fyrrverandi stjóri Wigan, útilokar ekki að koma tii liðsins að nýju. Jewellergóður vinur Daves Whelan stjórnar- formannsWigan og hann er sterklega orðaður við stjórastarfið. „Eftir sex mánaða frifrá knattspyrnu erégtilbúinn að snúa til baka í vinnu. Þvf mun ég skoða öll tilboö sem mér berast héðan í frá," segir Jewell sem sagði starfi sínu lausu sem stjóri liðsins innan við sólarhring eftir að hann bjargaði liðinu frá falli á síðustu leiktíð. IRELAND SLEPPUR VIÐ REFSINGU Stephen Ireland (Sólon íslandus) sleppurmeðáminningufyrirað hafa girtniðurum sig brækurnar þegar hann fagnaði sigurmarki ManchesterCityá móti Sunderland. ( yfirlýsingu frá GordonTaylorsem • starfar innan enska knattspyrnu- sambandsins kemurffam að áminning dugi að þessu sinni.„Mér finnst það sanngjart að gefa honum einungis áminningu," segir Taylor. Ireland hefur þegar lent í vandræðum á þessari leiktfðfyrirað Ijúga til um að amma hans hefði látist til þess að sleppa við að keppa meö írska landsliðinu gegnTékkum. Hið rétta var að kærastan hans missti fóstur. STJÓRNIN STYÐUR ALLARDYCE Þrátt fyrir að Sam Allardyce hafi einungis verið í stjórastöðunni hjá Newcastle í sex mánuði hefur stjórn liðsins komið fram og birt yfirlýsingu til stuðnings þjálfaranum. Sem stendurerliðiðí tfunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en margir stuðningsmanna liðsins urðu æfir eftir að liðið tapaði 1 -4 fyrir Portsmouth.„Við munum ekki koma með neinar illa fgrundaðar ákvarðanir núna. Við lítum á það sem langtímamarkmið að koma félaginu f hóp þeirra bestu og jafnvel þó stuðningsmenn liðsins séu réttilega óánægðir með frammistöðuna í sföasta leik stöndum við á bakvið Allardyce," segir Chris Mort stjórnarformaður Newcastle.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.