Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2007, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2007, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 Fréttír DV Jón Magnússon, alþingismaöur Frjálslynda flokksins, telur rétt aö afnema verðtryggingu enda leiði hún aðeins til þess að almenningur tapi með stóraukinni greiðslubyrði á fasteignalánum. Ólafur ísleifsson lektor telur hins vegar óraunhæft að afnema verðtrygginguna. Það er margfalt hagstæðara að taka fasteignalán í erlendri mynt þar sem verðtryggingin stuðlar að okurlánum íslenskra banka. VERÐTRYGGINGIN BITNARAALMENNINGI VALGEIR ÖRN RAGNARSSON bladnmadur skrifar: valgeiwdvJs „Ég tel að það væri réttast að afnema verðtrygginguna enda hefur það sýnt sig í mannkynssögunni að hún geng- ur aldrei nema sem skammtímalausn undir vissum kringumstæðum," seg- ir Jón Magnússon, alþingismaður Frjálslynda flokksins. Núgildandi verðtrygging lána er að mati Jóns út í hött, því hún leiðir aðeins til stórauk- innar greiðslubyrgði lántakenda af fasteignalánum. Á sama tíma hagn- ast lánveitendur mikið. „Verðtrygg- ingin var aðeins sett á vegna þess að menn treystu einfaldlega ekki krón- unni sem gjaldmiðli. Það má segja að á fslandi séu tveir gjaldmiðlar, verðtryggð króna og óbreytt króna," segir hann. Frá árinu 2000 hefur vísitala neysluverðs til verðtryggingar hækk- að um 37,3 prósent á meðan enskt pund hefur hækkað um 3 prósent en bandaríkjadollari lækkað um 27 prósent. „Þessi vísitala hækkar meira en nokkur gjaldmiðill í okkar heims- hluta og það er enginn gjaldmið- ill sem stenst þeirri vísitölu snúning '4 8 ’ / ' fi Jón Magnússon „Á sama tfma eru lán sem tekin eru í íslenskum krónum ennþá að hækka." sem hækkar lánin okkar í hverjum mánuði." Óraunhæft að afnema verðtrygginguna Ólafur ísleifsson lektor við Við- skiptadeild Háskólans í Reykjavík tekur að mörgu leyti undir með Jóni. „Það er ekki fráleitt að tala um tvo gjaldmiðla í landinu, annars vegar óbreytta krónu og hins vegar verð- Ólafur (sleifsson Verðtryggingin veldur því að lífeyrissjóðirnir eru jafnsterkir og þeir eru núna, segir Ólafur. tryggða krónu. Við höfum haft þessa tvo gjaldmiðla um nokkurra áratuga skeið." Hann telur aftur á móti ekki hlaupið að því að afnema verðtrygg- inguna. „Hún hefur haft það í för með sér að lífeyrissjóðimir eru jafn sterk- ir og þeir eru núna og menn gætu ekki tekið lán til langs tíma í íslensk- um krónum nema með möguleika á verðtryggingu." Hann segir skýring- una á hækkun verðtryggingarinnar felast í allt of hárri verðbólgu og óvar- legri hagstjóm sem hefur verið mikill skaðvaldur fyrir hag fýrirtækja. Níu milljónir króna bætast ofan á Þessi óstöðugleiki hefur það í för með sér, að mati Jóns, að það er nán- ast útilokað að ekki sé hagkvæmara að taka fasteignalán í erlendri mynt. Ef dæmi er sett upp þar sem lántak- andi tekur 25 milljóna króna lán til tuttugu og fimm ára, þá hefur verð- trygging lána haft það í för með sér að fasteignalánið hækkar um 37,5 prósent, eða um níu milljónir króna. „Sá sem tók slíkt lán í erlendri mynt, segjum í enskum pundum, hefur greitt einn hluta af tuttugu og fimm milljóna króna höfuðstól á hverju ári. Árið 2007 væm því 18 milljónir króna eftir. Á sama tíma eru lán sem tekin em í íslenskum krónum ennþá að hækka." Hann segir það augljóst að á síð- ustu ámm hefúr það verið margfalt hagkvæmara að taka lán í erlendum gjaldmiðli, því það er enginn gjald- miðill sem er eins óhagstæður fyrir lántakann og vísitala neysluverðs til verðtryggingar. Jón lfldr verðtryggingunni sem „Verðtryggingin varað- eins sett á vegna þess að menn treystu einfald- lega ekki krónunni sem gjaldmiðli. Það má segja að á íslandi séu tveir gjaldmiðlar, verðtryggð króna og óbreytt króna GENGI OG VERÐTRYGGING frá 2000-2007 37,3% K Bandarískur dollari nú er í gildi við aðgerðir Hammúr- abí konungs í Babýlon árið 1750 fýrir Krist sem reyndi að binda verð allra hluta þannig að sama verðhlutfall var alltaf fyrir hendi. Dauðarefsing lá við frávikum frá því kerfi. „Tæp- lega fjögur þúsund ámm seinna hef- ur lítið breyst í heiminum. Samfélög- in stækka og reikniaðferðirnar verða flóknari en bullið er alltaf það sama. Það er algjört hagsmunamál að leysa úr þessum vanda." Utanríkisráðherra vill beita sér fyrir stjórnarskrárbreytingu á yfirstandandi kjörtímabili: Óvissa um framtíð stjórnarskrárnefndar „Það virðist ríkja óvissa um þetta nefndarstarf og hvort þessi nefnd eigi að halda áfram störfum," segir Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Fram- sóknarflokksins. Siv hefur sent fyrir- spurn til forsætisráðherra um störf stjórnarskrámefndar. Vill hún vita hvernig störfum nefndarinnar mið- ar en hún hefur það hlutverk að end- urskoða stjórnarskrá lýðveldisins fs- lands. Nefndin var skipuð af forsætis- ráðherra í ársbyrjun árið 2005 og er formaður hennar Jón Kristjáns- son, fyrrverandi þingmaður og ráð- herra. Jón lýsti því yfir fyrir skömmu að hann hefði ekkert heyrt frá for- sætisráðherra varðandi framhald- ið á störfum nefndarinnar. Siv segir að næstu verkefni nefndarinnar liggi ekki fyrir eða þá hvort hún eigi að halda áfram störfum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra hefur lýst því yfir opin- berlega að hún vilji færa í stjórn- arskrána breytingar þannig að hún heimili yfirþjóðlegt vald. „Þetta yfirþjóðlega vald er þá í tengslum við umræðuna um aðild að Evrópu- sambandinu. Hún hefur gefið það til kynna að æskilegt sé að gera þess- ar breytingar á yfirstand- i andi kjör- tímabili. Það er mjög forvitni-1 legt að vita hvað forsætisráðherra hefur hugsað sér í þessu sambandi, hvort hann styðji það að við gerum breytingar á stjórnarskránni." Ingibj örghefursagtaðhún vilji beita sér fyrir stjórnar- slórárbreytingu sem auð- veldi þátttöku í yfirþjóð- legu samstarfi, svo sem innan Evrópusambandsins. Breytingin á stjórnarskránni myndi því auðvelda þátt- töku í alþjóðlegu samstarfi, j svo sem innan Evrópusam- í bandsins. Til að sú breyting gæti tekið gildi eftir næstu ‘ kosningar þyrfti það að ganga frá málinu fyr- ir lokþessa kjörtímabils. „Tilefni þessarar fyrir- nefndarinnar segist lítið hafa heyrt spumar er því þessi óvissa um þetta um framhaldið og því verður athygl- nefndarstarf og hver næstu störf isvert að sjá með framhaldið." þessarar nefndar verða. Formaður einar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.