Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2007, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR.8. NÓVEMtJEH 2007
F/éttir QV
Talsmaður neytenda og Samtök verslunar og þjónustu hvetja verslanir til að láta viðskiptavini fá vörustrimil
um leið og greiðslukvittun. Þannig sé hægt að tryggja samræmi á milli kassaverðs og hilluverðs áður en
kvittað er fyrir greiðslu. Biðraðir í verslunum geta lengst í kjölfar þess að fólk fer yfir strimilinn áður en það
borgar. Gísli Heiðar Bjarnason hjá Kaupási segir segir að til að það megi verða þurfi að fara út í kostnaðar-
samar endurbætur á tölvukerfum verslana.
DÝRT AÐ UPPLÝSfl NEYTENDUR
ERLA HLYNSDOTTIR
bladamadur skrifar: erla@dv.is
„Hjá okkur er ekki hægt að taka
strimilinn fyrr en afgreiðslu er lokið.
Mér finnst þetta hins vegar gott mál
og við munum bregðast hratt við,"
segir Guðmundur Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Bónuss. Samtök versl-
unar og þjónustu hafa fallist á til-
mæli Gísla Tryggvasonar, talsmanns
neytenda, um að neytendur fái vöru-
strimil um leið og greiðslukvittun til
að tryggja samræmi milli kassaverðs
og hilluverðs.
Samtökin ætla einnig að koma til
móts við þá ósk talsmanns neytenda
að kynna tilmælin og hvetja verslanir
til að fara eftir þeim.
Hvatning fyrir verslanir
„Bara möguleikinn á að geta nýtt
sér þetta stuðlar vonandi að samræmi
í raun. Ef möguleikinn er útilokaður
hefur verslunin ekki jafn mikla hvam-
ingu til að hafa samræmi á milli kassa-
verðs og hilluverðs," segir Gísli.
Skiptar skoðanir hafa verið um
þessa leið til að bregðast við alkunnu
misræmi á verði í hillu og á kassa
vegna þeirra tafa sem hún kann að
valda. Biðraðir í verslunum lengjast
óhjákvæmilega á annatímum ef all-
ir viðskiptavinir fara vandlega yfir
vörustrimil áður en skrifað er undir
greiðslukvittun.
„Ég hef hikað við að grípa til þessa
vegna hugsanlegra tafa," segir Gísli.
Hann efast þó um að allir viðskiptavinir
muni alltaf fara yfir strimilinn áður en
þeir greiða fyrir vöruna og býst við að
fólk geri það frekar þegar það er með
fáar vörur eða fáir á eftir því í biðröð.
Tafir fyrst um sinn
Þó að aðeins sumir neytendur
nýti sér þennan kost í raun og kanni
í sumum tilvikum ef til vill aðeins til-
tekna vöruliði er það mat Gísla að
þessi breytíng sé tíl þess fallin að auð-
velda neytendum sjálfsagt aðhald og
að hvetja verslanir tíl þess að tryggja
Kavanagh Swcat
8990kr
Switchfoot 2
6990kr
Carabina Denim
7890kr
Zedowa
Pull On Boot
9290kr
MareeTee
3890kr
High Crinkle Leather Boot
10.690kr
Ardal Granddad Shirt
5990kr
Kringlunni sfmi 553-5020
samræmi milli hilluverðs og kassa-
verðs eins og skylt er.
Guðmundur hjá Bónus hefur ekki
miklar áhyggjur af töfum: „Þær gætu
orðið einhverjar fyrst um sinn. En
þetta verður að koma í ljós."
Gísli Heiðar Bjamason sem sér um
tölvukerfi Kaupáss segir að tíl að þetta
megi verða þurfl að endurnýja tölvu-
kerfi verslananna. „Það þarf að upp-
færa kerfið í hverjum einasta kassa
í hverri einustu búð. Þetta er mjög
kostnaðarsamt."
Leiðrétt eftir á
Kaupás starfrækir meðal annars
matvöruverslanirnar Krónuna, Nóa-
tún, 11-11 ogKjörval.
„Við erum með viðurkennt al-
þjóðlegt greiðslukerfi þar sem ekki er
boðið upp á þennan möguleika," seg-
ir Eysteinn Helgason, framkvæmda-
stjóri Kaupáss. „Það kemur þó ekki í
veg fýrir að viðskiptavinir getí gert at-
hugasemdir eftír á og fengið leiðrétt-
ingu sinna mála."
Gísli Tryggvason bendir á að mis-
ræmi milli hilluverðs og kassaverðs
sé ekki einungis vandamál hér á
landi. í danska fréttablaðinu Berl-
ingske Tidende var í gær fjallað um
þennan vanda sem einnig steðjar að
dönskum neytendum. Þar segir að
misræmið sé óviðunandi og úrbót-
um lofað, án þess þó að þær séu til-
greindar nánar.
Nauðgun tekin upp og dreift í farsíma:
Svivirðilegt brot Að mati Steinunnar veldur myndbirtingin auknum
miska fórnarlambsins og getur leitt til refsiþyngingar.
Mikill miski og sálarangist
„Þetta er algjörlega svívirðilegt
brot gagnvart þeim sem lendir í
því. Brot af þessu tagi valda fólki
miklum miska og sálarangist," seg-
ir Steinunn Guðbjartsdóttir hæsta-
réttarlögmaður. Hún hefur mikla
reynslu af störfum sem réttar-
gæslumaður fórnarlamba kynferð-
isbrota.
Lögreglan á Selfossi rannsakar
nauðgun á ungri stúlku sem átti sér
stað á sumarhúsasvæðinu Árborg-
um í sumar. Stúlkan kærði tvo menn
fyrir misbeitingu, að hafa verið beitt
kynferðislegu ofbeldi á meðan hún
var ekki í ástandi til að bregðast við
eða sporna gegn verknaðinum, og
voru tvímenningarnir handteknir í
kjölfarið. Annar hefur játað verkn-
aðinn en hinn ekki. Þess utan er
annar þeirra grunaður um að hafa
tekið verknaðinn upp á myndband
og dreift því í fjölda farsíma. Rann-
sókn lögreglunnar hefur tekið 5
mánuði og er ekki lokið enn.
Steinunn þekkir dæmi hér á
landi þar sem grunur lék á að
nauðgun hefði verið tekin upp á
myndband. Aðspurð telur hún hér
um tvíþætt brot að ræða. Annars
vegar myndbirting af fórnarlambi
og dreifing myndefnis og fyrir það
brot er hægt að hljóta sjálfstæða
refsingu. Hins vegar er það mis-
beitingin sjálf sem refsing hlýst fyr-
ir. „Þetta verður til refsiþyngingar
og getur líka aukið miskabætur til
brotaþolans. Myndbirtingin veldur
auknum miska, það er alveg nóg að
viðkomandi viti af myndefninu eða
hreinlega óttist um að svo sé," segir
Steinunn. trausti@dv.is