Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2007, Blaðsíða 7
DV Fritiir
FIMMfUÐ'ÁÓltö S. MÓVEMBEft '2ÓÓ7' f>
Fjárveitingavaldið ætlar að fækka lögreglumönnum í umdæmi
lögreglunnar í Árnessýslu. Á þeim bænum óttast lögreglumenn
um öryggi sitt, íbúanna og annarra sem eiga leið um svæðið.
Ákvörðunin er tekin af Árna Mathiesen fjármálaráðherra sem
er fyrsti þingmaður kjördæmisins.
FÆKKA LÖGGUM
TRAUSTI HAFSTEINSSON
bladamadur skrifar: traus(i@dv.is
Til stendur að fækka lögreglumönn-
um í Árnessýslu um fjóra frá og með
næstu áramótum. Fjárveitingavaldið
berst fyrir fækkuninni, í broddi fylk-
ingar er Árni Mathiesen, fjármála-
ráðherra og 1. þingmaður Suður-
kjördæmis.
27 stöðugildi lögreglumanna
eru hjá lögreglunni á Selfossi, þau
þurfa að sinna verkefnum á stóru
svæði ásamt því að annast rann-
Tinna Jóhönnudóttir Formaður
Lögreglufélags Suðurlands segir það
mikil vonbrigði að fyrsti þingmaður
kjördæmisins hafi i hyggju að fækka
lögreglumönnum þess.
„Vonbrigðin eru mikil
/ Ijósi þess að okkar
fyrsti þingmaður gegn-
irembætti fjármála-
ráðherra þar sem þessi
ákvörðun er tekin."
sóknir stærri mála fyrir embætti lög-
reglustjóranna á Hvolsvelli og í Vest-
mannaeyjum. Að mati stjórnenda
þyrfti fjöldi lögreglumanna að vera
28 að minnsta kosti til að hægt sé að
halda úti grunnþjónustu löggæsl-
unnar. Draumurinn er að að vera
með 35 lögreglumenn þannig að öll
verkefni sé hægt að leysa með góð-
um hætti. Nú er svo komið að lög-
reglumenn umdæmisins telja ekki
lengur hægt að tryggja viðunandi
löggæslu sökum manneklu. Fyrir-
huguð fækkun um fjóra er síður en
svo til að bæta úr því.
Mikil vonbrigði
Tinna Jóhönnudóttir, formað-
ur Lögreglufélags Suðurlands, telur
verulega vegið að öryggi íbúa um-
dæmisins og annarra sem leið eiga
um svæðið. Hið sama segir hún eiga
við um starfsöryggi lögreglumann-
anna. „Þetta eru mikil vonbrigði og
fjárveitingarnar eru með öllu ófull-
nægjandi. Það er verið að skera af
því sem við töldum vera algjört lág-
mark og mér finnst skrítið að það sé
ekkert hlustað á okkur. Embættið er
mjög víðfeðmt ásamt því að íbúa-
fjöldinn margfaldast á köflum vegna
fjölda sumarhúsa hjá okkur. Það er
óboðlegt að á sama tíma sé verið að
fækka lögreglumönnum á vakt," seg-
ir Tinna.
Steinar Adolfsson, framkvæmda-
stjóri Landssambands lögreglu-
manna, undrast einnig fyrirhugaða
fækkun og bendir á sífellt aukna verk-
efnabyrði embættisins. Aðspurður
segir hann erindið ekki hafa komið
inn á borð sambandsins. „Ef þetta er
rétt er það mjög mikið áhyggjuefni.
Þessa fækkun getum við ekki skrif-
að upp á. Markmið með sameiningu
lögregluembætta var ekki að fækka
lögreglumönnum heldur fjölga þeim
og auka sýnileika þeirra og rann-
sóknir. Ég get ekki séð að þeim mark-
miðum verði náð með þessari fækk-
un,“ segir Steinar.
Nóg að gera
Aðspurð vonast Tinna að sjálf-
sögðu til þess að þingmenn kjör-
dæmisins berjist fýrir aukinni fjár-
veitingu þannig að hægt verði að
manna lögregluembættið með við-
unandi hætti. „Okkur líst alls ekki
á þessa þróun og teljum fráleitt að
fækka í hópnum. Við erum í raun
Nóg að gera Lögreglumenn í Árnessýslu
telja fyrirhugaða fækkun lögreglumanna
ógna öryggi ibúa og þeirra sem erindi eiga
um svæðið. Þeir telja núgildandi fjölda
lögreglumanna algjört lágmark.
ekki með neina einn fullmannaðan
lögreglubíl tiltækan á hverri vakt á
meðan verkefnin hafa aukist sífellt.
Vonbrigðin eru mikii í ljósi þess að
okkar fyrsti þingmaður gegnir emb-
ætti fjármálaráðherra þar sem þessi
ákvörðun er tekin," segir Tinna.
Steinar tekur undir og bendir á að
verkefnafjöldi embættisins auk-
ist stöðugt og umferð í gegn-
um umdæmið fari vaxandi.
„Það er iðulega miðað við
tiltekinn fjölda stöðugilda
þegar fjárveitingar fást.
Það er alls ekki þannig
að viðkomandi embætti
skorti verkefni og ég
hefði frekar viljað sjá
sjá 4 lögreglumönn-
um bætt við, það er
ekki nokkurn spurn- '
ing," segir Steinar.
Ámi Mathiesen
fjármálaráðherra sagð-
ist mjög tímabundinn þeg-
ar blaðamaður leitaði til hans við
vinnslu fréttarinnar og sagðist
ekki geta svarað spurningum.
Arni Mathiesen Fjármálaráðherra er
fyrsti þingmaður kjördæmisins þar sem
hann stendur fyrir fækkun lögreglumanna
Frumvarp um breytingu á barnalögum:
Böm á leikskóla Formaður Félags um foreldrajafnrétti segir að
mikilvægasta atriðið sé styrkingin á hinni sameiginlegu forsjá og
auknum réttindum barna til beggja foreldra við skilnað.
W---"TT IKBa—
Markartímamót
„Þetta frumvarp tekur til megin-
þorra af stefnuskrá okkar," segir Lúð-
vík Börkur Jónsson, formaður Félags
um foreldrajafnrétti. Dögg Pálsdóttir,
varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins,
fluttí fýrir helgi fritmvarp um breyt-
ingu á barnalögum. Það gerir ráð fyr-
ir jafnri foreldraábyrgð og breytíngu
á lögum um forsjárlausa foreldra.
Lúðvík segist fagna frumvarpinu.
Hann segir að mikilvægasta atriðið
í frumvarpinu sé styrkingin á hinni
sameiginlegu forsjá og auknum rétt-
indum barna tíl beggja foreldra við
skilnað. Þannig verði hún styrkt af
efnisinnihaldi og gerð þannig að ekki
verði hægt að segja henni upp á jafn-
einfaldan hátt og hægt er í dag.
Samkvæmt núgildandi lögum
geta karl og kona haft sameiginlega
Fagnar frumvarpinu Lúðvík segir að
frumvarpið taki til meginþorra af
stefnuskrá Félags um foreldrajafnrétti.
forsjá með barni sínu. Einn af nokkr-
um þáttum sem geta reynt á sam-
eiginlega forsjá foreldra er ef móðir-
in vill flytja úr landi með barnið. Þá
hefur faðirinn rétt á að neita því og
þannig haft barnið áfram hér á landi.
Móðirin getur þó sagt þessari sam-
eiginlegu forsjá upp með því að fara í
forsjármál. Dómarar verða að dæma
öðrum hvorum aðilanum forsjána.
Þá fær sá forsjána sem er með lög-
heimilið á þeim tíma en í langflest-
um tílfellum er lögheimilið skráð hjá
móðurinni og gætí hún því farið með
barnið úr landi. „Þetta er svona eins
og maður myndi tryggja húsið sitt og
tryggingafélagið gætí svo sagt upp
tryggingunni þegar húsið brenn-
ur eða þegar á samninginn reynir.
Frumvarp Daggar gerir ráð fyrir að
dómarinn megi dæma sameigin-
lega forsjá og er þessi dómaraheim-
ild komin á í öllum löndum í kring-
um okkur."
Lúðvík segir að Island sé aftarlega
hvað varðar réttindi barna til beggja
foreldra sinna. „Það hefur lítíð áunn-
ist í þessum málaflokki á undanförn-
um árum og það hefur verið mik-
il íhaldssemi um þessi mál. Þetta
frumvarp markar tímamót í baráttu
okkar og setur okkur á stall með ná-
grannalöndum okkar. Það að börn
getí átt tvö lögheimili og að foreldrar
hafi sameiginlega forsjá er að mínu
matí mjög mikilvægt."
Scalloped Edge Belt
I990kr
Askini Knit Dress
3490kr
Tumniel Jean
3490kr
Camo Ripstop
Rucksack
2490kr
Leh Fur Lined Sweat
4990kr
Camo Ripstop
Messenger Bag
2790kr
CamoRip*
Paicil Q
890kr
Caini Jeans
2990kr
Kringlunni sími 553-5020