Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2007, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2007, Síða 13
DV Sport MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2007 13 HANDBOLTI Fram treysti stöðu sína í toppbaráttu Nl-deildar karla í handknattleik með tryggum sigri, 30-22, á liði Akureyrar í gær. Akureyringar komust í 1-0 en það var eina skiptið sem þeir voru yflr í leiknum. Bestu menn vallarins fyrstu tíu mínúturnar voru markverðirnir tveir, en Hörður Flóki Kristinsson og Björgvin Páll Gústavsson höfðu eft- ir tíu mínútur varið flmm skot hvor. Að lokum voru það Framarar sem fundu leiðina framhjá Herði Flóka og byggðu sér upp þriggja til fjög- urra marka forskot sem þeir héldu örugglega út hálfleikinn. Leikurinn var nokkuð harður, enda Akureyr- arvörnin óárennileg með þá Rúnar Sigtryggsson og Þorvald Þorvalds- son fyrir miðju. Guðjón Drengsson var ekki sáttur við samskipti sín við Goran Gusic en meint brot Gusics fóru framhjá dómurum leiksins. Fyrsta tveggja mínútna brottvísun- in var ekki dæmd fyrr en um miðj- an síðari hálfleik. Akureyringar fóru illa að ráði sínu í sókninni, töpuðu boltanum, kiúðruðu vítaköstum eða skutu í marksúlurnar, framhjá eða í Björgvin Val. Taugatitringur gerði vart við sig og sóknirnar urðu styttri, en Fram var 12-8 yfir í hálfleik. Fer- enc Budek, þjálfari Fram, notaði breiddina í liði sínu vel og í seinni hálfleik stóð Magnús Erlendsson vaktina í markinu. Hann stóð sig vel og varði tólf skot. Gamla brýnið Zolt- án Belániy var Akureyringum erfið- ur og skoraði fimm mörk. Minnstur varð munurinn í seinni hálfleik, þrjú mörk, en klaufagangur Akureyringa í sókninni sá til þess að munurinn varð aldrei minni. Sóknarleikur í molum Sævar Árnason, þjálfari Akureyr- ar, var skiljanlega ósáttur við sókn- arleik síns liðs þegar DV ræddi við hann í leikslok. „í fyrri hálfleik héld- um við okkur inni í leiknum á varn- arleik og mjög góðri markvörslu en sóknarleikurinn var slæmur. Við klúðruðum mörgum færum og mis- stum boltann út úr höndunum, sem hefur ekki verið vandamál hjá okkur. í seinni hálfleik fór þetta versnandi á sama tíma og við reyndum að finna úrræði til að minnka muninn." Hann segir Akureyringa alltaf hafa verið með í leiknum þó Fram- arar hafi verið með þægilega forystu. „Við áttum séns fram í miðjan síðari hálfleik og náðum nokkrum sinnum að minnka muninn í þrjú mörk en töpuðum þá boltanum út úr hönd- unum á okkur aftur og Framarar juku forystuna." Vömin var lykillinn Ferenc Buday, þjálfari Fram, >«/ var ánægður með varnarleik liðs- ins. „Varnarleikurinn var lykillinn að sigri í leiknum. Við vitum að við gerum stundum mistök en það er erfitt að komast í gegnum leik án þess að gera það. Við erum með tvo mjög góða markverði og það er erfitt að velja hvor þeirra eigi að byrja og hvor eigi að koma inn á. Markverð- irnir okkar hafa samt verið að bæta sig í seinustu leikjum. Ég veit að ís- landsmótið er langt og því er mikil- vægt að nota hópinn. Jóhann Gunn- ar er okkar helsti markaskorari og ég var sáttur við frammistöðu hans í dag. Halldór Jóhann er líka að koma til, hann er ánægður með að vera kominn heim. Við bíðum síðan eftir að fá fleiri leikmenn aftur úr meiðsl- um." Buday brosti þegar hann var spurður út í frammistöðu „gamla mannsins" Belányis. „Aldur er mjög afstæður. Zoltan er liðinu mikilvæg- ur og ég er mjög ánægður með leik hans í kvöld." GG ÚRSLIT HELGARINNAR N1-DEILD KARLA IBV - Haukar 23-37 Fram - Akureyri 30-22 Mörk Fram: Jóhann Gunnar 7, Zoltán Belányi 5, Halldór Jóhann 4, Jón Þorbjörgn Jóhannsson 3, HJörtur Hinriksson 2, Guðjón Drengsson 2, Jón Björgvin Péturs- son 2, Rúnar Kárason 2, Filip Kliszczyk 1, Daniel Berg Grétarsson 1, Einar Ingi Hrafnsson 1, Haraldur Þorvarðarson 1. Varin skot: Magnús Erlendsson 12, Björgvin Gústavsson 11. Mörk Akureyrar: Magnús Stefánsson 6, Goran Gusic 6, Einar Logi Friðjónsson 3, Jónatan Magnússon 2, Þorvaldur Þorvalds- son 2, Heiðar Aðalsteinsson 1, Andri Snær Stefánsson I.Ásbjörn Friðriksson 1. Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 17. Staðan Lið L U J T M St 1. Haukar 9 6 2 1 261:221 14 2. HK 9 6 1 2 247:217 13 3. Fram 9 6 1 2 267:234 13 4. Stjarnan 8 5 1 2 230:219 11 5. Valur 8 3 2 3 197:188 8 6. Aftureld. 9 2 2 5 227:240 6 7. Akureyri 9 2 1 6 236:255 5 8. ÍBV 9 0 0 9 232:323 0 N1 -DEILD KVENNA HK - Grótta 21 -36 Akureyri -Valur 12 -25 Stjarnan - -FH 25 -26 Haukar- Fram 24-24 Staðan Lið L u J T M st I.Stjarnan 9 7 1 1 226:161 15 2. Fram 9 6 3 0 238:179 15 3.Valur 9 7 0 2 234:166 14 4. Grótta 9 6 1 2 233:191 13 5. Haukar 9 4 1 4 239:205 9 6. Fylkir 8 3 0 5 169:190 6 7.HK 9 2 0 7 206:251 4 8. FH 9 2 0 7 182:260 4 9. Akureyri 9 0 0 9 150:274 0 EVRÓPUKEPPNI FÉLAGSL. HK-FCK 24-26 Mörk HK (víti): Ólafur Ragnarsson 5, Sergey Petraytis 4, Gunnar Jónsson 4, Ragnar Hjaltested 4, Augustas Strazdas 4, Tomas Eitutis 2, Árni Þórarinsson 1. Varin skot (víti): Egidijus Petkevicius 16. Mörk FCK (v(ti): Anders Christensen 8 (2), Tommy Atterhall 5, Per Tomas Linders 5, Sebastian Koch-Hansen 3, Kristian Sven- sson 2, Martin Boquist 1, Klavs Jorgensen I.SImon Hammerl. Varin skot (v(ti): Steinar Ege 18 (1). EVRÓPUK. MEISTARALIÐA Gummersbach - Valur 34-22 Mörk Gummersbach: Vedran Zrnic 9,Róbert Gunnarsson 6, Adrian Wagner 5, Kevin Jahn 4 Kenneth Klev 4 Alexandros Alvanos 3, Denis Zakharov 2, Geoffroy Kantz 1 Varin skot: Nandor Fazekas 12. Mörk Vals: Arnór Þór Gunnarsson 7, Hjalti Pálmason 4, Elvar Friðriksson 3, Ernir Hrafn Arnarsson 3, Baldvin Þorsteinsson 2, Sigfús Páll Sigfússon 1, Ægir Hrafn Jónsson 1, IngvarÁrnason 1. Varin skot: Ólafur Haukur Glslason 9, Pálmar Pétursson 3. I Jólln koma snemma í ár.... Ertu búinn aó Sá þér jólaskóna.... I I I I Ný sending af NIKE innanhúss- og gerfigrasskóm! m www.joiutherji.is Jói útherji á alla Ármúla 36 - s. 588 1560 KNATTSPYRNUVERSLUN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.