Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2007, Side 24
24 MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER2007
Fókus DV
Hannes og
skjárinn
Sá einn merkilegasta sjónvarps-
þátt sem ég hef séð langalengi.
Vissi ég ekki betur og þekkti ekki
þátttakendurna hefði ég getað
ímyndað mér að Villa vtdeó í Ól-
afsvík væri komið af stað á nýjan
leik. Kannski er það enn í gangi.
Gæðin og sviðsmyndin voru af
sama standard og Villa vídeó var
á sínum tíma, fyrir aldarfjórð-
ungi. En hvað er Hrafnaþing? Það
er Ingvi Hrafn Jónsson, orðljótur,
dæmandi menn af óbilgimi, láta
einn og annan heyra það. Það er
Hrafnaþing. En á nýju sjónvarps-
stöðinni hans Ingva Hrafns sá ég
allt annað Hrafnaþing. Þar sat
doktor Hannes Hólmsteinn Giss-
reyndi að horfa á
Hrafnaþing á
INN.
★ ★★★★
urarson einn við borð og talaði
við tölvuskjá þar sem sjálfur Ingvi
Hrafn var. Þann tíma sem ég entist
til að horfa fór doktorinn enn og
aftur með mat sitt á jafnrétti. Ótrú-
lega gömul lumma og sennilega
ekkert fánýtara að gera en horfa
á doktorinn fara enn eina ferðina
með skoðanir sínar, aftur og aftur.
\^Égslökkti._________________________
GEYMTENEKKI
GLEYMT
Tnxini
útvarpinu
Öll trixin í bókinni, sem er einhvers
konar bransafræðirit og tónlist-
arleg endurminningasaga Einars
Bárðarsonar, var ekki ein af þeim
nýju bókum sem mig langaði að
mest lesa áður en ég kveikti á út-
varpinu rúmlega fjögur á laugar-
daginn. Þar datt ég inn á þátt-
inn Geymt en ekki gleymt á Rás
2 þar sem Einar og Amar Eggert
Thoroddsen, sem skrifar bókina
í samvinnu við athafnamanninn,
vom í viðtali hjá Frey Eyjólfssyni.
Fyrir utan að kunna öll trixin í
bókinni er Einar vel yfir meðallagi
fýndinn og segir stórskemmtilega
frá. Af mörgum góðum sögum
stendur sagan af Van Morrison og
símtalinu furðulega líklega upp úr.
Mjög eftirminnileg er líka sagan af
því hvemig deilur um texta Júró-
hlustaði á Oeymt
en ekki gleymt
visjónlagsins Birtu urðu að pólit-
ísku hitamáli og formaður Sam-
fýUdngarinnar sá sig knúinn til að
hringja í Einar um miðja nótt. Þetta
viðtal var afbragðsskemmtun, á
köflum drepfyndið og um leið
fróðlegt. Freyr á skilið stóran plús
fyrir frammistöðuna í spyrlahlut-
verkinu. Mamma, hér er alla vega
vkomin ein hugmynd að jólagjöf.^^
BRAGÐLÍTIL DRAUGASAGA
Hvað er hægt að biðja um það betra? Bragð-
mikinn þýskan kokteil af Strindberg og Pinter með
„dashi" af Ibsen og Evripídesi saman við! Það er
ekki víst að öllum bragðist drykkurinn, en ég snar-
féll fýrir honum. En ég ætlast líka til að leikhúsið
kunni að blanda hann þannig að hann virki. Á það
skortir mjög í sýningu Þjóðleikhússins á Smíða-
verkstæðinu.
Mér dettur ekki í hug að endursegja söguþráð
þessa verks. Um þemað hafa verið slaifuð leikrit
frá því á dögum Aisyklosar og þó er það alltaf nýtt
og ferskt - ef höfundarnir nálgast það á forsendum
sinnar tíðar. Það er síður en svo ljóður á leikriti Rol-
ands Schimmelpfennig - af hverju í ósköpunum
fær maðurinn sér ekki eitthvert þjálla höfundar-
nafn? - þó manni detti í hug verk eins og Kröfuhaf-
ar Strindbergs eða Liðin tíð Pinters, þegar maður
sér það og heyrir í leikhúsinu. Draugar fortíðarinn-
ar hafa alltaf reynt að elta manneskjuna uppi og
þeir sem sitja fastir í því liðna verða eins og draug-
ar, óffeskjur. Þjóðverjar urðu á sínum tíma fyrstir til
að skilja Strindberg, þennan risa í leikhúsi nútím-
ans, án þess hefði þýski leikhúsexpressjónisminn
verið óhugsandi og allt sem hann dró með sér. Svo
kom pólitíska leikhúsið og Brecht, en hver hefur
áhuga á því nú? Múrinn er fallinn, en eftir standa
þeir múrar sem við reisum sjálf innra með okkur. Á
þá múra hafa kastljós skáldanna fallið frá því Aisky-
los skrifaði um refsinornirnar. Og andi Strindbergs
lifir, einnig í þeim skáldum sem hafa lært af hon-
um. Strindberg þorði að setja hold og blóð á dem-
óna sálarinnar og klæða þá í nútímaföt, þannig að
hinn „upplýsti" nútímamaður neyddist til að kann-
ast við þá, viðurkenna að hann yrði að bregðast við
þeim. Auðvitað var Shakespeare búinn að því áður,
en það er eins og þurfi alltaf að segja hlutina upp á
nýtt, endurtaka þá fyrir nýjar kynslóðir í heimi sem
er og verður hinn sami undir niðri.
Þjóðleikhúsið á hrós skilið fyrir að taka þetta
verk til flutnings, en það á minna hrós skilið fyrir
úrvinnsluna. Sviðsetningu Hafliða Arngrímsson-
LEIKDÓMUR
eftir Roland Schimmelpfennig m
Leikstjóri og þýðandi: Mafliði -
Arngrímsson 1 m
Leikmynd: Stígur Steinþórsson
Hvers vegna er íslenskum
leikstjórum svona gersamlega Jón Viðar Jónsson
ósýnt um að finna leiðina að þessum draumleikjum sam- tímans? leiklistargagnrýnandi
ar er um margt ábótavant og um leiksljórn hans og
jafnvel leikendaval hans má í sumum atriðum efast.
Sérstæð bygging leiksins gerir miklar kröfur til leik-
enda og hún krefst líka styrkrar og hugmyndaríkrar
leikstjórnar. Skiptingar á milli atriða þurfa að vera
miklu hraðari og markvissari en hér er. Þær taka of
langan tíma og fyrir bragðið verður sýningin eins
og hálf hölt, nær ekki því flugi sem samþjappaður
tímaramminn kallar á.
Það er leikið á marga strengi í verkinu: það er
kómískt, grimmt, kaldhæðið, ljóðrænt, raunsæis-
legt, absúrd, allt í senn. Allir verða þessir strengir að
hljóma, öll litbrigði að njóta sín. I háfleygu viðtali
við höfundinn í leikskránni talar hann um nauð-
syn hugmynda í leikhúsi, það er rétt, en ætli leik-
húsið sé þó ekki fyrst og síðast músík, samhljómur
radda. Það fannst Strindberg a.m.k., svo ég vísi nú
enn í hann. Sumir leikenda hitta á þann óræða tón,
sem þarna er eins og grunntónn, öðrum betur þó
Edda Björg Eyjólfsdóttir sem var fullkomlega trú-
verðug afturganga rómantískrar æskuástar. Vign-
ir Rafn Valþórsson var líka mjög sannfærandi sem
sonurinn á heimilinu, skáldhneigður auðnuleys-
isunglingur, og Edda Arnljótsdóttir var góð sem
eiginkonan, þó að framsögn Eddu sé sem löngum
fyrr heldur blæbrigðasnauð og eintóna. En mynd
Baldurs Trausta Hreinssonar af eiginmanninum og
heimilisföðurnum skorti tvíræðni og dýpt. Að ein-
hveiju leyti kann leikstjórn að vera um að kenna:
við verðum að skynja sektarkennd og ótta manns-
ins við hið liðna, sem er að draga hann uppi, mildu
betur og miklu fyrr, og ég held að jafn góður leik-
ari og Baldur Traustí er hefði vel átt að geta skilað
því. I lokaatriðinu, þegar maðurinn snýr snögglega
við blaðinu fr á því sem áður var, verða þau umskipti
ótrúverðug, af því að leikarinn hafði ekkert undir-
búið þau áður - þó að hann hefði allan leikinn til
þess. Andlegt hrun persónunnar í lokaatriðinu varð
einungis paþetískt (kann enga almennilega þýð-
ingu á því orði). Sennilega er Þórunn Erna Clausen
ekki rétt týpa í hlutverk ungu stúlkunnar; maður
trúir því ekíd rétt vel að þessi gerðarlegi ungi kven-
maður sé undir járnhæl leiðinlegs föðurs. Sá grát-
klökki tónn, sem Þórunn lék í, varð á einhvern hátt
hjáróma við annað, einnig þar hefði leikstjórinn
hugsanlega mátt grípa inn í.
Eitt það misheppnaðasta í sýningunni er þó
leikmynd Stígs Steinþórssonar. Hún er sannarlega
ekkert augnayndi, flöt, köld og fráhrindandi. Stíg-
ur gerði hér á árum áður fi'nar leikmyndir, en nú
hefur honum brugðist bogalistin. Öll sjónræn skír-
skotun, öll nýting og niðurskipan leikrýmisins ættí
með hjálp ljósabeitingar og hugsanlega leikhljóða
að lyfta undir dulúð og ógn textans; minna oklcur á
að við erum hér stödd í draumi, martröð. En það er
bara eins og mönnum hafi ekki dottið neitt í hug.
í fyrrahaust klúðraði Þjóðleikhúsið ágætu verki
eftir Jon Fosse, eitt áhugaverðasta leikskáld sam-
tímans, á þessu sama sviði. Leikritun Fosses á einn-
ig rætur í Strindberg, þó að sjálfsagt sé hann með
Beckett og fleiri í farteskinu. Hvers vegna er íslensk-
um leikstjórum svona gersamlega ósýnt um að
finna leiðina að þessum draumleikjum samtímans?
Erlendis er nóg til af mönnum sem geta það. Eru
réttu leikstjórarnir kannski ekki kallaðir til? Spyr sá
sem ekki veit.
Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri Astrópíu, er meö mörg járn í eldinum:
GRÍNEINLEIKUR, TRÚÐALEIKRIT
OGGAURAGANGUR
„Þetta er alveg drepfyndið,"
segir Gunnar Björn Guðmundsson
leikstjóri sem vinnur nú að leik-
riti, gríneinleik nánar tiltekið, sem
Anna Svava Knúts leikur í. Gunnar
og Anna eru bæði höfundar textans
en leikstjórinn vill ekki segja mik-
ið meira um verkið að svo stöddu.
„Það er eiginlega á hóld eins og er.
Það er bara margt annað í gangi.
Við unnum þetta í spuna, bjugg-
um verkið til og æfðum um leið,
þannig að við erum búin að semja
verkið alveg og æfa en tókum smá
pásu. Þetta verður því ekkert fyrr
en eftir áramót." Ekki liggur fyrir
hvar einleikurinn verður sýndur
. þegar þar að kemur.
Gunnar, sem er líklega þekkt-
astur fyrir að hafa leikstýrt kvik-
myndinni Astrópíu sem sýnd hefur
verið við miklar vinsældir undan-
farna mánuði, er ekki við eina fjöl-
ina felldur í leikhúsgeiranum um
þessar mundir því hann er einnig
með í vinnslu trúðaleikrit. „Þar er
ég sjálfur að leika. Ég er nefnilega í
trúðagengi," segir Gunnar og hlær
dátt. Og trúðagengið hefur reynd-
ar áður látíð að sér lcveða í leiklist-
inni. „Við settum upp ferðasýning-
una Dauði og jarðarber sem við
sýndum um það bil þrjátíu sinnum
um allt land," útskýrir Gunnar sem
einnig skrifaði og leikstýrði Sölku
miðli sem sýnt var í Hafnarfjarð-
arleikhúsinu fyrir nokkrum árum.
Aðspurður hvar og hvenær nýja
„trúðaverkið" verði sýnt segir hann
það óákveðið eins og sakir standa.
Eins og greint hefur verið frá
er Gunnar ennfremur að vinna að
kvikmyndun Gauragangs, hinnar
sívinsælu bókar Ólafs Hauks Sím-
onarsonar, en leikrit byggt á bók-
inni var sýnt við feikilegar vin-
sældir í Þjóðleikhúsinu um árið.
Handritið er að verða tilbúið og
standa vonir til þess að tökur geti
hafist á næsta ári.
kristjanh@dv.is
Úr Astrópíu Eftir velgengnina á hvíta
tjaldinu horfir Gunnar nú til leikhússins.
Samfara því vinnur hann þó einnig að
handritaskrifum fyrir kvikmyndun
Gauragangs.