Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2007, Síða 21
DV Sport
MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 21
Pakkinn þéttist í ensku Championship-deildinni eftir leiki helgarinnar. Watford heldur
efsta sætinu þrátt fyrir tap gegn Bristol 2-1. Jóhannes Karl Guðjónsson lék síðasta hálf-
tímann með Burnley gegn Charlton.
BENEDIKT BÓAS HINRIKSSON
blaöamaður skrifar: benrh&dv.is
Watford tapaði óvænt fyrir Bristol
City 1-2 á heimvelli. Þetta var þriðja
tap Watford á einni viku. Bristol-
menn voru sterkari í upphafi og að-
eins Mart Poom, markvörður Wat-
ford, kom í veg fyrir að liðið lenti ekki
snema undir.
Það kom því ekki á óvart þegar
Enoch Showunmi kom Bristol yfir
í fyrri hálfleik en John-Joe O'Toole
jafnaði skömmu fyrir leikslok. Héldu
margir að eitt stig væri komið í hús
fyrir heimamenn en Darren Byfield
kom öllum á óvart og skoraði sigur-
markið í uppbótartíma.
Jóhannes Karl Guðjónsson spil-
aði síðasta hálftímann hjá Burnley
þegar liðið vann Charlton 3-1. Owen
Coyle hefur haft tröllatrú á Jóhannesi
en frá því hánn tók við hefur hlutverk
Jóhannesar aukist mikið. Burnley
var betra liðið allan tímann og skor-
aði tvö mörk á fyrstu 15 mínútunum.
Andy Gray og Chris McCann gerðu
það. Andy Reid minnkaði mun-
inn skömmu fyrir hálfleik en Danny
Mills handlék knöttinn innan teigs
og Gray skoraði annað mark sitt úr
vítaspyrnu, sendi Nicky Weaver í vit-
laust horn.
Tvö lið sem berjast við falldraug-
inn, Blackpool og QPR, mættust á
Bloomfield Road, heimavelli Black-
pool. Það sást á leik liðanna að þau
vissu hvað biði þeirra, hvort liðið
sem tapaði. Engir sénsar voru teknir
og var þetta hundleiðinlegur leikur á
að horfa. En í uppbótartíma skoraði
Ben Burgess sigurmarkið og heima-
menn hreinlega gengu af göflunum í
fagnaðarlátunum.
WBA misstí af tækifærinu til að
komast á toppinn með því að gera 1-
1 jafntefli við Crystal Palace á Shel-
hurst Park. Mark Hudson skoraði
fyrsta mark leiksins fyrir WBA eftir
aðeins átta mínútna leik. Skömmu
fyrir hálfleik jafnaði Clinton Morris-
son metin þegar hann fylgdi á eftir
skoti Bens Watson. Bæði lið fengu
góð færi í síðari hálfleik en inn vildi
boltinn ekki og þurftu þau að sætta
sig við eitt stig.
Dramatík hjá Robson
Liðsmenn Bryans Robson í Sheffi-
eld United skoruðu sigurmark gegn
Coventry á lokaandartökum leiksins
á Rioch Arsena. Gamla brýnið Chris
Armstrong gerði það með góðu skoti.
Coventry lék vel í leiknum og átti eitt
stig verðskuldað úr leiknum en eins
og í mörgum íþróttum eru það mörk-
in sem telja.
Dramantíkin ríkti einnig á KC-
vellinum þegar Cardiff marði jafn-
tefli við Hull, 2-2. Stephen McPhee
kom Hull yfir eftir aðeins þriggja
mínútna leik. Skömmu síðar jafnaði
Steven Thompson metin með skoti
Hvað er í gangi? Marlon King og félagar
hans i Watford hafa tapað þremur leikjum í
röð. Hér er King i leik Watford og Burnley.
sem Boaz Myhill réð ekki við. Kasper
Schmeichel varði svo víti frá Dean
Windass en réð ekki við skot Ri-
chards Garcia skömmu síðar og Hull
komið yfir. En skömmu fyrir leikslok
jafnaði Roger Johnson metin og þar
við sat.
Ipswich og Barnsley gerðu hrút-
leiðinlegt 0-0 jafntefli þar sem mark-
vörður Barnsley, Heinz Muller, var
maður leiksins.
Southampton snéri taflinu við
gegn Leicester og vann 2-1. Stern
John kom gestunum yfir en Andy
King jafnaði skömmu fyrir hálfleik
fyrir Leicester. Leikurinn réðist á
umdeildri vítaspyrnu. Gareth McAu-
ley fékk boltann í höndina og dóm-
arinn flautaði víti. Andrew Surman
tók vítið og skoraði af miklu öryggi
og tryggði Southampton stigin þrjú.
Plymouth sannaði að það er líf
eftir Ian Holloway því liðið burstaði
Scunthorpe 3-0 og hefði geta unn-
ið enn stærra. 0-0 var staðan í hálf-
leik en heimamenn tóku öll völd á
vellinum og skoruðu þrisvar. Sylvan
Ebanks-Blake skoraði fyrsta mark
leiksins, Krisztian Timar bætti öðru
við og Nadjim Abdou skoraði það
þriðja undir lokin.
Gamla brýnið Teddy Shering-
ham skoraði eftir aðeins 52 sekúnd-
ur þegar Colchester vann Miðviku-
dagsmenn í Sheffield, 2-1. Hinn
41 árs gamli Sheringham skoraði
með góðu skoti frá vítateigshorn-
inu. George Elokobi kom Colchest-
er í 2-0 áður en Akpo Sodje minnk-
aði muninn. Þar með lauk sjö leikja
taphrinu Colchester.
Stoke vann Norwich 2-1 þrátt
fyrir að lenda 1-0 undir. Dar-
ren Huckerby kom gestunum yfir
snemma leiks en þar með lögðu
Norwich-menn árar í bát og hættu
að spiia. Stoke tók öll völd á vell-
inum og jafnaði með marki Leons
Cort. Richard Cresswell skoraði svo
sigurmarkið fyrir gamla fslendinga-
liðið og Norwich er sem fyrr neðst í
deildinni.
Úlfarnir unnu Preston 1-0 og
halda áfram að þokast upp töfluna.
Karl Henry skoraði sigurmarkið
þegar hálftími var eftir.
Harry Redknapp var handtekinn í síðustu viku vegna spillingar á Englandi:
EKKIÁNÆGÐUR MEÐ LÖGREGLUNA
Harry Redknapp knattspyrnu-
stjóri Portsmouth er ævareiður út í
lögregluna á Englandi fyrir að hafa
handtekið hann en Redknapp var
handtekinn vegna rannsóknar á
spillingu í enskri knattspymu. Red-
knapp á þó ekki hlut að máli þar sem
hann var einungis að hjálpa lögregl-
unni. Hann er hins vegar allt annað
en sáttur við vinnubrögð lögreglunn-
ar sem kom heim til hans að morgni
og handtók hann.
„Þetta hefur sært mig mikið, líf
mitt hefur breyst. Ef ég hefði gert
eitthvað rangt þá ætti að sparka
mér út úr fótbolta og mála mig sem
svartan sauð. Ég hefði ekki bara
eyðilagt mitt líf heldur lík líf fjöl-
skyldu minnar og af hverju ætti ég
að gera það? Það eru ekki til svo
miklir peningar í heiminum að ég
myndi gera það," sagði Redknapp
Ekki sáttur Redknapp er ekki ánægður með lögregluna.
sem segist hafa verið að hjálpa
lögreglunni. „Við hjálpuðum allir
lögreglunni og svöruðum spurn-
ingum hennar. Þetta tengist mér
ekki beint, það eru aðrir sem eru
flæktir inn í þetta. Ég var að svara
spurningum og hjálpa lögreglunni.
Spurningar þeirra snerust ekki um
mig. Þeir verða að handataka þig til
að tala við þig, til að þú farir á lög-
reglustöðina.Ég held að ég komi
ekki meira við sögu þar sem þetta
tengist mér ekki."
Redknapp segir að þetta hafi
eyðilagt alla möguleika hans á því
að verða næsti þjálfari enska lands-
liðsins. „Ég er ekki að segja að starf-
ið hafi verið mitt en öll þessi öm-
urlega meðferð sem ég hef fengið
hefur breytt öllu. Ég er ekki að segja
að ég hafi verið á eftir starfinu, ég
elska Portsmouth og ég vil ekki fara
héðan. Það er gaman að fólk tal-
ar um að ég standi mig hérna og
hversu góður ég er í þessu starfi.
Mér finnst eins og ég hafi bara verið
handtekinn af því að ég er frægur,"
sagði Redknapp að lokum.
ÚRSLIT HELGARINNAR
SPÆNSKA ÚRVALSD.
Espanyol - Barcelona 1-1
- Eiður Smári Guðjohnsen var (byr-
junarliði Barcelona og lékfyrsta 72.
mínútur leiksins.
Almeria - Sevilla 1-0
Real Madrid - - Racing S. 3-1
Deportivo - Osasuna 1-2
Getafe - Levante 2-1
Mallorca - Murcia 1-1
Recreativo - Real Zaragoza 2-1
Valladolid - Villarreal 2-0
Real Betis - Atletico M. 0-2
Valencia-A.Biibao 0-3
Staðan
Lið L u J T M St
1.R. Madrid 14 10 2 2 33:14 32
2. Barcelona 14 8 4 2 27:11 . 28
3. Villarreal 14 9 1 4 26:21 28
4. Espanyot 14 7 5 2 20:15 26
5. A. Madrid 13 7 3 3 27:17 24
ö.Valencia 14 8 0 6 20:23 24
7. Racing 14 6 5 3 12:12 23
8. Mallorca 14 5 5 4 24:21 20
9. Zaragoza 14 5 3 6 21:22 18
10. Getafe 14 5 3 6 16:17 18
11.A. Bilbao 14 4 5 5 15:16 17
12. Almeria 14 4 4 6 12:15 16
13. Valladol. 14 4 4 6 21:26 16
14. Sevilla 13 5 0 8 24:20 15
15. Osasuna 13 4 3 6 16:17 15
16. Murcia 14 3 6 5 10:15 15
17. Recreat. 14 4 3 7 10:19 15
18. Deport. 14 3 4 7 13:21 13
19. Betis 13 2 5 6 13:20 11
20. Levante 14 2 1 11 11:29 7
Markahæstu menn:
Leikmaður Lið
Lionel Messi Barcelona
Luis Fabiano Sevilla
Raul Real Madrid
ÍTALSKA ÚRVALSD.
Sampdoria - Reggina 3-0
-Emil Hallfreðsson lékfyrri hálfleikinn
í liði Reggina. Milan - Juventus 0-0
Atalanta - Napoli 5-1
Cagliari - Livorno 0-0
Catania - Palermo 3-1
Fiorentina - Inter 0-2
Parma - Empoli 1-0
Roma - Udinese 2-1
Siena - Lazio 1-1
Torino-Genoa 1-1
Mörk
8
8
8
Staðan
Liö L u J T M St
l.lnter 13 9 4 0 26:8 31
2. Roma 13 8 4 1 28:17 28
3.Juventus 14 7 5 2 29:13 26
4. Udinese 14 7 4 3 17:15 25
5. Fiorentina 14 6 6 2 19:11 24
6. Atalanta 13 5 6 2 21:16 21
7. Sampdor. 14 6 2 6 18:17 20
8. Milan 13 4 6 3 20:10 18
9. Napoli 14 5 3 6 22:20 18
10.Catania 14 4 6 4 14:14 18
ll.Palermo 14 4 6 4 18:24 18
12.Torino 14 2 9 3 14:15 15
13. Parma 14 3 6 5 16:22 15
14. Genoa 14 3 6 5 13:19 15
15. Lazio 13 3 5 5 13:17 14
16. Livorno 14 3 4 7 17:25 13
17. Siena 14 1 7 6 13:21 10
18. Cagliari 13 2 4 7 11:20 10
19. Reggina 14 1 7 6 9:21 10
20. Empoli 14 2 4 8 7:20 10
ÞÝSKA ÚRVALSD.
Rostock - Hannover 0-3
Cottbus - Karlsruhe 2-0
Hertha B.- B. Leverkusen 0-3
Schalke - Bochum 1-0
Stuttgart - Dortmund 1-2
Wolfsburg - Frankfurt 2-2
W. Bremen - Hamburger 2-1
Bielefeld - B. Múnchen 0-1
Duisburg - Nurnberg 1-0
Staðan
Lið L U J T M St
1. Bayern M. 15 10 4 1 31:8 34
2. W. BremenlS 10 3 2 34:18 33
3. Hamburg. 15 9 3 3 23:12 30
4. Leverkus. 15 8 3 4 27:11 27
5. Karlsruhe 15 8 2 5 16:18 26
6. Schalke 15 6 7 2 22:14 25
7. Hannover 15 7 3 5 22:20 24
8. Stuttgart 15 7 1 7 21:22 22
9. Hertha B. 15 6 1 8 18:22 19
10. Frankfurt15 4 7 4 16:21 19
11. Bochum 15 5 3 7 23:23 18
12. Dortmu. 15 5 3 7 20:25 18
13. Wolfsbu. 15 4 5 6 25:27 17
14. Bielefeld 15 4 3 8 16:32 15
15. Rostock 15 4 2 9 14:23 14
16. Nurnbe. 15 3 3 9 18:25 12
17. Duisbu. 15 4 0 11 14:25 12
18. Cottbus 15 2 5 8 12:26 11