Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2007, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2007, Qupperneq 30
30 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 Síðast en ekki sist DV A- TENGSL Michael Jackson og Madonna eiga það sameiginlegt að hafa selt milljónir á milljónir ofan af hljómplöt- Söng- og leikkonan Madonna á það sameiginlegt með Friðriki Þór Friðrikssyni að hafa verið tilnefnd til óskarsverðlauna. NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ DVÁDV.IS DVer aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr.á mánuði Lars von Trier á það sameiginlegt með Björk Guðmundsdóttur að hafa unnið með Thome Yorke I Radiohead. Björk Guðmundsdóttir söng eitt sinn dúett með Thom Yorke. Það var í bíómynd eftri Lars vonTrier. r» -S- Thom Yorke og Michael Jackson hafa báðir verið beðnir að syngja dúett með Paul McCartney.Thom Yorke hafnaði tilboðinu, öfugt við Jackson. DREYMIRUMFRIÐÁ JÖRÐÁAÐVENTUNNI Hver er konan? „Kolbrún Halldórsdóttir." Hvað gerir þú? „Bara það sem mér þykir best og réttast á hverjum tíma." Hver eru þín áhugamál? „Leiklistin, börnin mín og lífið og tilveran." Stundar þú einhverjar íþróttir? „Ég syndi á hverjum degi og hef gert í nokkur ár, það er nauðsynlegt að hafa gott úthald í pólitíkinni." Hefur þú búið erlendis? „Nei." Hver er uppáhaldsstaðurinn? „Það fyrsta sem kemur í hugann er Rauðisandur á Barðastönd en þaðan er hún móðir mín." Besti matur? „Jólamaturinn hans Ágústar, forláta innbakaður hrísgrjóna- og möndluhleifur." Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður vinstri grænna, komst í sviðsljósið fyrir að andmæla samningi Ríkisútvarpsins og Björg- ólfs Guðmundssonar. Þegar hún er ekki með hugann við pólitík lætur hún sig dreyma um að setjast á leikstjórastól. Eftirminnilegasta bók? „Blómin í ánni, eftir Edida Morr- is, hún fjallar um kjarnorkusprengj- urnar í Hiroshima og Nagasaki. Það er áhrifaríkt að lesa um þessa hræðilegu ógn og þessi ógnvænlegu völd sem menn geta eignast í krafti yfirburða á sviði hernaðar." Hefur þú skipt um dekk? „Já, það hef ég sko gert." Hvaða leið hefðir þú frekar valið? „Ég hefði tryggt RÚV opinber- ar greiðslur. Óhlutdrægni verður að vera óumdeild." IVIAÐUR DAGSINS Megum við búast við að sjá þig í leikstjórastólnum á næstunni? „Ég leyfi mér að láta mig dreyma um það á hverjum degi." Af hverju hefur þú efasemdir um samstarf RÚV og Björgólfs? „Ég tel að samstarf opinberra að- ila og einkaaðila þurfi að vera í föst- um skorðum og fara að opinberum reglum. Ég tel að samningurinn brjóti í bága við lög um RÚV ohf. Ég tel einnig að ákveðin hætta sé á að frelsi útvarps- ins sem almannamiðils standi ógn af jafn sterku sambandi við einn aðila." Hvaða áhrif telur þú að það hafi á íslenska fjölmiðla að þeir séu í eiguauðmanna? „Ég er alveg til í að viðurkenna að það ríkir ákveðið frelsi í þessum efn- um. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að þjóð með jafri sérstaka menningu og íslendingar þurfi að eiga einn öfl- ugan ríkisfjölmiðil. Hann verður að gæta hagsmuna almennings og vera hlutlaus í hvívetna." Hver er framtíð fjölmiðla á fslandi? „Ég læt mig dreyma um að stefn- unni verði breytt og ég mun áfram beita mér fyrir því." Hvað erfram undan? „Að borða sushi með fjölskyld- unni, sonur minn kemur í heimsókn og þá borðum við fjölskyldan sushi saman." Hver er draumurinn? „Svona í tilefni aðventunn- ar, dreymir þá ekki alla um frið á jörð?" SANDKORN ■ Hún er umdeild sú ákvörð- un Hagkaupsmanna að gera sérstakt athvarf fyrir karlpen- inginn á 1 meðan kon- urnar versla. Á meðan CáLJm Þærþurfa að arka í gegnum ^úlfik stressaðan BrJ lMr-^ mannfjöld- miunn í röðum geta karlmennirnir fengið sér sæti, látið líða úr sér og horft á enska boltann. Ómar Ragnarsson fagnar þessari nýjung á þeim forsendum að sumum finnst gaman að versla og sumum ekki. Sóley Tómasdóttir femín- isti er steinhissa yfir þessu öllu saman - henni finnst að bæði kynin eigi að bera ábyrgð á innkaupum fjölskyldunnar. Ljái henni hver sem vill - finnst einhverjum gaman í matvöru- verslun? ■ Það var afmælisstemning upp í Efstaleiti í gær þegar út- varpsþátturinn Rokkland fór í loftið í 600. skipti. Þátt- urinn sem er uppfinn- ing útvarps- mannsins ástsæla Ólafs Páls Gunnars- sonar hóf göngu sína í september árið 1995 og er því orðinn hvorki meira né minna en 12 vetra. f þættin- um í gær var farið yfir nokkra af hápunktum Rokkiands í gegnum tíðina en áhugasamir geta hlustað á þáttinn á morg- un þegar hann er endurtekinn kukkan 22.10 til 24.00. ■ Smáskífa hljómsveitarinn- ar Gus Gus, Need In Me, af nýjustu afurð sveitarinnar, Forever, hefur verið að gera frá- bæra hluti á útvarps- stöðvum, klúbbum og vinsælda- listum víðs vegar um heiminn. Smáskífan er nú mest selda smáskífan á stafrænu formi, vínyl og langvinsælasta lagið á safnplötum. Það eru margar af virðulegustu útvarpsstöðvum heims sem keppast við að spila lagið auk þess sem gagnrýn- endur hafa hrósað sveitinni í hástert. asgeir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.